Agneta skrifaði:
Hej, Jag undrar om instruktionsfilmen för mormorsrutor går att använda till detta mönster, DROPS 238-4 DROPS Design: Modell e-353 Efter filmen står vilka mönster filmen gäller, men detta finns inte med. Hälsningar, Agneta
05.07.2023 - 16:08DROPS Design svaraði:
Hej Agneta, ja det är samma diagram :)
07.07.2023 - 10:16
Eline skrifaði:
In dit telpatroon lijkt het alsof de stokjes vanaf toer 4 in de randen nergens in vastgehaakt worden. Moet ik in toer 3 ook 3 lossen tussen de stokjes doen in de randen zodat de stokjes van toer 4 hierin gehaakt kunnen worden? Net zoals in de hoeken wel staat aangegeven.
19.06.2023 - 15:15DROPS Design svaraði:
Dag Eline,
In toer 3 worden de stokjes, net als op de andere toeren, om de lossenlussen gehaakt in de hoeken. Op de rechte stukken worden ze tussen de stokjesgroepen van de vorige toer gehaakt.
29.06.2023 - 07:00
Teresa Curtis skrifaði:
My name suggestion for this pattern: Field of Flowers Wildflowers
17.01.2023 - 16:54
Tuscan Tiles Tote#tuscantilestote |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð taska úr DROPS Safran. Stykkið er heklað með ömmuferningum.
DROPS 238-4 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning A.2 og A.3 sýnir staðsetningu og frágang á ferningum. LITIR: FERNINGUR 1: UPPFITJUN+ UMFERÐ 1: sjávarblár UMFERÐ 2: hindber UMFERÐ 3: plóma UMFERÐ 4: bleikur UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 2: UPPFITJUN + UMFERÐ 1: hindber UMFERÐ 2: bleikur UMFERÐ 3: sjávarblár UMFERÐ 4: ljós brúnn UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 3: UPPFITJUN + UMFERÐ 1: sólskin UMFERÐ 2: sjávarblár UMFERÐ 3: ljós brúnn UMFERÐ 4: plóma UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 4: UPPFITJUN+ UMFERÐ 1: plóma UMFERÐ 2: hindber UMFERÐ 3: sólskin UMFERÐ 4: sjávarblár UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 5: UPPFITJUN + UMFERÐ 1: plóma UMFERÐ 2: sólskin UMFERÐ 3: bleikur UMFERÐ 4: ljós brúnn UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 6: UPPFITJUN + UMFERÐ 1: bleikur UMFERÐ 2: ljós brúnn UMFERÐ 3: hindber UMFERÐ 4: sólskin UMFERÐ 5: natur FERNINGUR 7: Uppfitjun og allar umferðir eru heklaðar með litnum natur. LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit, heklið síðustu keðjulykkju í lok umferðar með nýja litnum sem skipta á yfir í. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur sem koma í stað fyrsta stuðul, þ.e.a.s. hoppið yfir fyrstu lykkju frá fyrri umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TASKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið samanstendur af 27 ferningum sem eru heklaðir saman. Heklaður er kantur í kringum opið á töskunni og að lokum er hekluð axlaról. FERNINGAR: Notið heklunál 3,5 og heklið ferninga eftir mynsturteikningu A.1. Lesið LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 4 ferninga af ferningum 1 til 6. Heklið 3 ferninga af ferningi 7. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar allir ferningarnir hafa verið heklaðir eru alls 27 ferningar. FRÁGANGUR: Leggið ferninga 1 til 6 eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.2. Ferningarnir eru heklaðir saman fyrst á lengdina og síðan á breiddina. Notið heklunál 3,5 og litinn natur til að hekla ferningana saman þannig: Leggið 2 ferninga saman með röngu á móti röngu og heklið í gegnum bæði lögin með litnum natur: Heklið 1 fastalykkju um loftlykkjurnar í horni, * 4 loftlykkjur, hoppið yfir 3 stuðla og heklið 1 fastalykkju, * heklið frá *-* fram að og með horni (5 loftlykkjubogar), heklið 1 loftlykkju (skipting yfir í næstu 2 ferninga), heklið 