Waerts J skrifaði:
La veste est tre belle je voudrais une comme cela en caute englaise merci
04.09.2009 - 22:25
Elisabeth skrifaði:
Lækker model
16.07.2009 - 23:21
Angie Sanyal skrifaði:
Thanks for this - I have been looking for a design like this. I will definitely make this one.
03.07.2009 - 08:38Alice skrifaði:
Muito bonito! Gostaria que a receita fosse publicada também em portugues.
26.06.2009 - 03:52
Dodo skrifaði:
Bei diesem Model freut man sich ja richtig auf die kalte Jahreszeit. Diese Jacke kommt auf jeden Fall in die engere Wahl meiner Liste.
09.06.2009 - 07:58
Este skrifaði:
Would be a very verstal sweather coat and appears to be a rather easy pattern. I like it and would knit this one.
07.06.2009 - 07:16Kelly Oliveira skrifaði:
Prático, lindo e sempre na moda.
05.06.2009 - 16:46
Christine skrifaði:
Une trés belle veste pour se promener dans les bois
05.06.2009 - 16:28
Doreen#doreencardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow með köðlum og garðaprjóni. Stærð S-XXXL.
DROPS 117-51 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): * 1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikningin sýnir mynstur séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan með því að prjóna saman 4. og 5. l frá miðju að framan, sláið 1 sinni uppá prjóninn. ÚTAUKNING (kragi): Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við síðustu l við miðju að framan í hvorri hlið. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann), svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar áfram í garðaprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. PEYSA: Fitjið upp 118-126-138-146-158-174 l á hringprjóna nr 8. Prjónið 5 umf garðaprjón. Aukið út frá röngu í næstu umf þannig: Prjónið 15-15-16-16-17-17 l slétt, aukið út um 4 l á næstu 8 lykkjum, prjónið slétt þar til 23-23-24-24-25-25 l eru eftir, aukið út um 4 l á næstu 8 l, prjónið slétt. Þær lykkjur sem eftir eru = 126-134-146-154-166-182 l. Setjið 2 prjónamerki, 38-40-43-45-48-52 l inn frá hvorri hlið (bakstykki = 50-54-60-64-70-78 l). Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 15-15-16-16-17-17 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, mynstur M.1 (= 12 l) – sjá útskýringu að ofan, sléttprjón næstu 72-80-90-98-108-124 l, mynstur M.2 (= 12 l), endið á 15-15-16-16-17-17 L garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur í lengdina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram! Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerki(við bakst) þegar stykkið mælist 10-10-10-12-12-12 cm. Endurtakið úrtöku á víxl á móts við fram- og bakstykki í 9.-10.-10.-10.-10.-11. cm hverri umf samtals 6 sinnum (fækkið um 2 l í hverri umf). Aukið út 1 l fyrir kraga fyrir innan 1 l slétt í kanti þegar stykkið mælist 39-40-41-42-42-43 cm – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu á 3 cm millibili alls 8-8-9-9-10-10 sinnum. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-51 sm – sjá útskýringu að ofan! Fellið af 4-6-6-6-6-6 l fyrir handveg í hvorri hlið þegar stykkið mælist 61-63-65-67-69-70 cm (fellið af 2-3-3-3-3-3 l hvoru megin við prjónamerki). Héðan er nú stykkið prjónað til loka hvert fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI = 41-42-46-48-52-56 l. Haldið áfram með mynstur, jafnframt er fellt af fyrir handveg í byrjun umf þannig: Fellið af 2 l 0-0-1-1-2-3 sinnum og 1 l 0-0-1-2-3-4 sinnum = 41-42-43-44-45-46 l. Prjónið mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 76-79-82-85-88-90 cm prjónið styttri umf yfir kragann frá röngu þannig: * Prjónið 2 umf, prjónið 2 umf yfir síðustu 12-12-13-13-14-14 l garðaprjón til móts við miðju að framan*, endurtakið frá *-*. Þegar stykkið mælist 80-83-86-89-92-94 cm (mælt langs meðfram kaðli – endið eftir endurtekningu í mynsturteikningu) er fellt af 4 l jafnt yfir kaðal = 37-38-39-40-41-42 l. Í næstu umf eru felldar af síðustu 13-14-13-14-13-14 l fyrir öxl = 24-24-26-26-28-28 l eftir fyrir kraga. Haldið áfram með stuttar umferðir þar til kraginn mælist 8-8½-9-9½-10-10½ cm (mælt í styttri hlið) frá því fellt var af fyrir öxl. Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI Prjónað á sama hátt og vinstra framstykki, nema gagnstætt. BAKSTYKKI = 40-42-48-52-58-66 l. Fellið af fyrir handvegi í hvorri hlið á sama hátt og á framstykki = 40-42-42-44-44-46 l. Þegar stykkið mælist 79-82-85-88-91-93 cm eru felldar af miðju 12-12-14-14-16-16 l fyrir hálsmáli. Hér eftir er hvor öxl prjónuð fyrir sig. Fellið af 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 13-14-13-14-13-14 l eru eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 81-84-87-90-93-95 cm – stillið af eftir axlarmáli framstykki. ERMI Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 26-28-30-30-32-32 l á sokkaprjóna nr 8 með Snow. Prjónið GARÐAPRJÓN – (1 umf slétt og 1 umf brugðið) – sjá útsk að ofan. Þegar stykkið mælist 5 cm er haldið áfram í sléttprjóni. Setjið prjónamerki í byrjun umf. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki á 7.-6.-6.-5.-4.-3½. cm fresti alls 6-7-7-8-9-10 sinnum = 38-42-44-46-50-52 l. Þegar stykkið mælist 49-50-48-48-46-45 cm - ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla – er fellt af 6 l við handveg (fellið af 3 l sitt hvoru megin við prjónamerki). Nú er stykkið prjónað fram og til baka. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l 1 sinni, 1 l 0-0-2-2-4-5 sinnum. Fellið af 2 l sitt hvoru megin þar til stykkið mælist 55-56-56-57-57-58 cm. Fellið af 3 l 1 sinni í hvorri hlið, fellið nú af þær l sem eftir eru. Stykkið mælist nú ca 56-57-57-58-58-59 cm. FRÁGANGUR Saumið ermar í. Saumið kragann saman fyrir miðju að aftan. Saumið stóra tölu á vinstra framstykki. Saumið lítla tölu innst á bakhlið í hægri kanti, á sama stað og sú stóra á vinstra stykki (þetta er gert til að kanturinn haldist á sínum stað). |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #doreencardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 117-51
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.