Anke skrifaði:
Wie kann z. Bsp. in Größe M der Rumpf 56cm breit (laut Skizze) sein, wenn er nur aus 100 Maschen für Vorder- und Rückenteil besteht und die Maschenprobe 11M =10 cm ist? Nach meiner Rechnung sind dann 50 Maschen gut 45cm in der Breite und nicht 56cm. Oder habe ich etwas überlesen?
24.04.2025 - 16:49
Snjezana skrifaði:
Kan man veta vilken storlek har ni stickat och vilken storlek bär den kvinnan i övrigt? Det ser ut som en oversized tröja. Jätte snygg. Jag vill uppnå samma resultat gällande storlek.
06.01.2025 - 00:50DROPS Design svaraði:
Hei Snjezana. Hun har på deg størrelse S eller M. Men sjekk målene på målskissen og se hvilken mål som vil passe deg best. mvh DROPS Design
07.01.2025 - 15:53
Cristina skrifaði:
Buonasera, che ferri vanno usati? Il numero 8 o 10?nella spiegazione del modello c'è scritto 8 tra i materiali è scritto di usare il n10
17.12.2024 - 21:01DROPS Design svaraði:
Buonasera Cristina, il bordo del collo a coste si lavora con i ferri n° 8 mm se il campione corrisponde, poi si passa al numero 10 come indicato nelle spiegazioni. Buon lavoro!
17.12.2024 - 23:35
Grace skrifaði:
For the reglan, in every other non-increasing row, should I purl the 2 knits next to the marker to make it moss pattern?
09.02.2023 - 16:09DROPS Design svaraði:
Dear Grace, work the increased stitches in moss stitch, but continue knitting the 2 sts on each raglan line (these will be knitted all the way). Happy knitting!
09.02.2023 - 16:44
Vera Van Veenendaal skrifaði:
Waarom breien jullie altijd van boven naar beneden en niet andersom en altijd met rondbreinaalden ik kan daar niet mee overweg
04.03.2022 - 13:56
Vera Van Veenendaal skrifaði:
Waarom word het patroon van boven naar beneden gebreid en niet andersom en waarom worden de patronen altijd op rondbreinaalden gebreid ik kan daar niet mee overweg
04.03.2022 - 13:50DROPS Design svaraði:
Dag Vera,
Veel van de patronen zijn inderdaad van boven naar beneden en in de rondte. Dit is van oorsprong de Noorse methode van breien. Het kan een voordeel zijn om van boven naar beneden te breien omdat je dan gaandeweg tijdens het breien, het kledingstuk kunt passen en daardoor precies aan kunt passen op de juiste lengte. Sommige patronen kunnen trouwen aangepast worden om op rechte naalden te breien. Hier vind je een uitleg daarover.
07.03.2022 - 12:35
Gillian skrifaði:
I want to knit this in a size M for a friend but only 175g of wool doesn't seem like a lot for 2 strands pattern. Are the quantities right? I'd love to order the wool and get started. Thanks.
15.02.2022 - 12:07DROPS Design svaraði:
Dear Gillian, please note that DROPS Brushed Alpaca Silk is 25 g a ball - so if you need 175 g in size M, this means you need a total of 7 balls - read more in the shade card (and remember to check your tension). Happy knitting!
15.02.2022 - 13:52
Jette Olsen skrifaði:
Jeg har strikket denne trøje i det anbefalede garn. Jeg har håndvasket den i næsten koldt vand og lagt den til tørre på en håndklæde ovenpå et tørrestativ. Da den var tør var den lidt trist og flad og se på. Den nederste kant var meget uregelmæssig. Hvordan skal jeg undgå det? Er det ok at lade den tørre halvt og så hænge den op på en oppustelig bøjle eller har I andre forslag? jeg ser frem til at få et godt råd for trøjen er ret flot.
14.10.2021 - 12:14DROPS Design svaraði:
Hei Jette. Hvilket håndklæde tørket du genseren på? Unngå å tørke plagget på underlag som suger til seg fuktighet, som for eksempel frottéhåndklær. Plagget kan miste sin naturlige elastisitet og virke litt flat. Etter at genseren er tørket, ris lett i plagget, slik at fibrene i garnet vil "våkne". Evnt la den halvtørke på et håndklæde på et tørkestativ og deretter fjerne håndklæde og la den tørke ferdig på tørkestativ. mvh DROPS Design
18.10.2021 - 09:55
Arianna skrifaði:
Buongiorno, ho un dubbio per il SUGGERIMENTO PER LE DIMINUZIONI (applicato alle maniche). Devo diminuire 4 maglie: 2 prima del segnapunti e 2 dopo. Quindi dovrei lavorare 3 maglie insieme a dritto, trovo il segnapunti, lavoro la maglia successiva in A1 e poi di nuovo 3 maglie insieme a dritto? Grazie.