1 fastalykkju um hornið á næsta ferningi. Heklið frá *-* þar til allir ferningarnir í röðinni hafa verið heklaðir saman. Klippið þráðinn og heklið næstu umferð með ferningum alveg eins. Heklið síðan raðirnar saman á breiddina alveg eins. Hliðar á töskunni eru núna tilbúnar. Heklið saman 3 ferninga í litnum natur alveg eins – mynsturteikning A.3 sýnir hvar ferningarnir eiga að vera, þetta er botninn á töskunni. Nú á að hekla hliðarnar á töskunni saman við botninn, notið heklunál 3,5 og litinn natur og heklið þannig: Brjótið hliðarnar á töskunni þannig að hliðar merktar með 1 og 2 mætast. Byrjið efst og heklið ferningana saman alveg eins og áður, heklið í áttina að örvum. Ekki klippa þráðinn frá, nú er heklað áfram til að festa botninn við hliðar á töskunni. Leggið stykkið þannig að hlið merkt með C mæti hlið merkt með c og heklið þessar hliðar saman. Leggið stykkið þannig að hlið merkt með A mæti hlið merkt með a og heklið þessar hliðar saman. Leggið stykkið þannig að hlið merkt með D mæti hlið merkt með d og heklið þessar hliðar saman. Leggið stykkið þannig að hlið merkt með B mæti hlið merkt með b og heklið þessar hliðar saman. Klippið þráðinn og festið. KANTUR: Heklið kant í kringum allt opið á töskunni. Notið heklunál 3,5 og litinn natur, byrjið í hliðinni á töskunni. UMFERÐ 1: Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 3 stuðla á milli hverra stuðlahópa, í skiptingunni á milli ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um 2 loftlykkjuboga sem heklaðir voru saman við frágang. UMFERÐ 2: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul á milli hverra stuðlahópa umferðina hringinn. UMFERÐ 3: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul umferðina hringinn. Klippið þráðinn og festið. AXLARÓL: Axlarólin er hekluð í hlið á töskunni og saumuð niður í gagnstæðri hlið. Brjótið töskuna inn á annarri skammhliðinni, setjið 1 prjónamerki á milli lykkja hér. Byrjið á að hekla 21 lykkjur á undan prjónamerki. UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í hvern og einn af næstu 42 stuðlum. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2-8: Heklið 1 stuðul, heklið 2 stuðla saman 2 sinnum, heklið þar til 5 lykkjur eru eftir, heklið 2 stuðla saman 2 sinnum og heklið 1 stuðul. Snúið stykkinu. Eftir umferð 8 eru 14 stuðlar í umferð. UMFERÐ 9: Heklið 1 stuðul, heklið 2 stuðla saman, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 3 stuðlar eru eftir, heklið 2 stuðla saman og heklið 1 stuðul. Það eru 12 stuðlar í umferð og axlarólin mælist ca 9 cm. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til axlarólin mælist ca 49 cm. Heklið nú þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul, heklið 2 stuðla í næsta stuðul, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 2 stuðlar eru eftir, heklið 2 stuðla í næsta stuðul og heklið 1 stuðul í síðasta stuðulinn. Það eru 14 stuðlar í umferð. UMFERÐ 2-8: Heklið 1 stuðul, heklið 2 stuðla í næstu 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 3 stuðlar eru eftir, heklið 2 stuðla í næstu 2 stuðla og heklið 1 stuðul í síðasta stuðul. Eftir umferð 8 eru 42 stuðlar í umferð. UMFERÐ 9: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Axlarólin mælist ca 58 cm. Klippið þráðinn, en látið þráðarendann vera ca 20 langan. Þráðurinn er notaður til að sauma axlarólina niður með í gagnstæðri hlið á töskunni. Klippið þráðinn og festið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tuscantilestote eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 238-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.