Winter Woodland#dropswinterwoodland |
|
![]() |
![]() |
Prjónað akarn og eikarblað / jólaskraut úr DROPS Daisy. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1681 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITIR: Akarnið er prjónað í eftirfarandi litum: AKARN-1: Botn: Litur Ljós Nougat, Toppur: Litur Mandla. AKARN-2: Botn: Litur Mandla, Toppur: Litur Ljós Nougat. AKARN-3: Botn: Litur Karamella, Toppur: Litur Brúnn. AKARN-4: Botn: Litur Brúnn, Toppur: Litur Mandla. Eikarblöðin eru prjónuð í eftirfarandi litum: BLAÐ-1: Litur Mosagrænn BLAÐ-2: Litur Salvíugrænn LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um eikarblað): Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð frá röngu er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN MIÐJULYKKJU / KANTLYKKJU (= uppslátturinn snýr til vinstri): Prjónið uppsláttinn slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur slétt frá réttu / slétt frá röngu. Á EFTIR MIÐJULYKKJU / KANTLYKKJU (= uppslátturinn snýr til hægri): Færið uppsláttinn frá vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjónað eigi brugðið, setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón með því að stinga inn vinstri prjóni aftan frá í uppsláttinn (snúið hefur verið uppá uppsláttinn). Prjónið uppsláttinn slétt í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur slétt frá réttu / slétt frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- AKARN - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. BOTN: Fitjið upp 4 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með grunnlit í DROPS Daisy – lesið LITIR í útskýringu að ofan. Skiptið lykkjunum yfir á 4 sokkaprjóna og prjónið hringinn með 5. sokkaprjóni þannig: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 8 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. UMFERÐ 3: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 12 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). UMFERÐ 5: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 16 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). UMFERÐ 7: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 20 lykkjur. UMFERÐ 8-10: Prjónið slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Munið að fylgja prjónfestunni. Skiptið yfir í lit á toppi – lesið LITIR í útskýringu að ofan og prjónið toppinn á akarninu eins og útskýrt er að neðan. TOPPUR: UMFERÐ 11: Prjónið slétt. UMFERÐ 12: Prjónið brugðið. UMFERÐ 13: Prjónið slétt. UMFERÐ 14: Prjónið brugðið. UMFERÐ 15: Prjónið slétt. UMFERÐ 16: Prjónið brugðið. Fyllið akarnið með smá vatti. UMFERÐ 17: Prjónið * 2 lykkjur snúnar slétt saman, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 16 lykkjur. UMFERÐ 18: Prjónið * 2 lykkjur snúnar slétt saman, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 12 lykkjur. UMFERÐ 19: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 4 sinnum = 8 lykkjur. UMFERÐ 20: Prjónið allar lykkjur snúnar slétt saman 2 og 1 umferðina hringinn = 4 lykkjur. Fyllið með aðeins meira vatti er þörf er á. UMFERÐ 21: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman = 3 lykkjur, ekki klippa þráðinn. Nú er prjónað snúruprjón fyrir stilk þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til stilkurinn mælist ca 1½-2 cm. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. LYKKJA: Klippið 1 þráð í DROPS Glitter ca 15 cm, þræðið þráðinn í gegnum stilkinn efst á akarninu og hnýtið hnút í endann. ------------------------------------------------------- EIKARBLAÐ - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á stilknum, frá toppi á blaði að efst á stilk. EIKARBLAÐ: Fitjið upp 3 lykkjur á 1 stykki sokkaprjón 3,5 með DROPS Daisy – lesið LITIR í útskýringu að ofan. Prjónið snúruprjón í toppi á blaði þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til stykkið mælist ca 1½ cm. Prjónið síðan blaðið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt, en miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina eins og útskýrt er í LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. UMFERÐ 3 (= rétta): 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt = 7 lykkjur. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 5 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 11 lykkjur. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 7 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 15 lykkjur. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið slétta lykkju, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 9 (= rétta): Fellið af 4 lykkjur, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina = 13 lykkjur. UMFERÐ 10 (= ranga): Fellið af 4 lykkjur, prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina = 9 lykkjur. UMFERÐ 11 (= rétta): 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt = 11 lykkjur. UMFERÐ 12 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 13 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 15 lykkjur. UMFERÐ 14 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 15 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 19 lykkjur. UMFERÐ 16 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 17 (= rétta): Fellið af 4 lykkjur, prjónið slétt fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina = 17 lykkjur. UMFERÐ 18 (= ranga): Fellið af 4 lykkjur, prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina = 13 lykkjur. UMFERÐ 19 (= rétta): 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt = 17 lykkjur. UMFERÐ 20 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 21 (= rétta): 7 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 7 lykkjur slétt = 19 lykkjur. UMFERÐ 22 (= ranga): Prjónið slétt, miðjulykkjan er prjónuð brugðið og uppslættinum er snúið í sitt hvora áttina. UMFERÐ 23 (= rétta): Fellið af 8 lykkjur, prjónið slétt út umferðina = 11 lykkjur. UMFERÐ 24 (= ranga): Fellið af 8 lykkjur = 3 lykkjur. UMFERÐ 25 (= rétta): Prjónið slétt. Nú er prjónað snúruprjón fyrir stilk þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til stilkurinn mælist ca 2-2½ cm. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum allar lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. LYKKJA: Klippið 1 þráð í DROPS Glitter ca 15 cm, þræðið þráðinn í gegnum stilkinn efst á eikarblaðinu og hnýtið hnút í endann. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropswinterwoodland eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1681
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.