Ver skrifaði:
Se voglio ottenere una taglia intermedia tra le ultime due più grandi posso fare una media dei punti? Per esempio: \r\nXXL 107, XXXL 119 -> mia taglia 113\r\nXXL 103, XXXL 115 -> mia taglia 109
14.01.2025 - 18:38
Eva skrifaði:
For the Swatch to test tension it says. "18 treble crochets in width and 9 rows in height = 10 cm." Is the swatch to be made with Treble Crochets or Single Crochets to count the rows? I have the correct width but with the Trebles counted as each row its way too high.
26.09.2024 - 23:53DROPS Design svaraði:
Hi Eva, The swatch is worked with treble crochets on all rows. Happy crafting!
27.09.2024 - 08:31
SCHIpani skrifaði:
Bonjour moi je suis suis la dernière taille donc je répète 7 fois au total 3 bride emsemble et une bride ? Puis une fois 2 bride écoulée emsemble il faut toujours faire une bride après les diminutions merci beaucoup
12.06.2024 - 11:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Schipani, en XXXL crochetez les emmanchures dos ainsi: sautez les 9 premières mailles et crochetez 1 mc dans la m suivante, puis 3 ml (= 1ère bride), diminuez ensuite 3 brides (= crochetez 3 fois 2 brides écoulées ensemble), puis 1 bride dans chacune des 15 b suivantes, 6 x A.1, A.2, 1 bride dans chacune des 15 b suivantes, diminuez 3 brides (= 3 fois 2 brides écoulées ensemble) et 1 bride dans la maille suivante (laissez les 9 brides de la fin du rang non crochetées). Je tombe sur 97 mailles, je transfère donc à nos stylistes, en attendant, vous pouvez continuer comme indiqué en diminuant jusqu'à ce que vous ayez 73 mailles. Bon crochet!
12.06.2024 - 16:26
SCHIpani skrifaði:
Bonjour je ne comprend pas le passage sauter les 4 première maille pour l emmanchure 3 bride coulée ensemble puis 1 bride dans les 8 suivante répéter 6x a1 au total a2 1 bride dans les 8 suivante , 3 bride écouler emsemble ne pas crocheter les 9 dernière continuer ainsi en en aller retour ? 3 couler emsemble 8 bride a1 6fois a2 8 bride 3 couler ensemble je ne comprend pas merci
11.06.2024 - 16:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Schipani, pour former les emmanchures de chaque côté au même rang, on va d'abord sauter des mailles = 4 pour la taille S, dans la 5ème maille à partir du bord, faites 1 maille coulée, puis 3 mailles en l'air (= 1ère bride), 2 brides écoulées ensemble (vous diminuez 1 maille), puis 1 bride dans chacune des 8 brides suivantes, crochetez 4 fois A.1 en largeur, puis crochetez A.2 et terminez par 1 bride dans chacune des 8 brides suivantes, 2 brides écoulées ensemble (on diminue 1 m) et 1 brie dans la maille suivante = vous avez diminué 4 m (sans les crocheter) + 1 m de chaque côté soit 75 - (5 m x 2 côtés) = il reste 65 mailles. Bon crochet!
12.06.2024 - 08:08
SCHIpani skrifaði:
Bonjour je ne comprend pas bien se passage es ce possible de me le détailler 6-7-7-8-9-10 fois A.1 au total, A.2 et 1 bride dans chacune des 4-3-6-6-5-6 dernières brides.\r\nContinuer ainsi.
04.04.2024 - 23:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Schipani, chaque chiffre se réfère à la taille dans le même ordre des tailles indiquées pour ce modèle, autrement dit, le 1er pour la taille S, le 2ème pour la taille M etc. Ainsi, en taille S par exemple, vous crochetez vos 73 mailles ainsi: 4 brides, 6 x A.1 (soit 6 x 10 mailles = 60 mailles), A.2 (= 5 mailles) et 4 brides = 4+60+5+4=73 brides. Bon crochet!
05.04.2024 - 08:20
Anni skrifaði:
Hallo! Ich verstehe nicht ganz wie ich das rechte Vorderteil, den Absatz 'Abnahmen am vorderen Rand' häkeln soll. Ab wann sollen die Abnahmen passieren und wie kann ich das Muster erfolgreich weiterführen? Finde es sehr schwer zu verstehen. Vielleicht ist es möglich, ein Foto vom fertigen Cardigan zu sehen, bei dem man diesen Part auch gut erkennen kann um sich daran zu orientieren? Vielen Dank!
