Hvernig á að gera andlit á jólasvein í jólapeysu í DROPS Children 32-20

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við festum skeggið, yfirvaraskeggið og hvernig við saumum út augun á jólasvein í jólapeysunni DROPS Children 32-20.

SKEGG: 1 kögur = 1 þráður ca 45 cm með natur. Klippið 18 kögur. Hvert kögur á að festast á efri hlið á brugðinni lykkju í hálsi á jólasveini. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjunni utan um lykkjuna, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af 17 lykkjum sem eftir eru yfir brugðnum lykkjum. Gerið síðan lausan hnút á alla endana, svona ca mitt á þráðum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

YFIRVARASKEGG: 1 kögur = 1 þráður ca 7 cm með natur. Klippið 8 kögur. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjuna utan um lykkju á neðri hlið á brugðinni lykkju í andliti á jólasveini, þræðið eftir það endunum í gegnum lykkjuna og herðið að. Festið kögur í hverja og eina af hinum 7 lykkjunum á neðri hlið á brugðnu lykkjunum. Klippið skeggið til í óskaða lengd.

AUGU:
Notið afgang af svartur. Saumið lykkjuspor yfir 3 lykkjur og saumið eitt spor þvert yfir næstu lykkju að miðju.

Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: jól, peysur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.