Anikjl skrifaði:
Merci beaucoup pour votre aide!
03.10.2018 - 17:26
Anikjl skrifaði:
Bonjour je suis entrain de faire de marque page mais j’ai un souci avec le DB cela veut dire quoi exactement??double bride ou demi bride???? Petite sujection Il faudrait que vous le mettez sur les astuces !! Merci bcp pour votre aide et tbon mercredi à vous!!😘!!!!
05.09.2018 - 09:13DROPS Design svaraði:
Liebe Anikjl, il s'agit ici d'une double-bride. Bon crochet!
06.09.2018 - 08:38
Easter Chick#easterchickbookmark |
|
![]() |
![]() |
Heklað bókamerki með páskaunga úr DROPS Alpaca. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-624 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR HEKL: Hver umferð byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í loftlykkju í byrjun umferðar. Snúið er við í hverri umferð með 1 loftlykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BÓKAMERKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst er höfuðið heklað og síðan er haldið áfram niður yfir búkinn. Eftir það eru vængirnir heklaðir og fætur. Allt er heklað með einum þræði og heklunál 2,5. HÖFUÐ: Heklið 4 loftlykkjur með litnum hör og tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: 8 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn – lesið LEIÐBEININGAR HEKL! UMFERÐ 2: 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 16 fastalykkjur. UMFERÐ 3: * 1 fastalykkja í fyrstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* = fastalykkjur. UMFERÐ 4: * 1 fastalykkja í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* = 32 fastalykkjur. Síðan eru heklaðar 8 umferðir með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. UMFERÐ 13: * 3 fastalykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 14: * 2 fastalykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* = 16 fastalykkjur. UMFERÐ 15: * 1 fastalykkja, hoppið yfir 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* = 8 fastalykkjur. Setjið smá vatt í höfuðið og heklið síðan opið saman að neðan með því að hekla 4 fastalykkjur í gegnum bæði lögin – ekki klippa þráðinn frá heldur haldið áfram að hekla búkinn. BÚKUR: Haldið áfram með litnum hör og heklið fram og til baka. Heklið fyrst 1 umferð með 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 8 fastalykkjur. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja fastalykkju en í annarri hverri umferð er aukið út um 1 fastalykkju í hvorri hlið með því að hekla 2 fastalykkjur í ystu fastalykkju þar til 18 fastalykkjur eru í umferð. Haldið áfram með 6 umferðir með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Fækkið síðan um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð með því að hoppa yfir næst ystu lykkju þar til 8 lykkjur eru eftir, klippið þráðinn. VÆNGUR: Heklið 1 fastalykkju með litnum hör út frá umferð 2 á vinstri hlið á búk (heklið frá réttu), haldið áfram með 12 lausar loftlykkjur. Snúið, hoppið yfir fyrstu loftlykkju, heklið 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju og síðan 1 fastalykkju í hverja af síðustu 10 loftlykkjum, festið með 1 keðjulykkju í umferð 3 á búk. Snúið með 1 loftlykkju og heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 9 fastalykkjum. Snúið með 1 loftlykkju og heklið til baka þannig (1 lykkja í hverja lykkju): Hoppið yfir fyrstu lykkju, 1 keðjulykkja, 1 fastalykkja, 1 hálfur stuðull, 1 stuðull í hvora af næstu 2 fastalykkju, 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja af síðustu 3 fastalykkju, festið með 1 keðjulykkju í umferð 6 á búk, klippið þráðinn. Heklið alveg eins væng í hina hliðina á búknum. ATH! Byrjið á að hekla frá röngu til að vængurinn snúi í rétta átt. LEGGUR: Heklið 1 fastalykkju með litnum rykug appelsína í 2. fastalykkjur í neðstu umferð á búknum. Haldið áfram að hekla 35 LAUSAR loftlykkjur. Snúið, hoppið yfir fyrstu loftlykkju og heklið 1 fastalykkju í hverja af þeim loftlykkjum sem eftir eru, festið með 1 keðjulykkju í búkinn. Snúið með 1 loftlykkju og heklið 1 fastalykkju til baka í hverja fastalykkju. Ekki klippa þráðinn heldur haldið áfram að hekla fótinn. FÓTUR: Haldið áfram með litnum rykug appelsína, heklið fyrst 3 loftlykkjur, síðan 3 stuðla í lokin á fæti. Snúið, heklið 3 loftlykkjur og síðan 2 stuðla í hvern stuðul og 2 stuðla í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. Snúið og heklið þannig: 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í fyrsta stuðul, 1 loftlykkja, * í næsta stuðul er heklað þannig: (1 stuðull, 1 loftlykkja, 1 tvíbrugðinn stuðull, 1 loftlykkja og 1 stuðull), 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í hvorn af næstu 2 stuðlum *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum en í síðasta skipti sem er heklað er einungis hekluð 1 fastalykkja í síðasta stuðul. Klippið og festið þráðinn. Heklið annan legg og fót á sama hátt neðst í hina hliðina á búknum. KAMBUR: Heklið 7 fastalykkjur með litnum rykug appelsína efst á höfði. Snúið með 1 loftlykkju og heklið síðan til baka þannig: 1 fastalykkja í fyrstu fastalykkju, * 1 loftlykkja, í næstu fastalykkju er heklað (1 stuðull, 1 loftlykkja, 1 tvíbrugðinn stuðull, 1 loftlykkja, 1 stuðull), 1 loftlykkja, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum. Klippið og festið þráðinn. GOGGUR: Heklið 6 loftlykkjur með litnum rykug appelsína, heklið síðan 1 tvíbrugðinn stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu loftlykkju en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í síðustu loftlykkju en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 4 loftlykkjur og festið með 1 keðjulykkju neðst í loftlykkjubandið. Heklið síðan á sama hátt í hinni hliðinni á loftlykkjubandinu, þ.e.a.s. heklið þannig: 3 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja af 3 loftlykkjum (sem voru heklaðar alveg í byrjun), en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin á hverri af þeim, heklið síðan 4 loftlykkjur, festið með 1 keðjulykkju í sömu loftlykkju og þegar síðasti tvíbrugðni stuðullinn var heklaður. Klippið þráðinn. ANDLIT: Saumið gogginn fyrir miðju á höfuðið í loftlykkjubandið þannig að goggurinn standi út og sé opinn. Saumið augu með litnum svartur. Pressið stykkið létt þannig að fætur og vængir rúllist ekki upp. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #easterchickbookmark eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-624
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.