Noella skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas les rangs raccourcis talon .si je laisse 1 maille à la fin du 1er rang , puis je laisse 1 maille à la fin du 2eme rang il me faut faire 20 rangs pour arriver à 6 mailles c’est ça ?model x-449 chausson feutré. Merci
31.12.2024 - 15:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Noella, c'est bien cela, vous avez tourné 10 fois de chaque côté = vous avez tricoté 20 rangs (taille 38/40 et 41/43). Bon tricot!
02.01.2025 - 15:29
Kerstin skrifaði:
Man konnte der Anleitung gut folgen und das Resultat sieht genauso aus wie auf dem Bild. Beim Filzen muss jeder selbst zwischendurch prüfen, wann die Länge stimmt. Hat aber alles gut geklappt. Vielen Dank für die Anleitung!
13.04.2024 - 10:08
Marie-Pierre skrifaði:
Bonjour, Comment faire pour coudre 10 mailles (extrémité du dessus) sur 18 rangs de point mousse (bord de l'arrière du talon) sans étirer la partie en jersey ? Merci pour vos conseils.
14.01.2023 - 16:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Pierre, vous devez assembler les mailles rabattues des 5 cm jersey tricotées de chaque côté du dessus du pied le long du côté des 9 côtes mousse, autrement dit, vos 10 mailles le long des 18 rangs. Vous pouvez procéder comme une couture de manche. Bon assemblage!
16.01.2023 - 08:49
Claudia skrifaði:
Erst einmal tausend Dank für diese tolle Anleitung!; Habe die Schuhe mit Drops Alaska gestrickt und die Passform ist perfekt. Leider habe ich den Filzvorgang zusammen mit einem Handtuch durchgeführt, so dass das Zopfmuster nicht mehr so gut zu erkennen ist wie auf dem Foto der Anleitung. Besser etwas vorsichtiger filzen.
03.03.2021 - 11:07
Laustriat CAROLINE skrifaði:
Bonjour. Je désire tricoter ce modèle, mais je ne souhaite pas forcément le feutrer. Est-ce que ça change quelque chose au nombre de mailles ? Dans ce cas, faut-il choisir uniquement un modèle qui ne le soit pas. Merci et bonne année.
31.12.2020 - 08:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Laustriat, ce modèle doit être feutré pour convenir à la taille souhaitée une fois terminé, si vous ne souhaitez pas feutrer, il vous faudra alors soit recalculer les explications pour votre taille, soit vous orienter vers un autre modèle de chaussons non feutrés. Bon tricot!
04.01.2021 - 13:32
Ania skrifaði:
Ik begrijp niet hoe ik het werk moet samennaaien. Kan er geen tekening of video toegevoegd worden? Dank u
11.12.2020 - 18:51
Barbara Winkelmayer skrifaði:
Ich kann das 8. Adventkalender-Türchen nicht öffnen! Bitte um Hilfe!
08.12.2020 - 19:56
Tip Toe Holiday#tiptoeholidayslippers |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaðar og þæfðar tátiljur með köðlum úr DROPS Alaska. Stærð: 35-46. Þema: Jól
DROPS 214-64 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í eitt stykki. Þegar stykkið hefur verið prjónað til loka, saumið tátiljuna saman og þæfið í þvottavél. KANTUR AÐ AFTAN: Fitjið upp 23-25-26-28 lykkjur á prjón 5,5 með Alaska. Prjónið 18 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HÆLL: Prjónið nú stuttar umferðir til að forma hælinn, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir á miðju á stykki (nú hefur verið snúið við 9-10-10-11 sinnum í hvorri hlið). Nú á að prjóna yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónað hefur verið aftur yfir allar lykkjur = 23-25-26-28 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í umferð sem notað er til að mæla frá. NEÐRI HLIÐ: Prjónið garðaprjón og fækkið um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 19-21-22-24 lykkjur. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist alls 18½-20-24-27 cm frá prjónamerki sem sett var í hælinn. TÁ: Prjónið nú stuttar umferðir til að forma tánna, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Prjónið frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð. * Snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við, snúið og prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrri umferð þar sem snúið var við *, prjónið frá *-* þar til 5-5-6-6 lykkjur eru eftir á miðju á stykki (það hefur verið snúið við 7-8-8-9 sinnum í hvorri hlið). Nú á að prjóna yfir 1 lykkju fleiri í hvert skipti sem snúið er við, þar til prjónað hefur verið aftur yfir allar lykkjur = 19-21-22-24 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð sem notað er til að mæla frá. EFRI HLIÐ: Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út 3-3-2-2 lykkjur jafnt yfir í umferð = 22-24-24-26 lykkjur. Prjónið síðan eftir mynsturteikningu þannig: Prjónið 5-6-6-7 lykkjur sléttprjón, prjónið mynsturteikningu A.1 yfir 12 lykkjur og prjónið 5-6-6-7 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 9-10-12-13 cm frá prjónamerki og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út um 2 lykkjur jafnt yfir hvoru megin við A.1 (= 4 lykkjur fleiri alls – aukið út með uppslætti sem síðar er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð) = 26-28-28-30 lykkjur. Prjónið með sléttprjóni og A.1 þar til prjónaðir hafa verið alls 13½-15-19-22 cm frá prjónamerki og næsta umferð er prjónuð frá réttu. Prjónið nú einungis yfir fyrstu 5 lykkjur í umferð, þær lykkjur sem eftir eru, eru settar á þráð. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við síðustu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum. Stykkið mælist ca 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykki). Fellið af í næstu umferð frá réttu. Setjið til baka ystu 5 lykkjur frá gagnstæðri hlið af þræði á prjóninn (skiljið eftir miðju16-18-18-20 lykkjur á þræði). Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð slétt frá réttu) og aukið út um 1 lykkju innan við fyrstu lykkju í hverri umferð frá réttu alls 5 sinnum. Stykkið mælist ca 5 cm frá skiptingu (passið uppá að draga ekki í stykkið). Fellið af í næstu umferð frá réttu. Setjið til baka þær 16-18-18-20 lykkjur sem eftir eru af þræði á prjóninn. Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum í næstu umferð frá réttu – það er mikilvægt að affellingin sé teygjanleg, svo að hún herði ekki á stykki. FRÁGANGUR: Stykkið er saumað saman frá röngu. Brjótið stykkið saman við tá, þannig að efri hliðin liggi á neðri hlið. Byrjið með að sauma 18 garðaprjóns umferðir frá aftari kanti, saman við 10 lykkjur sem felldar voru af yst í hlið á efri hlið. Saumið síðan saman efri hlið og neðri hlið kant í kant fram að tá. Saumið alveg eins meðfram hinni hliðinni á tátiljunni. Prjónið aðra tátilju á sama hátt, en prjónið mynsturteikningu A.2 í stað mynsturteikningar A.1. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tiptoeholidayslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-64
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.