Cindy skrifaði:
Thank you for getting back to me so quickly! So do you crochet along the whole square here? Or just along the top of the square?
07.10.2024 - 17:55DROPS Design svaraði:
Dear Cindy, shoulders and -neck are worked only along one side of square - see chart below, this is the part measuring 9-9-10-10-11-11 cm on top of square. Happy crocheting!
08.10.2024 - 07:24
Cindy skrifaði:
I'm working on your beautiful pattern, so nice! I'm on the Shoulders And Neck – All Sizes. On this row, "continue A.2b to the other side of the square and work 0-1-1-2-3-4 repeats of A.2b around the 0-2-2-4-6-8 rows, finish with A.2d in the corner. Work back from the wrong side." What do you mean by, "work 0-1-1-2-3-4 repeats of A.2b around the 0-2-2-4-6-8 rows"? Does this mean 3dc, ch3, 3dc in the corners? It's just confusing to me, "around the 4 rows" ... thank you!
07.10.2024 - 14:35DROPS Design svaraði:
Dear Cindy, when you work the shoulders and neck, you might have (depending on the size) worked some rows on each side of the main square (in size M, L, XL, XXL and XXXL), if you worked size S, you haven't worked these rows, but in the other size you start the first row on shoulders working over these rows, then along the side of square and finish row along these rows. Happy crocheting!
07.10.2024 - 16:07
Fernanda Martins skrifaði:
Ola bom dia. Nao consigo perceber a parte do decote e ombros, onde diz: crochetar a2b a volta de 2 carreiras do lado do quadrado. Qual lado? Se o quadrado tem 4? Nao consigo perceber esta parte . Depois de aumentar 2 carreiras de cada lado o que fazer a seguir. Podem por video? Onde esta o diagrama a2. Obrigada
09.03.2024 - 15:34DROPS Design svaraði:
Boa tarde, O ombros crochetam-se no rebordo superior do quadrado e desce-se para um lado, depois, volta-se para o outro lado, "Começando pelo direito, crochetar 2 carreiras ao longo da parte de cima do quadrado da seguinte maneira: Crochetar 1 ponto baixíssimo no canto, A.2a..." Bons crochés!
11.03.2024 - 15:09
Joanne skrifaði:
I am reading through the pattern before beginning, and the body shaping (for sizes above S) calls for following diagrams A.2, A.2b, and so on. But I can't see any A.2's on the diagram- am I not seeing them, or are they on another page? I looked at the Norwegian page, but it is the same. Thanks very much!
20.09.2023 - 19:47DROPS Design svaraði:
Dear Joanne, thanks for noticing, diagrams have been now upload again - please refresh the page to be able to see them. Happy crocheting!
21.09.2023 - 11:09
Suzy58 skrifaði:
Honeycomb
07.08.2023 - 12:03
María Jesús Ojeda Ruiz skrifaði:
Chocolate
06.08.2023 - 21:25
NWhilton skrifaði:
Mantle
05.08.2023 - 13:02
Jocelyne Tautil skrifaði:
Détente
04.08.2023 - 14:28
Jeannine skrifaði:
Sweater weather
04.08.2023 - 09:00
Hannele Gabrielsson skrifaði:
Ilahduttavan persoonallinen eli yksilöllisempi neule😍
03.08.2023 - 19:45
Chestnut Bay#chestnutbaysweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með klauf í hliðum úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Flora. Stykkið er heklað frá miðju og út í ferning. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-14 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. A.4 og A.5 sýnir úrtöku undir ermum. HEKLLEIÐBEININGAR: Hver umferð með stuðlum byrjar með 3 loftlykkjum. Þessar 3 loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðul í umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð þegar heklað er í hring. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð þegar heklað er fram og til baka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er heklað hvort fyrir sig, í hring frá miðju og út í ferning. Síðan er heklað fram og til baka hvoru megin við ferningana til að ná réttri vídd yfir fram- og bakstykki. Axlir eru heklaðar fram og til baka. Axlasaumar og hliðarsaumar eru saumaðir. Ermar eru heklaðar í hring ofan frá og niður. Í lokin er heklaður kantur í hálsmáli. FRAMSTYKKI: Heklaður ferningur: Notið heklunál 4,5 og 1 þráð DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þráð DROPS Flora (2 þræðir). Heklið mynsturteikningu A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið heklað til loka, heklið áfram með útaukningu á sama hátt og útskýrt er í A.1 þar til ferningurinn mælist ca 53-55-56-58-59-61 cm x 53-55-56-58-59-61 cm (í hverri umferð sem er hekluð, er pláss fyrir 1 stuðlahóp fleiri á milli horna). