Eva Schipper skrifaði:
Mooi in zijn eenvoud; fraaie halslijn
16.12.2011 - 15:22Lori skrifaði:
I LOVE this!!!
16.12.2011 - 02:51Jutta skrifaði:
Beautifully understated without being boring, very capable designer
15.12.2011 - 06:27
Karla Merckx skrifaði:
Mooi, elegant en prachtige kleur, niet te moeilijk om te breien!
14.12.2011 - 10:16Elsa Ruiz skrifaði:
"praderas"
13.12.2011 - 02:56
Joëlle skrifaði:
Très élégant, coupe parfaite
12.12.2011 - 11:27
Helle Knudsen skrifaði:
Den skal jeg strikke.
11.12.2011 - 00:52
Inger Landström skrifaði:
Mycket vacker och stilren.
10.12.2011 - 21:15
Inger Landström skrifaði:
Mycket vacker och stilren.
10.12.2011 - 21:15
Charlotte skrifaði:
Basique, incontournable, élégant en toute circonstance, va avec du sophistiqué comme avec du décontracté, bravo pour ce modéle
10.12.2011 - 11:10
Constanze#constanzecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með berustykki og garðaprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 136-5 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í hverri umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring sokkaprjóna): *1 umf sl, 1 umf br, endurtakið frá *-*. RANDARMYNSTUR 1: 7-7-7-7-7-7 cm garðaprjón, 7-7-7-7-7-7cm slétt, 6-7-7-7-7-7 cm garðaprjón, 6-6-6-6-6-6 cm slétt, 6-6-6-6-6-6 cm garðaprjón, 6-6-6-6-6-6 cm slétt. RANDARMYNSTUR 2: 7-7-7-7-7-7 cm garðaprjón, 6-6-7-7-7-6 cm slétt, 6-7-7-7-7-7 cm garðaprjón, 14-13-9-7-6-6 cm slétt, 6-6-7-7-7-6 cm garðaprjón, 6-6-6-6-6-6 cm slétt. RANDARMYNSTUR 3: 6-6-7-7-7-7 cm garðaprjón, 6-6-7-8-8-8 cm slétt, 6-7-7-8-10-12 cm garðaprjón. HNAPPAGÖT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = Fellið af fjórðu lykkju frá kanti. Í næstu umf er fitjað upp á 1 nýrri l fyrir ofan þá lykkju sem felld var af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 11, 19, 28, 36, 45 og 54 cm STÆRÐ M: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ L: 2, 10, 18, 26, 34, 42, 50 og 58 cm STÆRÐ XL: 2, 10, 18, 27, 35, 43, 51 og 60 cm STÆRÐ XXL: 2, 11, 19, 28, 36, 45, 53 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47, 56 og 64 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 199-219-239-259-289-319 l (meðtaldar eru 6 kantlykkjur að framan hvoru megin að miðju að framan) á hringprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Prjónið RANDARMYNSTUR 1 með 6 kantlykkjum að framan hvoru megin við miðju að framan í garðaprjóni, kantlykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN til loka – sjá útskýringu að ofan. Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan - sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið tvö prjónamerki í stykkið, 53-58-63-68-75-83 l frá hvorri hlið = 93-103-113-123-139-153 l milli prjónamerkja á bakstykki. Þegar stykkið mælist 8-9-9-9-9-9 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki (= 4 l útaukning). Endurtakið útaukningu með 6 cm millibili alls 4 sinnum til viðbótar = 219-239-259-279-309-339 l. Þegar stykkið mælist 38-39-39-39-39-39 cm – eru felldar af 10-10-10-12-12-12 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5-5-5-6-6-6 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 93-103-113-121-137-151 l á bakstykki og 53-58-63-67-74-82 l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-56-58-60-62-64 l á sokkaprjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Setjið prjónamerki í byrjun á umf (= fyrir miðju undir ermi). Prjónið RANDARMYNSTUR 2. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 2 l undir miðri ermi (aukið um 1 l hvoru megin við prjónamerki). Endurtakið útaukningu með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili 9-12-13-15-16-17 sinnum til viðbótar = 76-82-86-92-96-100 l. Þegar stykkið mælist 45-45-43-41-40-38 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af 10-10-10-12-12-12 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s. 5-5-5-6-6-6 l hvoru megin við prjónamerki) = 66-72-76-80-84-88 l. Setjið l á þráð og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 331-363-391-415-453-491 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og fækkið um 5-13-5-3-3-5 l jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 326-350-386-412-450-486 l. Prjónið 1 umf slétt frá réttu og setjið 10-10-10-10-11-11 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið 1 prjónamerki eftir 28-31-31-35-35-38 l, síðan eru sett 9-9-9-9-10-10 prjónamerki með 30-32-36-38-38-41 l millibili, eftir síðasta prjónamerki eru 28-31-31-35-35-38 l. Prjónið RANDARMYNSTUR 3. Fækkið um 1 l hægra megin við hvert prjónamerki með því að prjóna saman 2 l sl frá réttu (= 10-10-10-10-11-11 l færri). Endurtakið úrtöku við hvern cm – til skiptis vinstra- og hægra megin við prjónamerkin, alls 17-18-20-22-23-25 sinnum = 146-160-176-182-186-200 l. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 22-30-36-38-38-46 l jafnt yfir = 124-130-140-144-148-154 l. Prjónið 1 umf slétt. Fellið laust af með sl frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir höndum. Saumið tölur í. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #constanzecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 136-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.