24.08.2021 - 14:59DROPS Design svaraði:
Buonasera Arianna, si è corretto, deve procedere in questo modo. Buon lavoro!
24.08.2021 - 21:09
Evy skrifaði:
Hoi! Welke maat draagt het model? Zou leuk zijn als dit bij de breipatronen vermeld staat. Ondanks juiste stekenverhouding valt de trui toch veel strakker uit dan gedacht. Had ik dit geweten had ik 2 maten groter genomen dan mijn gebruikelijke.
16.06.2021 - 19:39DROPS Design svaraði:
Dag Evy,
Het model draagt maat S.
Aan de hand van de maattekening onderaan het patroon kun je zien hoe groot het kledingstuk wordt in elke maat.
23.06.2021 - 20:14
Sahara Sunrise#saharasunrisesweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í perluprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-36 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 42 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 7. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR BERUSTYKKI OG FRAM- OG BAKSTYKKI: Fyrsta röndin er mæld frá prjónamerki, þ.e.a.s. eftir stroff í hálsmáli. Prjónið 14-15-16-16-17-17 cm með 1 þræði natur og bleikur sandur (= 2 þræðir). Prjónið 18-19-20-21-22-23 cm með 1 þræði bleikur sandur og 1 þræði ljós ryð (= 2 þræðir). Prjónið síðan með 1 þræði ljós ryð og 1 þræði ryð (= 2 þræðir) til loka. RENDUR ERMI: Haldið síðan áfram með rönd 2, þ.e.a.s. 1 þræði bleikur sandur + ljós ryð (= 2 þræðir) þar til röndin mælist 18-19-20-21-22-23 cm meðtalið það sem prjónað var á berustykki. Prjónið síðan með 1 þræði ljós ryð og 1 þræði ryð (= 2 þræðir) til loka. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert að þeim prjónamerkjum sem eftir eru (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í perluprjóni (A.1). LEIÐBEININGAR: Til að fá jafnari skil á milli umferða þá er hægt að fækka um 1 lykkju í umferð þannig að lykkjufjöldinn verði ójafn (deilanlegur með 2 + 1). Síðan er prjónað perluprjón (A.1) hringinn í spíral. Þegar lykkjur eru auknar út fyrir stroffi verður að auka út 1 lykkju fleiri en sem stendur í uppskrift svo að lykkjufjöldinn verði jafn (deilanlegur með 2). ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Fækkið um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki undir ermi þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónamerkið situr hér, prjónið næstu lykkju í A.1 eins og áður, prjónið 3 lykkjur slétt saman. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 42-44-44-48-50-52 lykkjur á hringprjón 8 með 1 þræði í litnum natur og 1 þræði í litnum bleikur sandur (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-8-4-6-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 10. Setjið 1 prjónamerki eftir stroffið, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú RENDUR BERUSTYKKI OG FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan og mynstur þannig: Setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og bakstykkis), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 13-13-15-15-17-17 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli bakstykkis og hægri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 7 lykkjur í öllum stærðum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 13-13-15-15-17-17 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 7 lykkjur í öllum stærðum, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt. Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram hringinn og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 12-14-14-16-18-20 sinnum = 144-160-164-180-200-216 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og rendur án þess að auka út þar til stykkið mælist 19-19-21-23-25-27 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 39-43-45-49-55-59 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-37-37-41-45-49 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 5 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 39-43-45-49-55-59 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 33-37-37-41-45-49 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 5 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 88-96-100-108-120-128 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í þessa hlið, á undan miðju lykkjunni sem fitjuð var upp í hlið undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það sýnir byrjun á umferð og hvar skipta eigi um lit í röndum. Haldið áfram með rendur og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur í umferð – stillið af að mynstrið gangi jafnt upp eins og áður yfir lykkjur frá berustykki – sjá LEIÐBEININGAR. Þegar stykkið mælist 24-26-26-26-26-26 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 106-116-120-130-144-154 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 33-37-37-41-45-49 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 10 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 5 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 38-42-42-46-50-54 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki á undan miðju 5 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið RENDUR ERMI – sjá útskýringu að ofan og prjónið perluprjón (A.1) hringinn í umferð – stillið af að perluprjónið gangi jafnt upp eins og áður yfir lykkjur frá berustykki. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur í hvoru megin við miðju lykkju undir ermi (= lykkja á eftir prjónamerki) – sjá ÚRTAKA = 34-38-38-42-46-50 LYKKJUR. Haldið síðan áfram hringinn í perluprjóni (A.1) – munið eftir LEIÐBEININGAR. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 24-24-23-21-20-18 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar er út 6-8-8-8-10-10 lykkjur jafnt yfir = 40-46-46-50-56-60 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 28-28-27-25-24-22 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #saharasunrisesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.