27.02.2024 - 20:17DROPS Design svaraði:
Liebe Anni, um nur komplette Rapporte von dem Muster zu haben wird man nur Stäbchen anstatt Muster häkeln wenn man nicht genügende Maschen für ein ganzes Rapport wegen Abnahmen am vorderen Rand hat. Die anderen Muster häkelt man aber wie zuvor weiter, dh wenn man weniger als 10 Maschen zwischen 2 Lochmuster hat, dann häkelt man nur Stäbchen, siehe auch Fotos, wo die Lochmuster eine schöne Diagonale bilden (nur komplette Rapporte). Viel Spaß beim Häkeln!
28.02.2024 - 09:20
Allene skrifaði:
Hi! Just to confirm, in the US-English pattern, when it talks about "single-double" crochet stitches, is that meant to be an ordinary treble crochet? After glancing at the UK-English pattern that is what I expect. Thanks!
24.02.2024 - 17:10DROPS Design svaraði:
Dear Allene, it looks like there is a typo in the US-pattern, replace the first double crochet with 3 chains and the first double treble with 4 chains, pattern will be fixed thanks for noticing. Happy crocheting!
26.02.2024 - 08:26
Caroline Steinfort skrifaði:
De vraag is al eerder gesteld maar het antwoord heeft mij niet verder geholpen. Het gaat om de instructie voor de mouw. Als ik na de eerste toer 16 stokjes heb gehaakt, moet het werk worden gekeerd. Ik haak de 3 lossen maar heb dan geen lossenlus maar 16 stokjes voor me. Welke lossenlus wordt bedoeld?
06.10.2023 - 22:40
Eliza skrifaði:
Hej igen! Hittade mina fel hehe tack ändå!
28.07.2023 - 21:03
Eliza skrifaði:
Hej! Förstår inte riktigt mönstret. Har nu repeterat A.1 6 gånger och har 15 maskor kvar att virka i. Men jag behöver ju repetera A.1 en gång till. Vart har jag gjort fel? Sen ska ju A.2 ha 5 maskor och sen avsluta med 3, det finns inte nog med maskor kvar. Snälla hjälp!
28.07.2023 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hej Eliza, du har 73 stolpar, Sedan virkas det mönster så här: 1 stolpe i var och en av de första 4 stolparna, A.1 totalt 6 gånger (= 60st ), A.2 (5 st) och 1 stolpe i var och en av de sista 4 stolparna = totalt 73
07.08.2023 - 10:40
Hortense Wrap Cardigan#hortensewrapcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Hekluð peysa / vafningspeysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er heklað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-35 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / stuðull. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta stuðulinn), þ.e.a.s. hoppið yfir síðustu lykkju frá fyrri umferð. Síðasti stuðullinn í umferð er heklaður í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta tvíbrugðna stuðulinn), hoppið yfir síðustu lykkjuna frá fyrri umferð. Síðasti tvíbrugðni stuðullinn í umferð er heklaður í 4. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Fækkið um 2 stuðla með því að hekla 3 stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni. ÚTAUKNING (á við um hliðar): Aukið út með því að hekla 2 stuðla í ysta stuðul í hvorri hlið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er heklað fram og til baka í stykkjum. Stykkin eru saumuð saman. Lykkjur eru heklaðar fyrir ermar í kringum handveg og ermarnar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Heklið 75-83-89-99-107-119 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4 með DROPS Cotton Merino. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (2 stuðlar) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, 1 stuðull í hverja af næstu 71-79-85-95-103-115 loftlykkjum = 73-81-87-97-105-117 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. Heklið síðan mynstur þannig: 1 stuðull í hvern af fyrstu 4-3-6-6-5-6 stuðlum, A.1 alls 6-7-7-8-9-10 sinnum, A.2 og 1 stuðull í hvern af síðustu 4-3-6-6-5-6 stuðlum. Haldið svona áfram með mynstrið. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm, fækkið um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA = 71-79-85-95-103-115 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm = 69-77-83-93-101-113 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 6-6½-4½-7½-5-5 cm millibili alls 3-3-4-3-4-4 sinnum = 75-83-91-99-109-121 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan – stillið af að næsta umferð sé umferð með stuðlum. Klippið þráðinn og heklið mynstrið þannig: Hoppið yfir fyrstu 4-5-5-6-7-9 stuðla fyrir handveg, festið þráðinn með 1 fastalykkju í næsta stuðul, 3 loftlykkjur (fyrsti stuðull), heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman, 1 stuðul í hvern af næstu 8-6-9-7-16-15 stuðlum, A.1 alls 4-5-5-6-5-6 sinnum, A.2, 1 stuðul í hvern af næstu 8-6-9-7-16-15 stuðlum, heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman og 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið (þ.e.a.s. ekki er heklað yfir síðustu 4-5-5-6-7-9 stuðla í umferð að neðan) = 65-71-77-83-91-99 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman í hvorri hlið í hverri umferð alls 2-4-2-3-5-7 sinnum (meðtalin fyrsta úrtaka sem var gerð þegar hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg), síðan 0-0-2-2-2-2 stuðlar saman í hvorri hlið í hverri umferð alls 0-0-3-3-2-1 sinnum = 63-65-67-69-71-73 lykkjur. Haldið áfram með mynstur yfir miðjulykkjur og 1 stuðul í hvern af ystu stuðlum í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, heklið stykkið áfram í stuðlum, endið e.t.v. gatamynstrið sem byrjað. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm, heklið hálsmál þannig: 1 stuðul í hvern af fyrstu 21-22-22-23-23-23 stuðlum, heklið 2 stuðla saman, snúið = 22-23-23-24-24-24 stuðlar fyrir öxl. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Klippið þráðinn og festið. Hin öxlin er hekluð þannig: Hoppið yfir miðju 17-17-19-19-21-23 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 2 stuðla saman, 1 stuðul í hvern af síðustu 21-22-22-23-23-23 stuðlum. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm. Klippið þráðinn og festið. HÆGRA FRAMSTYKKI. Heklið 61-67-71-77-81-89 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með og 5 kantlykkjur að framan við miðju að framan) með heklunál 4 með DROPS Cotton Merino. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar) – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, 1 stuðull í hverja af næstu 57-63-67-73-77-85 loftlykkjum = 59-65-69-75-79-87 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 5 stuðlar eru eftir, 1 stuðull í fremri lykkjubogann á hverjum af síðustu 5 stuðlum (kantur að framan). Heklið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 stuðull í aftari lykkjubogann á hverjum af fyrstu 5 stuðlum (kantur að framan), 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum, A.1 alls 4-5-5-6-6-7 sinnum, A.2 alls 1-0-1-0-1-1 sinnum og endið með 1 stuðul í hvern af síðustu 6-7-6-7-6-4 stuðlum. Haldið svona áfram með mynstur, kantur að framan er heklaður í fremri lykkjubogann á lykkju fyrir neðan þegar heklað er frá röngu og aftari lykkjubogann á lykkjunni þegar heklað er frá réttu. Þegar stykkið mælist 8 cm, fækkið um 1 stuðul í lok næstu umferðar frá réttu = 58-64-68-74-78-86 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm = 57-63-67-73-77-85 lykkjur. Mynstrið heldur áfram eins og áður. Lestu kaflann útaukning í hlið og úrtaka við miðju að framan áður en þú heklar áfram. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 stuðul í lok næstu umferðar frá réttu. Aukið svona út með 6-6½-4½-7½-5-5 cm millibili alls 3-3-4-3-4-4 sinnum. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, stillið af að næsta umferð sé frá réttu, heklið næstu umferð frá réttu þannig: Heklið eins og áður og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli þar til eftir eru 15-14-18-17-27-28 lykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 8-6-9-7-16-15 stuðlum, heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman og 1 stuðul í síðustu lykkju, snúið (þ.e.a.s. ekki er heklað yfir síðustu 4-5-5-6-7-9 stuðla í umferð að neðan = handvegur). Haldið áfram með mynstur og heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman við handveg og hver umferð alls 2-4-2-3-5-7 sinnum (meðtalin fyrsta úrtaka sem var gerð þegar hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg), síðan 0-0-2-2-2-2 stuðlar saman í hverri umferð alls 0-0-3-3-2-1 sinnum. ÚRTAKA VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 16 cm, er einungis byrjað á gatamynstri í fyrstu mynstureiningu af A.1 frá réttu (þ.e.a.s. gatamynstrið næst kanti að framan) ef það eru 10 stuðlar (meðtalinn kantur að framan) á undan fyrsta gati við miðju að framan (þ.e.a.s. 2 loftlykkjur), ef það eru færri en 10 stuðlar (meðtalinn kantur að