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Ferningur í stærð S hefur nú verið heklaður til loka. Heklið hliðarstykkin í hinum stærðunum eins og útskýrt er að neðan. HLIÐARSTYKKI – STÆRÐ M - L - XL - XXL - XXXL: Heklið út á við í hvorri hlið þannig: Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í einu horni á ferningi og heklið áfram þannig. Heklið A.2a, heklið A.2b fram að næsta horni, A.2d um loftlykkjubogann í horni. Snúið og haldið áfram svona fram og til baka þar til heklaðar hafa verið 2-2-4-6-8 umferðir út frá ferningi. Klippið þráðinn og festið og heklið á sama hátt í gagnstæða hlið á ferningi. ÖXL OG HÁLSMÁL – ALLAR STÆRÐIR: Byrjið frá réttu með því að hekla 2 umferðir meðfram kanti efst á ferningi þannig: 1 keðjulykkja í horni, A.2a (ATH: Í stærð M, L, XL, XXL og XXXL er heklað um síðustu umferð í horni), heklið 0-1-1-2-3-4 mynstureiningar A.2b um 0-2-2-4-6-8 umferðir sem heklaðar voru út á við í hlið, haldið áfram með A.2b fram að umferð sem var hekluð út á við í hlið, heklið 0-1-1-2-3-4 mynstureiningar A.2b um 0-2-2-4-6-8 umferðir sem heklaðar voru út á við í hlið, endið með A.2d í horni. Heklið 1 umferð með A.2 til baka frá röngu. Setjið 1 merkiþráð hvoru megin við miðju 7 eða 8 stuðlahópana í umferð (hálsmál). Ef það er slétt tala með fjölda stuðlahópa í umferð, setjið merkiþræðina um loftlykkjur hvoru megin við miðju 8 stuðlahópana, ef það er oddatala í fjölda stuðlahópa í umferð, setjið merkiþræðina um loftlykkjur hvoru megin við miðju 7 stuðlahópana. Byrjið frá réttu og heklið hægri öxl þannig: Heklið 1 fastalykkju í hornið, A.2e, haldið áfram með A.2b fram að loftlykkju með fyrri merkiþræði, heklið A.2c um loftlykkju. Snúið og heklið næstu umferð til baka frá röngu. Haldið svona áfram fram og til baka þar til heklaðar hafa verið 5-5-6-6-7-7 umferðir (stykkið mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm frá heklaða ferningnum). Klippið þráðinn og festið. Hoppið yfir 7 eða 8 stuðlahópa fyrir hálsmál og heklið vinstri öxl frá réttu þannig: Heklið 1 fastalykkju um loftlykkju með merkiþræði í, A.2e, heklið A.2b fram að horni á ferningi, endið með A.2c í horni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til heklaðar hafa verið 5-5-6-6-7-7 umferðir (stykkið mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm frá ferningi) – stillið af eftir hægri öxl. Framstykkið hefur núna verið heklað til loka. BAKSTYKKI. Heklið ferning og hliðarstykkin á sama hátt og á framstykki. Síðan er öxl hekluð og hálsmál á sama hátt og á framstykki, en fyrst eru heklaðar 4-4-4-4-6-6 umferðir fram og til baka yfir allar lykkjur (í stað 2 umferðir – fyrsta umferð er hekluð frá réttu). Setjið 1 merkiþráð hvoru megin við miðju 7 eða 8 stuðlahópana á sama hátt og á framstykki. Heklið öxl á sama hátt og framstykki, en endið þegar heklaðar hafa verið 3-3-4-4-3-3 umferðir fyrir öxl (= alls 7-7-8-8-9-9 umferðir á eftir ferningi). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant. Setjið einn merkiþráð bæði á framstykki og bakstykki um loftlykkju 8-8-9-9-10-10 umferðir / stuðlahópar niður frá axlasaumi = ca 20-20-23-23-25-25 cm frá axlasaumi og niður að merkiþræði (handveg). Heklið hliðarsauminn saman í gegnum bæði lögin og heklið frá röngu þannig: Byrjið við merkiþráð sem merkir handveg og heklið 1 fastalykkju um loftlykkju, * 4 loftlykkjur, hoppið yfir 3 stuðla, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* þar til eftir eru ca 15 cm = klauf. Endurtakið í hinni hliðinni. ERMI: Ermin er hekluð í hring frá handvegi og niður. Byrjið neðst í handvegi við merkiþráð og heklið í hring frá umferð með ör þannig: Heklið A.4, heklið 6-6-7-7-8-8 mynstureiningar A.3b upp að axlasaumi, heklið fyrsta stuðul í A.3b mitt í axlasaumi og haldið áfram þar til heklaðar hafa verið 6-6-7-7-8-8 mynstureiningar A.3b frá axlasaumi, endið með A.5. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.4 og A.5 hefur verið heklað til loka, hefur fækkað um 2 stuðlahópa mitt undir ermi = 14-14-16-16-18-18 stuðlahópar. Endurtakið úrtöku 1 sinni til viðbótar = 12-12-14-14-16-16 stuðlahópar. Heklið síðan þannig: Heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar), heklið A.3b fram að síðustu loftlykkju í umferð, endið með A.3c. Haldið svona áfram með mynstur þar til ermin mælist 46-45-44-42-40-38 cm, klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermin á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið heklunál 4,5 og 1 þráð í hvorri tegund (2 þræðir). Festið þræðina með 1 keðjulykkju í axlasauminn, heklið 1 loftlykkju, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðlahóp, 1 fastalykkja um næsta stuðul / loftlykkju *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð í umferð = ca 30 til 36 loftlykkjubogar. Heklið síðan eins og útskýrt er að neðan. UMFERÐ 1: Heklið 3 stuðla um hvern loftlykkjuboga = ca 90 til 108 stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul, en fækkið lykkjum jafnt yfir með því að hekla 8. og 9. hvern stuðul saman (heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn, heklið 1 stuðul til viðbótar, dragið síðan síðasta uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni) = ca 80-96 stuðlar. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul, en fækkið lykkjum jafnt yfir með því að hekla 7. og 8. hvern stuðul saman = 70-84 stuðlar. UMFERÐ 4. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Klippið þráðinn og festið. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chestnutbaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.