Stine Åsheim skrifaði:
Men man legger opp 50 masker når man starter prosjektet, og etter man har strikket den første runden på rettsiden med kastene skal man sitte igjen med 51 masker inkludert kastene. Men den neste runden fra vrangen krever vel 55 masker?
26.11.2020 - 08:47DROPS Design svaraði:
Hej Stine. Nej neste runden krever kun 51 masker. Du startar med 50 m, sedan på förste runden felles 4 m (du stickar 2 m sammen 4 gånger) och det ökas 5 (genom kasten i A.2a) så efter första rundan sitter du igjen med 51 masker. Du har sedan 51 masker helt fram till du delar arbetet och stickar vidare under "FOTEN". Du stickar rille där du tidigare stickat rille (inkl. där du stickade 2 m sammen), A.1 over A.1, A.3 over A.3 och A.2b over A.2a. Mvh DROPS Design
26.11.2020 - 10:55
Stine Åsheim skrifaði:
Jeg forstår ikke tellingen helt. Om det er 51 masker etter rett runde inkludert kastene, og man skal bytte ut a2a med a2b som er 5 masker mer, hvor kommer de siste 5 maskene fra? For når jeg strikker 3 r, 2 sammen, 2 r, 2 sammen, 4 r, a1, a2b, a3, 4 r, 2 sammen, 2r, 2 sammen og 3 r på vrang omgang er det ikke nok masker til å fullføre den siste 2 rett sammen og 3 vrang. Dvs det mangler 4 masker. Er det noen økninger jeg ikke har fptt med meg eller har jeg lest oppskriften feil?
25.11.2020 - 19:40DROPS Design svaraði:
Hej Stine. I A.2a är det 5 kast i diagrammet, så det är därifrån de 5 extra maskorna kommer från. Dvs när du ska sticka A.2b så har du nu 15 m istället för tidigare 10 m. Mvh DROPS Design
26.11.2020 - 08:25
Jannie Hansen skrifaði:
Det tredje symbol i diagramforklaringen (symbolet der bruges i A.2a), plejer det ikke at betyde omslag?? Eller betyder det noget andet i denne opskrift??
01.06.2020 - 11:29DROPS Design svaraði:
Hej Jannie. Du har helt rätt, det var fel i den danska översättningen. Felet är nu rättat. Mvh DROPS Design
02.06.2020 - 12:08
Mountain Meanderings#mountainmeanderingssocks |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaðar tátiljur með köðlum úr DROPS Snow. Stærð 35-43.
DROPS 203-34 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTLIJA: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Fyrst er stroffið prjónað, síðan fóturinn. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 50-50-58 lykkjur á hringprjón með Snow. Prjónið frá röngu þannig: 1 lykkja garðaprjón, stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist ca 12 cm og næsta umferð er frá réttu (= umferð sem byrjar með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur brugðið). Prjónið frá réttu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur saman, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur saman, 4-4-8 lykkjur garðaprjón, A.1 er prjónað yfir 7 lykkjur, A.2a er prjónað yfir 10 lykkjur, A.3 er prjónað yfir 7 lykkjur, 4-4-8 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur saman, 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur saman og endið með 3 lykkjur garðaprjón = 51-51-59 lykkjur með 5 uppsláttum meðtöldum í A.2a. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umferð frá röngu er haldið áfram í garðaprjóni, A.1 og A.3 en prjónið A.2b (= 15 lykkjur) yfir A.2a. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 26 cm, stillið af þannig að næsta umferð sé frá réttu. Klippið frá, setjið ystu 17-17-21 lykkjur í hvorri hlið á sitt hvorn þráðinn. FÓTUR: Prjónið nú áfram yfir 17 lykkjur sem eru á prjóni (= efri hlið á fæti), byrjið frá réttu með því að fitja upp 1 nýja lykkju á prjóninn, prjónið 1 lykkju brugðið, A.2b yfir 15 lykkjur, prjónið 1 lykkju brugðið og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar = 19-19-19 lykkjur. Haldið áfram með mynstur A.2b eins og áður með 2 lykkjum brugðið yst í hvorri hlið þar til stykkið mælist 9-10-11 cm frá skiptingu, stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið 1 lykkju slétt og prjónið síðan þær lykkjur sem eftir eru 2 og 2 slétt saman = 10-10-10 lykkjur. Klippið frá. Setjið til baka 17-17-21 lykkjur af þráðum á prjóninn, setjið þær sitt hvoru megin við lykkjur sem eru á prjóni. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 17-17-21 lykkjur slétt, prjónið upp 12-14-16 lykkjur meðfram efri hlið, prjónið 10-10-10 lykkjur slétt (ystu á efri hlið), prjónið upp 12-14-16 lykkjur meðfram efri hlið og prjónið 17-17-21 lykkjur slétt = 68-72-84 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið nú áfram í garðaprjóni og fækkið lykkjum til að forma fótinn. Setjið eitt prjónamerki til að auðveldara sé að sjá hvar miðjan á stykkinu er, setjið prjónamerkið þannig að það séu 34-36-42 lykkjur hvoru megin við prjónamerkið. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, JAFNFRAMT er fækkað um 8 lykkjur jafnt yfir (skiptið þeim þannig að það sé fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir hvoru megin við prjónamerki) = 60-64-76 lykkjur. Prjónið garðaprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 2-3-2 cm (þ.e.a.s. 4-6-4 umferðir garðaprjón) frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við miðju 6 lykkjur (= 2 lykkjur færri), fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 56-60-72 lykkjur. Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við miðju 4 lykkjur (= 2 lykkjur færri), fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu alls 2-3-4 sinnum = 52-54-64 lykkjur. Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerkið (= 2 lykkjur færri), fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 48-50-60 lykkjur. AFFELLING: Fellið af frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman 2 sinnum, síðan er fyrsta af þessum lykkjum sem prjónaðar voru saman lyft yfir hinar (= 3 lykkjur færri). Haldið áfram með að fella af með sléttum lykkjum yfir hinar lykkjurnar þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman 2 sinnum, síðan er fyrsta af þessum lykkjum sem prjónaðar eru saman lyft yfir hinar. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkjuna. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið tátiljuna saman tvöfalda þannig að hún sé flöt. Saumið í ystu lykkjubogana meðfram affellingarkanti mitt undir fæti. Saumið síðan áfram upp yfir hælinn og stroffið. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mountainmeanderingssocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 203-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.