framan) á undan fyrstu umferð með götum í gatamynstri er heklaður 1 stuðull í staðinn í hvern stuðul yfir lykkjurnar. Yfir kanti að framan eru heklaðar ystu 3 lykkjur við miðju að framan í tvíbrugðnum stuðlum (í stað stuðla) þær lykkjur sem eru eftir eru heklaðar eins og áður. Haldið er áfarm að hekla í fremri og aftari lykkjubogana. Þetta er gert til að kanturinn að framan dragi ekki stykkið saman þegar úrtaka fyrir hálsmáli byrjar. Heklið svona yfir kant að framan í 3 cm (mælt í stuðlum). Heklið síðan áfram með stuðla eins og áður. Þegar stykkið mælist 18 cm, fækkið um 2 lykkjur innan við 5 kantlykkjur að framan í hverri umferð, með því að hekla 3 stuðla næst kanti að framan saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 10 sinnum, síðan er fækkað um 1 lykkju innan við 5 kantlykkjur að framan í hverri umferð, með því að hekla 2 stuðla næst kanti að framan saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 12-14-16-17-18-21 sinnum. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka eru 22-23-23-24-24-24 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, heklið stykkið áfram í stuðlum (kantur að framan heldur áfram eins og áður), endið e.t.v. gatamynstur sem er byrjað. Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, heklið einungis yfir fyrstu 5 kantlykkjur að framan, þar til stykkið mælist 6½-6½-7-7-7½-8 cm frá þeim lykkjum sem eru eftir á öxl. Klippið þráðinn. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 61-67-71-77-81-89 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Cotton Merino. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja af næstu 57-63-67-73-77-85 loftlykkjum = 59-65-69-75-79-87 stuðlar. Heklið 1 stuðul í fremri lykkjubogann í hvern fyrstu 5 stuðlum (kantur að framan) og 1 stuðull í hvern af þeim stuðlum sem eftir eru. Heklið síðan mynstur frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 6-7-6-7-6-4 stuðlum, A.2 alls 1-0-1-0-1-1 sinnum, A.3 alls 4-5-5-6-6-7 sinnum, 1 stuðull í hvern af næstu 3 stuðlum og 1 stuðull í aftari lykkjubogann í hvern af síðustu 5 stuðlum (= kantur að framan). Haldið svona áfram með mynstur, kantur að framan er heklaður í fremri lykkjubogana að neðan þegar heklað er frá röngu og aftari lykkjubogana að neðan þegar heklað er frá réttu. Þegar stykkið mælist 8 cm, fækkið um 1 stuðul í lok næstu umferðar frá réttu = 58-64-68-74-78-86 lykkjur. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm = 57-63-67-73-77-85 lykkjur. Mynstrið heldur áfram eins og áður. Lestu kaflann útaukning í hlið og úrtaka við miðju að framan áður en þú heklar áfram. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar stykkið mælist 15 cm, aukið út um 1 stuðul í byrjun á næstu umferðar frá réttu. Aukið svona út með 6-6½-4½-7½-5-5 cm millibili alls 3-3-4-3-4-4 sinnum. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm, stillið af að næsta umferð sé frá réttu, klippið þráðinn frá. Hoppið yfir fyrstu 4-5-5-6-7-9 stuðla fyrir handveg, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, 3 loftlykkjur, heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman, 1 stuðul í hverja af næstu 8-6-9-7-16-15 lykkjum og mynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Haldið áfram með mynstur og heklið 2-2-3-3-3-3 stuðla saman innan við 1 lykkju við handveg í hverri umferð alls 2-4-2-3-5-7 sinnum (meðtalin fyrsta úrtaka sem var gerð þegar hoppað var yfir lykkjur fyrir handveg), síðan 0-0-2-2-2-2 stuðla saman í hverri umferð alls 0-0-3-3-2-1 sinnum. ÚRTAKA VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN: Þegar stykkið mælist 16 cm, er einungis byrjað á gatamynstri í síðustu mynstureiningu af A.3 frá réttu (þ.e.a.s. gatamynstrið næst kanti að framan) ef það eru 10 stuðlar (meðtalinn kantur að framan) á undan síðasta gati við miðju að framan (þ.e.a.s. 2 loftlykkjur), ef það eru færri en 10 stuðlar (meðtalinn kantur að framan) á undan gati er heklaður 1 stuðull í staðinn í hvern stuðul yfir lykkjurnar. Yfir kanti að framan eru heklaðar ystu 3 lykkjur við miðju að framan í tvíbrugðnum stuðlum (í stað stuðla) þær lykkjur sem eru eftir eru heklaðar eins og áður. Haldið er áfarm að hekla í fremri og aftari lykkjubogana. Þetta er gert til að kanturinn að framan dragi ekki stykkið saman þegar úrtaka fyrir hálsmáli byrjar. Heklið svona yfir kant að framan í 3 cm (mælt í stuðlum). Heklið síðan áfram með stuðla eins og áður. Þegar stykkið mælist 18 cm, fækkið um 2 lykkjur innan við 5 kantlykkjur að framan í hverri umferð, með því að hekla 3 stuðla næst kanti að framan saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 10 sinnum, síðan er fækkað um 1 lykkju innan við 5 kantlykkjur að framan í hverri umferð, með því að hekla 2 stuðla næst kanti að framan saman. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 12-14-16-17-18-21 sinnum. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka eru 22-23-23-24-24-24 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, heklið stykkið áfram í stuðlum (kantur að framan heldur áfram eins og áður), endið e.t.v. gatamynstur sem er byrjað. Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, heklið einungis yfir síðustu 5 kantlykkjur að framan, þar til stykkið mælist 6½-6½-7-7-7½-8 cm frá þeim lykkjum sem eru eftir á öxl. Klippið þráðinn. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og hliðarsauma fallega saman. Saumið saman kantlykkjur að framan mitt aftan í baki og saumið við kant í hálsmáli aftan í hnakka. ERMI: Heklið kant í kringum op fyrir ermar þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í lykkjuna við hliðarsauminn, * 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* yfir lykkjur undir ermi, heklið síðan upp meðfram handvegi þannig: * Heklið 1 loftlykkjju, 1 fastalykkja um næstu umferð *, heklið frá *-* um alla umferðina aftur niður að lykkjum undir ermi og heklið yfir þessar lykkjur alveg eins og í byrjun á umferð. Stillið af að endað sé með 1 fastalykkju í síðustu lykkju undir ermi. Passið uppá að þessi umferð dragi ekki opið fyrir ermi saman, heklið e.t.v. fleiri loftlykkjur á milli hverra fastalykkja. Klippið þráðinn frá = ca 38-41-43-46-49-53 loftlykkjubogar. Heklið frá réttu þannig: Ermakúpan er hekluð fram og til baka yfir fleiri og fleiri loftlykkjuboga, þar til heklað hefur verið yfir alla loftlykkjubogana. Byrjið í 5. loftlykkju niður frá axlasaumi séð frá réttu. Heklið 1 fastalykkju um loftlykkjubogann, heklið 2 stuðla um næstu loftlykkju (þ.e.a.s. upp að axlasaumi), heklið 2 stuðla um hverja af næstu 7 loftlykkjum og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga = 16 stuðlar. Snúið og heklið frá röngu þannig: Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 stuðlar í hvern stuðul og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga í hinni hlið á stykkinu = 32 stuðlar. Snúið. Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja um næsta loftlykkjuboga, 2 stuðlar í fyrsta stuðul, 1 stuðull í hvern stuðul þar til eftir er 1 stuðull, 2 stuðlar í næsta stuðul og endið með 1 keðjulykkju um næsta loftlykkjuboga = 34 stuðlar. Haldið svona áfram að auka út um 1 stuðul í hvorri hlið alls 5-6-8-9-10-12 sinnum = 42-44-48-50-52-56 lykkjur. Þ.e.a.s. nú eru eftir ca 16-17-15-16-17-17 loftlykkjubogar. Í næstu umferð er heklað til skiptis 1 stuðul og 2 stuðlar um hvern af síðustu loftlykkjubogunum niður að hliðarsaum. Snúið og heklið 1 stuðul í hvern stuðul og til skiptis 1 stuðul og 2 stuðla um þá loftlykkjuboga sem eftir eru í hinni hliðinni á stykkinu = ca 66-69-70-74-77-81 stuðlar. Í næstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 62-65-68-74-77-81 lykkjur. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul. Þegar ermin mælist 3 cm þar sem stykkið er styst, fækkið um 1-1-1-1-0-0 stuðul í hvorri hlið á stykki. Fækkið lykkjum svona með 3-4-7-0-0-0 cm millibili alls 4-3-2-1-0-0 sinnum = 54-59-64-72-77-81 stuðlar. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 15-15-14-14-13-12 cm þar sem stykkið er styst. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. Saumið ermasauma. SNÚRA: Heklið loftlykkjuröð ca 40 til 50 cm. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja loftlykkjju. Klippið þráðinn frá. Saumið við hægra framstykki (þar sem fyrsta úrtaka fyrir hálsmáli var gerð). Heklið loftlykkjuröð ca 80 til 100 cm. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja loftlykkju. Klippið þráðinn. Saumið við vinstra framstykki (þar sem fyrsta úrtaka fyrir hálsmáli var gerð). |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hortensewrapcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.