Barbara Hell skrifaði:
Hallo möchte gern dieses Teil häkeln, aber ich möchte anstatt 2 Fäden gern nur eine Wolle nehmen ! was könnt ihr ihr ihr da empfehlen?Vielen Dank
11.01.2021 - 07:59DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hell, hier finden Sie Modellen, die mit einer Häkelnadel 5,5 auch gehäkelt werden, prüfen Sie mal die Maschenprobe in der Breite und so können Sie Alternativen mal schauen - am besten immer eine Maschenprobe zuerst häkeln, so sehen Sie ob der Strucktur Ihnen gefällt. Ihr DROPS Händler wird Ihnen gerne weiterhelfen, das richtige Garn zu finden - auch telefonisch oder per E-Mail. Viel Spaß beim häkeln!
11.01.2021 - 10:55
Catherine skrifaði:
Bonjour, je souhaite faire ce débardeur mais avec un seul fil, quel fil pourrait correspondre ? je voudrais également assembler les côtés, y a t-il des mesures à modifier? ou y aurait-il un modèle de débardeur avec col roulé ou cheminée en crochet ? Merci C.
14.10.2020 - 22:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, en fonction de la texture que vous préfèrerez, vous pouvez utiliser DROPS Air (ex de modèles crochetés sur la même base) ou bien DROPS Melody (= laine du groupe D) suggéré en alternative à DROPS Sky+ DROPS Kid-Silk ici - Rappelez-vous quoi qu'il en soit de toujours bien vérifier votre échantillon. Bon crochet!
15.10.2020 - 11:38
Isah skrifaði:
Bonsoir je ne vois aucun diagramme dans le dessin juste les mesures, c'est bien dommage, pour les explications :(
19.09.2020 - 19:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Isah, vous trouverez le diagramme A.1 juste à côté du schéma des mesures, c'est un, tout petit diagramme de 2 mailles sur 3 rangs (dont 2 à répéter). Bon crochet!
21.09.2020 - 15:47
Maria Cecchinato skrifaði:
Posso usare un filato di tipo C (tipo Big Merino) invece dei proposti A+B? Grazie
01.09.2020 - 22:13DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria, il gruppo filati C corrisponde a 2 capi del filato A. Se lo vuole utilizzare in questo modello, deve lavorare un campione e verificare che corrisponda a quello indicato. Buon lavoro!
01.09.2020 - 22:54
Paride#paridevest |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Heklað vesti / slipover úr DROPS Sky og DROPS Kid-Silk. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 215-25 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJU: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð þegar heklað er í hring. Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta tvíbrugðna stuðul. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð þegar heklað er í hring. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að hekla 2 lykkjur í eina lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Vestið er heklað fram og til baka í stykkjum ofan frá og niður. Síðan eru axlasaumarnir saumaðir saman og að lokum er kantur í hálsmáli heklaður í hring. Allar umferðir frá röngu eru heklaðar með fastalykkjum og allar umferðir frá réttu eru heklaðar með tvíbrugðnum stuðlum. VESTI: BAKSTYKKI: Hægri öxl: Heklið 18-18-18-18-18-19 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJUR, með heklunál 5,5 með 1 þræði Sky og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju frá uppfitjunarkanti = 18-18-18-18-18-19 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið frá og geymið stykkið. Vinstri öxl: Heklið 18-18-18-18-18-19 loftlykkjur með heklunál 5,5 með 1 þræði Sky og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju frá uppfitjunarkanti = 18-18-18-18-18-19 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. UMFERÐ 3: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af fyrstu 17-17-17-17-17-18 lykkjum, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), heklið 17-18-19-21-22-22 lausar loftlykkjur (= hálsmál), heklið síðan yfir lykkjur að hægri öxl frá réttu þannig: Heklið 2 tvíbrugðna stuðla í fyrstu lykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af síðustu 17-17-17-17-17-18 lykkjum = 55-56-57-59-60-62 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum frá réttu og fastalykkjum frá röngu þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm mælt frá öxl – jafnframt í síðustu umferð með fastalykkjum er aukið út um 0-1-0-0-1-1 lykkju í umferð með því að hekla 2 lykkjur í eina lykkju = 55-57-57-59-61-63 lykkjur. Heklið nú kant með stuðlakrókum þannig: Heklið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka mælist stykkið alls 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. FRAMSTYKKI: Vinstri öxl: Heklið 18-18-18-18-18-19 loftlykkjur með heklunál 5,5 með 1 þræði Sky og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju frá uppfitjunarkanti = 18-18-18-18-18-19 tvíbrugðnir stuðlar. