Ines skrifaði:
Hallo, wie würde das Tuch wohl werden, wenn ich es mit einer 6er Nadel und einem anderen Wollgarn häkeln würde? Ich hätte es lieber etwas luftiger und zarter..
21.01.2025 - 11:35DROPS Design svaraði:
Liebe Ines, so sollen Sie Ihre Maschenprobe häkeln und damit die neuen Maßen umrechnen/anpassen. Viel Spaß beim Häkeln!
21.01.2025 - 16:45
Ginette Savaria skrifaði:
L’ouvrage 242-34, avez vous un vidéo pour crocheter 2 brides autour des 3 mailles en l’air? Je ne comprends pas la façon. Merci,
12.03.2024 - 16:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Savaria, pour crocheter autour des mailles en l'air, insérer le crochet dans l'arceau formé par ces 3 mailles en l'air, autrement dit, ne crochetez pas dans la 3ème des mailles en l'air du début du tour précédent. Bon crochet!
13.03.2024 - 07:41
Jasmin skrifaði:
Hello! To answer Yiqi Huang's question, I only needed about 30 g drops air yarn :)
11.02.2024 - 08:57
Billie skrifaði:
Terms I do not understand, double crochets around the chain stitches, explain please. pattern is worked sideways? Thanks, love to crochet several crochet patterns
31.01.2024 - 23:14DROPS Design svaraði:
Dear Billie, this means you will insert the crochet hook in the 3-chain-space from previous row instead of in the chains themselves. Correct, shawl is worked sideways. Happy crocheting!
01.02.2024 - 08:42
Pernilla skrifaði:
Vad menar ni med denna mening? "virka 2 stolpar om de 3 luftmaskorna från föregående varv." Vad syftar "virka om" på? Kan inte hitta något i era filmer som klargör detta ej heller på nätet. Den enda film som kan förklara något är "Hur man får raka virkade kanter" Men i den filmer virkar man inte "om" något. I den filmen gör man något helt annat än att virka 3 luftmaskor.
31.01.2024 - 17:47DROPS Design svaraði:
Hei Pernilla. Når det står at du skal hekle om de 3 luftmaskene, skal du hekle i "hullet " under disse 3 luftmaskene (det skal ikke hekles i selve 1 av de 3 luftmaskene). Ta en titt på videoen "Hur man virkar I och OM en maska" og tidspunkt 00:39-00:55, så ser du hvordan det hekles om en maske. mvh DROPS Design
09.02.2024 - 11:10
Yiqi Huang skrifaði:
Hi team! Could you tell me exactly how much yarn is needed? I have about 40g drops air from a previous project, not sure if it’s sufficient for this one. Thanks!
23.10.2023 - 11:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Huang, it's a bit tricky here, you might need a whole ball Air, ie the whole 50 g. Happy crocheting!
24.10.2023 - 08:41
Happy Laurel Shawl#happylaurelshawl |
|
![]() |
![]() |
Heklað sjal úr DROPS Air. Stykkið er heklað frá hlið með stuðlum.
DROPS 242-34 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum sem koma í stað fyrsta stuðuls í hverri umferð. Í lok næstu umferðar er heklað um þessar 3 loftlykkjur. ÚRTAKA: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 1 lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað frá hlið. SJAL: Notið heklunál 5 og DROPS Air. UMFERÐ 1 (ranga): Heklið 4 LOFTLYKKJA – sjá útskýringu að ofan, heklið 2 stuðla í fyrstu loftlykkju. Snúið stykkinu. Það eru 3 stuðlar í umferð. UMFERÐ 2 (rétta): Heklið 3 loftlykkjur – lesið HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í næsta stuðul og heklið 2 stuðla um 3 loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 4 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 2 stuðla um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 5 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. UMFERÐ 6 (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 2 stuðla um loftlykkjur. Það hefur aukist um 1 stuðul. Snúið stykkinu. UMFERÐ 7 (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð og heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram að hekla eins og í 6. og 7. umferð þar til 19 stuðlar eru í umferð og síðasta umferð er hekluð frá röngu, stykkið mælist ca 13-14 cm mælt á breiddina og ca 38 cm á lengdina. Nú er heklað fram og til baka án þess að auka út þannig: UMFERÐ 8 (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 8 frá réttu og frá röngu alls 4 sinnum (ca 3½ cm án útaukninga), næsta umferð er frá réttu. Nú er heklað og lykkjum fækkað þannig: UMFERÐ 9 (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir og 3 loftlykkjur frá fyrri umferð – lesið ÚRTAKA og fækkið um 1 lykkju. Snúið stykkinu. UMFERÐ 10 (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 9. og 10. umferð þar til 3 stuðlar eru í umferð. Stykkið mælist ca 80 cm. Klippið þráðinn frá og festið. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happylaurelshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 242-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.