DANIELA skrifaði:
Sto lavorando con la taglia 38
19.04.2023 - 09:14DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, quindi partirà a lavorare su 30 maglie alte per il tallone. Buon lavoro!
20.04.2023 - 21:16
DANIELA skrifaði:
Salve io ho fatto 80 cat e poi ho fatto 32 gruppi di maglie alte ora sto facendo il tallone però ho fatto 15mb da un lato e 15mb da quel altro lato ho fatto bene oppure ho sbagliato?
15.04.2023 - 13:42DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, che taglia sta lavorando? Ad esempio il tallone per la taglia intermedia parte da 30 maglie. Buon lavoro!
18.04.2023 - 22:30
Seafarer Socks#seafarersocks |
|
![]() |
![]() |
Heklaðir sokkar / ökklasokkar úr DROPS Nord. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Stærð 35 - 43.
DROPS 238-36 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli/fastalykkju HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja. Þessi loftlykkja kemur í stað fyrstu fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðul. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Í hælnum er snúið við í hverri umferð með 1 loftlykkju (þessi loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót). ÚRTAKA: Fækkað er um 1 stuðul/fastalykkju þannig: Heklið 1 stuðul/fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næsta stuðul/fastalykkju, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 stuðul/fastalykkju. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 21-22-24 fastalykkjur, það eru eftir 7-8-8 fastalykkjur í umferð, fækkið um 1 fastalykkju – sjá ÚRTAKA = 22-23-25 fastalykkjur. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 15-15-17 fastalykkjur, nú eru eftir 7-8-8 fastalykkjur í umferð, fækkið um 1 fastalykkju = 16-16-18 fastalykkjur. Snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (rétta): Heklið 15-15-17 fastalykkjur. Fækkið um 1 fastalykkju, þ.e.a.s. heklið síðustu fastalykkju í umferð saman með fyrstu fastalykkju frá fyrri umferð (umferð með 28-30-32 fastalykkjum) = 16-16-18 fastalykkjur. Snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Heklið 15-15-17 fastalykkjur. Fækkið um 1 fastalykkju, þ.e.a.s. heklið síðustu fastalykkju í umferð saman með fyrstu fastalykkju frá síðustu umferð (umferð með 21-22-24 fastalykkjur) = 16-16-18 fastalykkjur. Snúið stykkinu. UMFERÐ 5 (rétta): Heklið 15-15-17 fastalykkjur. Fækkið um 1 fastalykkju, þ.e.a.s. heklið síðustu fastalykkju í umferð saman með fyrstu fastalykkju frá fyrstu umferð = 16-16-18 fastalykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið til skiptis 4. og 5. umferð 4 sinnum til viðbótar og síðan 4. umferð 1 sinni til viðbótar, þ.e.a.s. þar til allar 7-8-8 fastalykkjur hvoru megin við 16-16-18 miðju fastalykkjur á hæl hafa verið heklaðar saman = 16-16-18 fastalykkjur alls í umferð. Klippið þráðinn og dragið í gegnum síðustu lykkjuna á heklunálinni. FRÁGANGUR: Notið þunnan teygjanlegan þráð sem hægt er að sauma hringinn um fyrstu umferð á legg. Þannig helst formið betur á sokknum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður að tá. SOKKAR: Heklið 75-80-85 LOFTLYKKJA – sjá útskýringu að ofan, með heklunál 2,5 með DROPS Nord í litnum þoka. Tengið loftlykkjurnar saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 1: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR. Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju, * 1 stuðull í hverja af næstu 4 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 60-64-68 stuðlar. Skiptið yfir í litinn perlugrár og haldið áfram þannig: UMFERÐ 1: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) + 1 stuðull í fyrsta stuðul, hoppið yfir 1 stuðul, * 2 stuðlar í næsta stuðul, hoppið yfir 1 stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð = 30-32-34 stuðlahópar. UMFERÐ 2: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 2 stuðlar á milli 2 fyrstu stuðlahópa, * 2 stuðlar á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 stuðul um 3 loftlykkjur að neðan frá 1. umferð og 1 keðjulykkja í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 3: 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), 1 stuðull á milli 2 fyrstu stuðlahópa, * 2 stuðlar á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Endurtakið umferð 2 og 3 í annað hvert skipti (þetta er gert til að umferðin komi ekki til með að snúa uppá sig), þar til stykkið mælist ca 4 cm. Heklið síðan hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Heklið 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 28-30-32 stuðlum í umferð = 28-30-32 hællykkjur. Nú eru fastalykkjur heklaðar fram og til baka yfir hællykkjurnar þar til hællinn mælist ca 6-6-6½ cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið – stykkið er síðar mælt frá þessu prjónamerki. Fækkið nú lykkjum fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA. Eftir hælúrtöku er heklað þannig: Byrjið mitt undir fæti og festið þráðinn með 1 keðjulykkju mitt í 16-16-18 fastalykkjur frá hæl. Heklið 1 stuðul í hverja af 8-8-9 fastalykkjum á hæl, heklið 16-16-17 stuðla meðfram hlið á hæl, 1 stuðull í hvern af 32-34-36 stuðlum á fæti, 16-16-17 stuðlar meðfram hinni hlið á hæl og 1 stuðul í hverja af síðustu 8-8-9 fastalykkjum á hæl = 80-82-88 stuðlar í umferð. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 32-34-36 stuðla á fæti. Heklið síðan hringinn með stuðlum – JAFNFRAMT er fækkað um 1 stuðul hvoru megin við 32-34-36 stuðla á fæti – sjá ÚRTAKA, þ.e.a.s. heklið 2 síðustu stuðlana á undan fyrra prjónamerki á fæti saman og heklið 2 fyrstu stuðlana á eftir seinna prjónamerki á fæti saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 12-11-12 sinnum = 56-60-64 stuðlar. Heklið áfram þar til stykkið mælist 18-19-20 cm frá prjónamerki á hæl – mælt undir fæti. Nú eru eftir 4-5-6 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og heklið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. TÁ: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern stuðul umferðina hringinn = 56-60-64 fastalykkjur. Setjið 1 prjónamerki í fastalykkju í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 27-29-31 fastalykkjur á milli lykkja með prjónamerki bæði ofan á og undir fæti. Síðan er heklað í hring með fastalykkjum – JAFNFRAMT er fækkað um 2 fastalykkjur í hvorri hlið þannig: Heklið þar til 1 fastalykkja er eftir á undan fastalykkju með prjónamerki, heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan fastalykkjur með prjónamerki, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 3 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 fastalykkju í næstu fastalykkju og dragið síðasta uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni. Nú hefur fækkað um 2 fastalykkjur – endurtakið við næsta prjónamerki. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2-5-7 sinnum í hvorri hlið og síðan í hverri umferð alls 8-6-5 sinnum í hvorri hlið = 16 fastalykkjur. Leggið stykkið saman tvöfalt fyrir tá og saumið saman opið mitt að framan. Klippið þráðinn og festið. Sokkurinn mælist ca 22-24-26 cm frá prjónamerki á hæl, mælt undir fæti. Heklið annan sokk á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið inn eða þræðið teygjanlegan þráð í gegnum lykkjur í kringum stykki á legg, í fyrstu umferð frá byrjun á leggnum. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seafarersocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 238-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.