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Haldið síðan áfram með tvíbrugðna stuðla frá réttu og fastalykkjur frá röngu, jafnframt í 3. umferð byrjar útaukning fyrir hálsmáli – sjá ÚTAUKNING. Aukið út um 1 lykkju í 2. lykkju frá kanti í hægri hlið á stykki (= að hálsmáli) – þ.e.a.s. í byrjun á umferð frá réttu og í lok umferðar frá röngu. Aukið svona út í hverri umferð alls 4 sinnum = 22-22-22-22-22-23 lykkjur. Þegar 6. umferð hefur verið hekluð til loka er klippt frá. Geymið stykkið og heklið hægri öxl. Hægri öxl: Heklið 18-18-18-18-18-19 loftlykkjur með heklunál 5,5 með 1 þræði Sky og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Snúið og heklið mynstur þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Heklið 4 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju frá uppfitjunarkanti = 18-18-18-18-18-19 tvíbrugðinn stuðull. UMFERÐ 2 (ranga): Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju. Haldið áframa með tvíbrugðna stuðla frá réttu og fastalykkjur frá röngu, jafnframt í 3. umferð byrjar útaukning fyrir hálsmáli – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið út um 1 lykkju í 2. lykkju frá kanti í vinstri hlið á stykki (= að hálsmáli) – þ.e.a.s. í lok umferðar frá réttu og í byrjun á umferð frá röngu. Aukið svona út í hverri umferð alls 4 sinnum = 22-22-22-22-22-23 lykkjur. Þegar 6. umferð hefur verið heklað til loka er næsta umferð hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af fyrstu 20-20-20-20-20-21 lykkjum, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, 1 tvíbrugðinn stuðul í síðustu lykkju, heklið 9-10-11-13-14-14 lausar loftlykkjur (= hálsmál), heklið síðan áfram yfir lykkjur frá vinstri öxl frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í fyrstu lykkju, 2 tvíbrugðnir stuðlar í næstu lykkju, 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja af síðustu 20-20-20-20-20-21 lykkjum = 55-56-57-59-60-62 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðna stuðla frá réttu og fastalykkjum frá röngu þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm mælt frá öxl – jafnframt í síðustu umferð með fastalykkjum er aukið út um 0-1-0-0-1-1 lykkjur í umferð með því að hekla 2 lykkjur í eina lykkju = 55-57-57-59-61-63 lykkjur. Heklið nú kant með stuðlakrókum þannig: Heklið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkju í A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka mælist stykkið alls 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með 1 þráð í hvorri tegund. Saumið í lykkjur eina og eina til að saumurinn verði ekki stífur. Klippið 3 þræði Sky + 3 þræði Kid-Silk (= 6 þræðir) ca 100 cm. Þræðið þræðina í gegnum stykkið innan við 2 fastalykkjur meðfram hlið og ca 22 cm upp frá neðri kanti. Leggið þræðina þannig að þeir liggi tvöfaldir = 12 þræðir, skiptið þráðunum niður í 3 hluta með 4 þráðum í hverjum hluta, fléttið fléttu. Gerið einn hnút neðst á fléttunni þannig að hún rakni ekki upp. Klippið þræðina til. Endurtakið á framstykki/bakstykki í hvorri hlið á stykki. Hnýtið flétturnar saman í slaufu til að tengja stykkin saman. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt ofan á annarri öxlinni og heklið 68 til 76 fastalykkjur frá réttu í kringum kant í hálsmáli með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) með heklunál 5,5. Heklið í hring þannig: UMFERÐ 1: Heklið 4 loftlykkjur (= 1 tvíbrugðinn stuðull), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju, endið umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju, endið umferð með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. Endurtakið 1. og 2. umferð hringinn þar til kantur í hálsmáli mælist ca 8 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með fastalykkjum. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #paridevest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.