Heurtault skrifaði:
Bjr je ne vois pas dans les explications le diagramme des motifs cdt
04.02.2020 - 17:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Heurtault, il n'y a en fait pas de jacquard, c'est la couleur utilisée de DROPS Muskat Soft qui présentait cette caractéristique, mais il n'est maintenant plus disponible. Votre magasin DROPS saura vous conseiller, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
05.02.2020 - 07:48
Margit skrifaði:
Liebes Drops-Team, was meinen Sie bei den Vorderteilen mit: incl. 1 RM auf beiden Seiten und 8 Blendenmaschen? Wie werden die 8 Blendenmaschen gestrickt? Es geht doch weiter mit 2 RM in Krausrippe gegen die Seite und 2M Krausrippe gegen die Mitte. Freue mich auf eine Antwort. LG Margit
01.04.2017 - 20:37DROPS Design svaraði:
Liebe Margit, die 8 Blendemaschen werden glatt mit 2 M Kraus rechts gegen die Mitte gestrickt (= Linkes Vorderteil: Hinreihe= 8 Ma rechts, Rückreihe= 2 M rechts, 6 M li). Viel Spaß beim stricken!
03.04.2017 - 10:28
Hanne Hedsted skrifaði:
Jeg mangler et mønsterdiagram så jeg kan se, hvor mange masker, der strikkes med lyseblåt og hvidt garn.
07.08.2014 - 11:04DROPS Design svaraði:
Hej Hanne. Der er ikke et mønsterdiagram til denne jakke. Garnet (Muskat Soft) var et multifarvet garn - ligesom Fabel, så mønstret er dannet med garnet og ikke med et diagram til mønstret.
07.08.2014 - 11:35
Ana Ibañez skrifaði:
Me encanta esta chaqueta, pero no está la secuencia del dibujo, el cambio de colores. ¿podrían subsanar este error?. Gracias
15.12.2013 - 16:55Rut skrifaði:
Garnet bildar mönster av sig självt, det har påpekats flera gånger!
04.04.2013 - 11:37
Svensson skrifaði:
Hvor søren er mønsteret ? Jeg kan se, på andre kommentarer, at garnet gør mønsteret, men det kan vist ikke passe, mønsteret er jo meget tydeligt ?
03.04.2013 - 20:56DROPS Design svaraði:
Det er garnet der danner mönstret. Pröv at se paa garnkortet til Muskat Soft, saa ser du hvad der menes
04.04.2013 - 17:50
H.welboren skrifaði:
Op de foto staat de voorhals schuin afgetekend, ik heb 1 voorkant klaar, maar dat loopt middenvoor recht, is dit goed
25.01.2013 - 12:12DROPS Design svaraði:
Ja, dat klopt. Als je het vest gaat knopen, dan trekt het middenvoor schuin.
06.02.2013 - 18:54
Mary Goggin skrifaði:
Hi there. When the pattern says to work 2 stitches in garter stitch towards the mid front where exactly does this mean? I have cast on 106 stitches for the third size and am not sure where the two garter stitches should go. Also, the 2 garter stitches towards the side -does this mean at the side edge? Thanks for your help. Regards, Mary
02.01.2013 - 21:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Goggin, with 106 sts for 3rd size, you will work so : 2 sts in garter st, st st over the next 102 sts and finish with 2 sts in garter sts. Happy knitting !
09.01.2013 - 10:18
Gudrun skrifaði:
No charts: yarn is manycolored
01.11.2012 - 19:10
Maureen Pratt skrifaði:
Where are the charts for fair isle
01.11.2012 - 15:35DROPS Design svaraði:
Hi Maureen, there is no fair isle pattern, the pattern comes from the yarn.
13.11.2012 - 12:45
Blue Cloud#bluecloudcardigan |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 136-17 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti á framstykki. 1 hnappagat = byrjið frá réttu og prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður brugðið. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 20 og 28 cm. STÆRÐ M: 21 og 29 cm. STÆRÐ L: 22 og 31 cm. STÆRÐ XL: 23 og 32 cm. STÆRÐ XXL: 24 og 34 cm. STÆRÐ XXXL: 25 og 35 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 94-102-110-124-132-144 l (meðtalin er 1 kantlykkja hvoru megin) á prjóna nr 3 með Muskat Soft. Prjónið 4 umf í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5-6-7-8-6-7 cm er fækkað um 1 l hvoru megin, endurtakið úrtöku með 5-5-5-5-6-6 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 86-94-102-116-124-136 l. JAFNFRAMT eftir síðustu úrtöku (stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm) er settur þráður til merkingar í hvorri hlið (= hjálparþræðir við frágang). Haldið áfram eins og áður. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm eru felldar af 3-3-5-8-7-11 l í byrjun á 2 næstu umf fyrir handveg í hvorri hlið = 80-88-92-100-110-114 l. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 l garðaprjóni hvoru megin. Þegar stykkið mælist 51-54-57-60-63-66 cm er fellt af miðjulykkjur 22-22-24-24-26-26 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsmáli = 27-31-32-36-40-42 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 53-56-59-62-65-68 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 93-99-106-114-120-129 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hlið og 8 kantlykkjur við miðju að framan) á prjóna nr 3 og prjónið 4 umf í garðaprjóni. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 2 kantlykkjum í garðaprjóni við lok umf á hlið og 2 l garðaprjón að miðju að framan. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm er felldar af fyrstu 42-44-47-48-50-53 l í byrjun umf frá réttu = 51-55-59-66-70-76 l. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm er fellt af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 48-52-54-58-63-65 l. Þegar stykkið mælist 53-56-59-62-65-68 cm eru felldar af fyrstu 27-31-32-36-40-42 l í byrjun umf frá réttu við öxl = 21-21-22-22-23-23 l eftir á prjóni fyrir kraga. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni við öxl og 2 l garðaprjóni við miðju að framan þar til kraginn mælist 8-8-8½-8½-9-9 cm frá öxl. Fellið af fyrstu 7 l í byrjun á næstu 2 umf frá réttu, fellið síðan afganginn af lykkjunum 7-7-8-8-9-9 l laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd, munið að fella af fyrir hnappagötum. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-50-52-54 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3. Prjónið 4 umf í garðaprjóni. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10-8-10-7-10-8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin. Endurtakið útaukningu með 3-3-2½-2½-2-2 cm millibili alls 14-15-16-17-18-19 sinnum = 72-76-80-84-88-92 l. Þegar stykkið mælist 53-52-51-49-48-46 cm (styttri lengd á ermum í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla) setjið þráð til merkingar í hvorri hlið. Prjónið áfram og fellið af þegar ermin mælist 54-53-53-52-51-51 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið saman kragann að miðju að aftan, affellingarkant við affellingarkant. Saumið síðan kragann innan við 1 kantlykkju, saumið hann við affellingarkantinn við hálsmál á bakstykki. Saumið ermar í – þráður til merkingar er efst á ermi (= D á teikningu) passar á hlið á fram- og bakstykki – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju þannig: A (= affellingarkanturinn á framstykki) er saumaður við B (= hlið á bakstykki) – Sjá teikningu. ATH! Passið upp á sauminn svo að affellingarkanturinn á hvoru framstykki sé saumaður upp að þræðinum með merkingu á bakstykki, haldið áfram að sauma hliðarsauma eins og áður innan við 1 kantlykkju og saumið ermasauma í eitt. Saumið í tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluecloudcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 136-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.