Hvernig á að gera andlit á jólasvein í jólapeysu í DROPS Children 32-20

Keywords: jól, peysa, útsaumur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við festum skeggið, yfirvaraskeggið og hvernig við saumum út augun á jólasvein í jólapeysunni DROPS Children 32-20.

SKEGG: 1 kögur = 1 þráður ca 45 cm með natur. Klippið 18 kögur. Hvert kögur á að festast á efri hlið á brugðinni lykkju í hálsi á jólasveini. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjunni utan um lykkjuna, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af 17 lykkjum sem eftir eru yfir brugðnum lykkjum. Gerið síðan lausan hnút á alla endana, svona ca mitt á þráðum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

YFIRVARASKEGG: 1 kögur = 1 þráður ca 7 cm með natur. Klippið 8 kögur. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjuna utan um lykkju á neðri hlið á brugðinni lykkju í andliti á jólasveini, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af hinum 7 lykkjunum á neðri hlið á brugðnu lykkjunum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

AUGU:
Notið afgang af svartur. Saumið lykkjuspor yfir 3 lykkjur og saumið eitt spor þvert yfir næstu lykkju að miðju.

Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Betty McNally wrote:

What does the notation 32-20 refer to?

10.03.2021 - 16:30

DROPS Design answered:

Dear Mrs Mc Nally, it's the pattern number: Catalogue DROPS Children 32, pattern number 20 - see also here. Happy knitting!

11.03.2021 - 08:34

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.