Matilda Therese Kung skrifaði:
Menar diagram A1 att man ska virka varven med dubbelstolpar genom att göra en dubbelstolpe i den nästa fasta maskan under och i nästa fasta maska göra två dubbelstolpar? Ungefär så som man gjorde under varv 5, 7, 9 & 11 men alltså bara en enda dubbelstolpe mellan de dubbla dubbelstolparna?
06.02.2021 - 00:07DROPS Design svaraði:
Hei Matilda. Nei. I A.1 skal du først hekle 1 dobbeltstav i neste maske, deretter skal du hekle 1 relieff-firedobbeltstav. Den hekles i dobbelstav/relieff-firedobbelstav fra forrige omgang med dobbelstaver/relieff-firedobbelstaver, altså hopp over omgangen med fastmasker og det skal hekles i rundt selve masken. En relieff-firedobbelstav hekles slik: Lag 4 kast om nålen, stikk nålen om dobbelstaven/relieff-firedobbelstaven, hent tråden, * lag 1 kast om nålen og trekk kastet gjennom de 2 første løkkene på nålen *, hekle fra *-* totalt 5 ganger = 1 maske. Du har nå heklet A.1 en gang, gjenta A.1 omgangen rundt. mvh DROPS design
15.02.2021 - 10:39
Lise H skrifaði:
Er det bare mig eller mangler instruktionen på dansk?
21.01.2021 - 18:08DROPS Design svaraði:
Hej Lise, Nu er den også lagt ud. Tak for info :)
26.01.2021 - 16:14
Josie skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas ce que je dois faire quand j'ai mes 88m serrées. Pouvez-vous m'aider svp ? Merci
21.11.2020 - 11:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Josie, vous continuez en point fantaisie comme avant, autrement dit, crochetez maintenant 1 tour en double-brides, 1 tour en mailles serrées et répétez ces 2 tours jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 23 cm. Crochetez maintenant A.1 et répétez les 2 derniers tours de A.1 jusqu'à ce que le bonnet mesure 33 cm. Bon crochet!
23.11.2020 - 08:34
Snow Hood#snowhoodhat |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Hekluð húfa úr DROPS Flora og DROPS Kid-Silk. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlakrókum.
DROPS 214-46 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma ekki í stað 1. tvíbrugðna stuðul. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. HÚFA: Heklið 4 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJU, með heklunál 3,5 með 1 þræði Flora og 1 þræði Kid-Silk og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 6 fastalykkjur um loftlykkjuhringinn – sjá HEKLLEIÐBEININGAR. UMFERÐ 2: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 fastalykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 24 fastalykkjur. UMFERÐ 4: * 1 fastalykkja í næstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* = 36 fastalykkjur. UMFERÐ 5: * 1 tvíbrugðinn stuðull í hvora af næstu 2 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 48 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 6: 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul. UMFERÐ 7: * 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja af næstu 3 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 60 tvíbrugðnir stuðlar. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 8: 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul. UMFERÐ 9: * 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af næstu 4 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 72 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 10: 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul. UMFERÐ 11: * 1 tvíbrugðinn stuðul í hvera af næstu 5 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 84 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið nú áfram í mismunandi stærðum þannig: Stærð S/M: UMFERÐ 12: * 1 fastalykkja í hverja af næstu 20 lykkjum, 2 fastalykkjur í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 88 lykkjur. Stærð M/L: UMFERÐ 12: 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul. UMFERÐ 13: * 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja af næstu 6 lykkjum, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju *, heklið frá *-* = 96 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 14: 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú áfram í báðum stærðum þannig: Haldið áfram hringinn með aðra hverja umferð með fastalykkjum og tvíbrugðnum stuðlum. Þegar stykkið mælist 23-25 cm, snúið stykkinu þannig að réttan snúi inn (þetta er gert til að uppábrotið komi að réttu þegar húfan er tilbúin). Heklið nú mynstur A.1 hringinn í umferð – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. Endurtakið síðustu 2 umferðir þar til húfan mælist 33-35 cm ofan frá og niður. Klippið frá og festið enda. Húfan mælist ca 23-25 cm með 10 cm uppábroti. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowhoodhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-46
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.