Anne skrifaði:
Hei igjen. Nei, jeg tenker ikke på relieff-masken, men staven du lager etter relieff. I videoen pekes det på at man "av og til" hopper over en maske fra forrige runde, for å hekle staven i neste, andre ganger hekles det stav i to masker etter hverandre (på baksiden av relieffen liksom). Klarer ikke å beskrive det på noen annen måte. Har testet litt ut og har muligens skjønt diagrammet nå:)
04.02.2025 - 17:59DROPS Design svaraði:
Hej Anne, fint at du har fundet ud af det. Og du bør kunne se det hvis du kigger på videoen vi har lavet til netop denne opskrift :)
12.02.2025 - 10:12
Anne Lise Kjølberg skrifaði:
Hei. Av og til skal det "hoppes over en maske" før man hekler neste stav. Ser det på videoen, men hvordan ser jeg det i mønstert? Videoen vider jo bare de to første rundene med relieff/og staver...?
27.01.2025 - 15:22DROPS Design svaraði:
Hei Anne Lise. Tenker du på når det hekles relieff-masker? Da hekles det OM staven og ikke I staven, slik at det ser ut som om man hopper over masken (men man hekler bare om staven og ikke i toppen av staven). I diagramtekst forklaringen står det hvordan og hvor relieff masken skal hekles. mvh DROPS Design
03.02.2025 - 09:07
Gerlinde skrifaði:
Am Ende der 2ten Reihe habe ich 24 Maschen (4 x 6). Für die nächsten Reihe mit den Reliefstäbchen benötige ich aber nur 5 . Wo bleibt die eine Masche pro Muster?
13.10.2024 - 12:32DROPS Design svaraði:
Liebe Gerlinde, vielleicht kann Ihnen dieses Video helfen? Wir zeigen, wie man die 1. und 2. Runde häkelt (dann zeigen wird den Anfang und das Ende der Diagramme bis zur 5. Runde). Viel Spaß beim Stricken!
14.10.2024 - 08:40
Hille skrifaði:
Tere! Kui teha esimesel real 16 sammast, siis teisel real ei tule kuidagi 24 kinnissilmust. Minul tuleb 26.
21.11.2022 - 16:39
Kristina skrifaði:
Hej, Är på sista varvet i Ränder 1 dvs. färg plommon och diagrammet visar att det ska virkas stolpar men på bilden ser det inte ut som stolpar utan Relieff - Tredubbelstolpe - vilket ska det vara?
28.04.2021 - 09:22DROPS Design svaraði:
Hej Kristina, sista varvet i diagrammet virkas på samma sätt som tidigare varv. Lycka till!
30.04.2021 - 11:30
Seasons Comforts#seasonscomfortspotholders |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Heklaðir pottaleppar úr DROPS Paris. Stykkið er heklað í hring með stuðlakrókamynstri og röndum. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1518 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/þríbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma ekki í stað 1. stuðul, heldur koma sem viðbót. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkju í umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju, heldur kemur sem viðbót. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. RENDUR 1: 2 umferðir með natur (+ 2 umferðir sem nú þegar hafa verið heklaðar = alls 4 umferðir með natur). 4 umferðir með mosagrænn. 2 umferðir með skógargrænn. 2 umferðir með natur. 1 umferð með plóma. RENDUR 2: 2 umferðir með natur (+ 2 umferðir sem nú þegar hafa verið heklaðar = alls 4 umferðir með natur). 4 umferðir með plóma 2 umferðir með vínrauður. 2 umferðir með natur. 1 umferðir með mosagrænn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POTTALEPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju á ferningi. Allt stykkið er heklað í röndum og stuðlakrókamynstri. Að lokum eru heklaðar umferðir með fastalykkjum og lykkja er hekluð. POTTALEPPUR: Heklið 5 loftlykkjur með litnum natur með heklunál 4 og tengið saman loftlykkjur í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR, heklið síðan 16 stuðla um loftlykkjuhringinn, endið umferð með 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, * setjið eitt prjónamerki hér (á milli 2 lykkja), 1 fastalykkja í fyrstu/næsta stuðul, 2 fastalykkjur í hvorn af næstu 2 stuðlum (= 2 lykkjur fleiri), 1 fastalykkja í næsta stuðul *, heklið frá *-* alls 4 sinnum hringinn í umferð, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð = 24 fastalykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Nú eru 4 prjónamerki í stykkinu. Prjónamerkin eiga að fylgja með í stykkinu og eiga að sitja á undan miðjulykkju í hverju horni (þ.e.a.s. á undan hverri mynstureiningu A.1) – prjónamerkin eru notuð til að fá yfirlit í byrjun á umferð. Nú er heklað MYNSTUR, RENDUR 1 eða RENDUR 2 – sjá útskýringu að ofan, hringinn þannig: Heklið * A.1, A.2, A.3 *, heklið *-* alls 4 sinnum hringinn í umferð, það verða 16 lykkjur fleiri í hvert skipti sem hekluð er 1 umferð með stuðlum og stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina eru 120 lykkjur í umferð. Heklið 1 umferð með sama lit og síðasta umferð þannig: Heklið 12 loftlykkjur, 1 fastalykkja í fyrstu lykkju í umferð (= lykkja), * heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju fram að horni, heklið 2 fastalykkjur í lykkjuna í horni *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Klippið þráðinn frá og festið. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasonscomfortspotholders eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1518
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.