Oksana skrifaði:
For right front in size M it says: ... until 3 stitches remain (= 9 times), work diagram A.18 over 1 stitch and work diagram A.19 over 1 stitch. 3 stichers remain or maybe - 2sts?
24.11.2019 - 16:29DROPS Design svaraði:
Dear Oksana, thanks for your feedback, our design team will check; thank you in advance for your patience.
27.11.2019 - 07:47
Hanneke skrifaði:
Leuk, als het patroon er is, ga ik meteen aan de slag.
14.10.2019 - 09:12
Astrid skrifaði:
Har allerede bestemt meg for hvilken farge jeg skal hekle denne i! Gleder meg kjempemye til mønsteret kommer!!!
18.09.2019 - 07:09
Erica Van Der Griendt skrifaði:
Ik heb mijn haaknaald al vast, nu nog het patroon!
13.09.2019 - 20:30
Chantal Collin skrifaði:
I love this cardigan and the matching sweater. BEAUTIFUL!
30.07.2019 - 16:02
Joanna skrifaði:
Beautiful!! I can't wait for the pattern
15.07.2019 - 15:26
Breakfast in Paris Jacket#breakfastinparisjacket |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð peysa með kúlum úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-11 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Það er mikilvægt að hekla loftlykkjurnar í byrjun á stykkinu ekki of fast, ef kanturinn verður of stífur er hægt að nota grófari heklunál. LEIÐBEININGAR UM KANTA AÐ FRAMAN: Mikilvægt er að lykkjurnar í mynsturteikningu A.15, A.16, A.22 og A.23 eru ekki heklaðar of fast (= kantlykkjur að framan). Þetta er mjög mikilvægt þegar lykkjum er fækkað fyrir v-hálsmáli. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.23. Allar mynsturteikningarnar eru ekki notaðar í öllum stærðum. KÚLA – HEKLIÐ 5 ÞRÍBRUGÐNA STUÐLA SAMAN: Heklið 1 þríbrugðinn stuðul, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin = 2 lykkjur á heklunálinni. Heklið 4 þríbrugðna stuðla saman alveg eins = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni. Herðið vel að áður en heklað er áfram. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokinn, heklið 1 stuðul alveg eins. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. BAKSTYKKI: Heklið 70-76-82-88-96-104 lausar loftlykkjur með heklunál 5 og Air – ef loftlykkjurnar eru ekki nægilega lausar þá kemur stykkið til með að dragast saman í kantinum – sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan. Heklið mynsturteikningu A.1-A.4 frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir 1-1-1-1-1-1 lykkju, heklið A.2 yfir 0-2-0-2-2-2 lykkjur, heklið A.3 þar til 1 lykkja er eftir (= 17-18-20-21-23-25 sinnum) og heklið A.4 yfir 1 lykkju. Heklið mynsturteikningu svona 1 sinni á hæðina. Heklið síðan eftir mynsturteikningu A.5-A.10 frá réttu þannig: STÆRÐ S: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.7 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.8 þar til 3 lykkjur eru eftir (= 8 lykkjur), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ M: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.8 þar til 2 lykkjur eru eftir (= 9 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 1 lykkju og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ L: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.9 þar til 1 lykkja er eftir (= 10 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XL: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.7 yfir 1 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.8 þar til 4 lykkjur eru eftir (= 10 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 3 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XXL: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.7 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.8 þar til 4 lykkjur eru eftir (= 11 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XXXL: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.7 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.8 þar til 4 lykkjur eru eftir (= 12 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 3 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið svona þar til stykkið mælist alls 38-39-40-41-42-43 cm. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! Nú á ekki lengur að hekla yfir ystu 2-2-3-3-3-3 lykkjurnar í hvorri hlið – hér á að sauma ermarnar niður síðar. Klippið því þráðinn frá og byrjið á næstu umferð með því að hekla í 3.-3.-4.-4.-4.-4. lykkju inn frá hlið og endið umferð þegar eftir eru 2-2-3-3-3-3 lykkjur í umferð = 66-72-76-82-90-98 lykkjur. ATH! Passið uppá að kúlumynstrið haldi áfram eins og áður yfir hvert annað. Heklið eins og áður þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Nú eru ekki kúlurnar ekki lengur heklaðar, skiptið út 1 kúlu fyrir 1 stuðul. Heklið áfram með stuðlum þar til stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm. Nú er ekki lengur heklað yfir miðju 12-12-14-14-16-16 stuðla (= hálsmál) = 27-32-31-34-37-41 stuðlar á hvorri öxl. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 stuðul við hálsmál, sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í næstu umferð frá réttu = 25-28-29-32-35-39 stuðlar. Heklið þar til stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm. Heklið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI (þegar stykkið er mátað): Heklið 40-43-46-49-53-57 lausar loftlykkjur með heklunál 5 og Air – ef loftlykkjurnar eru ekki heklaðar nægilega laust þá kemur stykkið til með að dragast saman í kanti – sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan. Heklið eftir mynsturteikningu A.11 til A.15 frá réttu þannig: STÆRÐ S: Heklið mynsturteikningu A.11 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.12 yfir 2 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.14 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 8 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.15 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ M: Heklið mynsturteikningu A.11 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.12 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.14 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 9 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.15 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ L: Heklið mynsturteikningu A.11 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.14 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 10 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.15 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Heklið mynsturteikningu A.11 yfir 1-1-1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.13 yfir 3-3-3 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.14 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 10-11-12 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.15 yfir 5-5-5 lykkjur (= kantur að framan). ALLAR STÆRÐIR: Hekli mynsturteikningu svona alls 1 sinni á hæðina. Sjá LEIÐBEININGAR UM KANTA AÐ FRAMAN í útskýringu að ofan. Heklið síðan eftir mynsturteikningu A.5, A.6, A.20, A.21 og A.22 frá réttu þannig: STÆRÐ S og M: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2-5 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.21 þar til eftir eru 5 lykkjur (= 4-4 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.22 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ L: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, mynsturteikning A.6 yfir 1 lykkju, mynsturteikning A.20 yfir 7 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.21 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 4 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.22 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ XL og XXXL: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, mynsturteikning A.6 yfir 3-3 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.21 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 5-6 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.22 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). STÆRÐ XXL: Heklið mynsturteikningu A.5 yfir 1 lykkju, heklið mynsturteikningu A.20 yfir 7 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.21 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 5 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.22 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan). ALLAR STÆRÐIR: Heklið eftir mynsturteikningu svona þar til stykkið mælist alls 38-39-40-41-42-43 cm. Gerið síðan handveg í hægri hlið á framstykki með því að hekla ekki lengur yfir ystu 2-2-3-3-3-3 lykkjurnar í hlið (gangstæð hlið við kant að framan). Ef þetta er gert í umferð frá röngu: Endið umferð þegar eftir eru 2-2-3-3-3-3 lykkjur. Ef þetta er gert í umferð frá réttu: Klippið þráðinn frá, byrjið síðan á að hekla í 3.-3.-4.-4.-4.-4. lykkju frá hlið. ATH! Kúlumynstur á að halda áfram eins og áður, en passið uppá að hekla ekki kúlur í 3 ystu lykkjurnar að hlið (skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 40-39-43-45-42-48 cm fækkið um 1 lykkju innan við 5 kantlykkjur að framan með því að hekla 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð, alls 8-8-9-9-10-10 sinnum. ATH! Kúlumynstrið á að halda áfram eins og áður, en stillið af þannig að ekki séu heklaðar kúlur í 4 ystu lykkjurnar við kant að framan (skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm heklið ekki lengur kúlur, skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli. Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka eru 30-33-34-37-40-44 lykkjur í umferð. Heklið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Öxlin er tilbúin og heklað er áfram yfir 5 kantlykkjur að framan (= kantur í hálsmáli sem á að sauma niður meðfram kanti í hálsmáli á bakstykki). Ef síðasta umferðin var frá réttu, snúið stykkinu og heklið frá röngu. Ef síðasta umferðin var frá röngu, klippið frá og heklið frá réttu í 5 kantlykkjur að framan. Heklið þar til kantur að framan mælist ca 7-7-8-8-9-9 cm frá öxl. Klippið frá, en látið endann vera ca 20 cm svo hægt sé að nota hann síðar í frágang. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar stykkið er mátað): Heklið 40-43-46-49-53-57 lausar loftlykkjur með heklunál 5 og Air – ef loftlykkjurnar eru ekki nægilega lausar þá kemur stykkið til með að dragast saman í kanti – sjá LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan. Heklið eftir mynsturteikningu A.16 til A.19 frá réttu þannig: STÆRÐ S: Heklið mynsturteikningu A.16 yfir 5 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.17 þar til 3 lykkjur eru eftir (= 8 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.18 yfir 2 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.19 yfir 1 lykkju. STÆRÐ M: Heklið mynsturteikningu A.16 yfir 5 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.17 þar til eftir eru 2 lykkjur (= 9 sinnum), heklið mynsturteikningu A.18 yfir 1 lykkju og heklið mynsturteikningu A.19 yfir 1 lykkju. STÆRÐ L: Heklið mynsturteikningu A.16 yfir 5 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.17 þar til eftir er 1 lykkja (= 10 sinnum) og heklið mynsturteikningu A.19 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Heklið mynsturteikningu A.16 yfir 5 lykkjur, heklið mynsturteikningu A.17 þar til eftir eru 4-4-4 lykkjur (= 10-11-12 sinnum), heklið mynsturteikningu A.18 yfir 3 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.19 yfir 1 lykkju. ALLAR STÆRÐIR: Hekli mynsturteikningu svona 1 sinni á hæðina. Sjá LEIÐBEININGAR UM KANTA AÐ FRAMAN í útskýringu að ofan. Heklið síðan eftir mynsturteikningu A.6, A.8, A.10, A.20 og A.23 frá réttu þannig: STÆRÐ S og M: Heklið mynsturteikningu A.23 yfir 5-5 lykkjur (= kantur að framan), heklið mynsturteikningu A.8 þar til 3-6 lykkjur eru eftir (= 4-4 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 2-5 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1-1 lykkju. STÆRÐ L: Heklið mynsturteikningu A.23 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan), heklið mynsturteikningu A.8 þar til 1 lykkja er eftir (= 5 sinnum), heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XL: Heklið mynsturteikningu A.23 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan), heklið mynsturteikningu A.8 þar til 4 lykkjur eru eftir (= 5 sinnum), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 3 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XXL: Heklið mynsturteikningu A.23 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan), heklið mynsturteikningu A.8 þar til 8 lykkjur eru eftir (= 5 sinnum), heklið mynsturteikningu A.20 yfir 7 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. STÆRÐ XXXL: Heklið mynsturteikningu A.23 yfir 5 lykkjur (= kantur að framan), heklið mynsturteikningu A.8 þar til 4 lykkjur eru eftir (= 6 lykkjur), heklið mynsturteikningu A.6 yfir 3 lykkjur og heklið mynsturteikningu A.10 yfir 1 lykkju. ALLAR STÆRÐIR: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! Heklið eftir mynsturteikningu þar til stykkið mælist alls 38-39-40-41-42-43 cm. Gerið síðan handveg í vinstri hlið á framstykki með því að hekla ekki lengur yfir ystu 2-2-3-3-3-3 lykkjurnar í hlið (gagnstæð hlið á kanti að framan). Ef þetta er gert í umferð frá réttu: Endið umferð þegar eftir eru 2-2-3-3-3-3 lykkjur. Ef þetta er gert í umferð frá röngu: Klippið þráðinn frá, byrjið síðan að hekla í 3.-3.-4.-4.-4.-4. lykkju frá hlið. ATH! Kúlumynstur á að halda áfram eins og áður, en passið uppá að hekla ekki kúlur í 3 ystu lykkjurnar að hlið (skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 40-39-43-45-42-48 cm fækkið um 1 lykkju innan við 5 kantlykkjur að framan með því að hekla 2 stuðla saman – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð, alls 8-8-9-9-10-10 sinnum. ATH! Kúlumynstrið á að halda áfram eins og áður, en stillið af þannig að ekki séu heklaðar kúlur í 4 ystu lykkjur við kant að framan (skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm heklið ekki lengur kúlur, skiptið út 1 kúlu með 1 stuðli. Þegar allar úrtöku fyrir v-hálsmáli og handveg hafa verið gerðar til loka eru 30-33-34-37-40-44 lykkjur í umferð. Heklið áfram þar til stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm. Öxlin er tilbúin og heklað er áfram yfir 5 kantlykkjur að framan (= kantur í hálsmáli sem á að sauma niður meðfram kanti í hálsmáli á bakstykki). Ef síðasta umferðin var frá réttu, snúið stykkinu og heklið frá röngu. Ef síðasta umferðin var frá röngu, klippið frá og heklið frá réttu í 5 kantlykkjur að framan. Heklið þar til kantur að framan mælist ca 7-7-8-8-9-9 cm frá öxl. Klippið frá, en látið endann vera ca 20 cm svo hægt sé að nota hann síðar í frágang. ERMI: Heklið 52-54-56-58-62-66 lausar loftlykkjur með heklunál 5 og Air. Heklið 2-2-3-3-3-3 umferðir með stuðlum fram og til baka (hér á að sauma síðar fram- og bakstykki niður við ermi). Heklið síðan stuðla fram og til baka, en hver umferð er sett saman með 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul sem var heklaður í umferð og stykkinu er snúið (þá verður áferðin alveg eins á allri erminni og þá þarf ekki að sauma saman í lokin). Heklið síðan áfram þar til stykkið mælist alls 20-19-18-17-15-13 cm (nú eru eftir ca 34 cm að loka máli í öllum stærðum). Aukið nú út 2 stuðla neðan undir ermi, aukið út með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul innan við fyrsta og síðasta stuðul í umferð (= 2 stuðlar fleiri). Endurtakið útaukningu í 3. hverri umferð alls 8 sinnum = 68-70-72-74-78-82 lykkjur. Heklið þar til stykkið mælist 48-47-46-45-43-41 cm (ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Í næstu umferð er lykkjum fækkað með því að hekla 2 og 2 stuðla saman út umferðina = 34-35-36-37-39-41 lykkjur. Heklið 1 umferð til viðbótar og fækkið 6-7-4-5-3-5 lykkjur jafnt yfir = 28-28-32-32-36-36 lykkjur. Nú er kantur heklaður neðst á ermi frá réttu þannig: Heklið 3 loftlykkjur (= kemur í stað 1. stuðul), heklið 1 stuðul um næsta stuðul frá framhlið á stykki, * heklið 1 stuðul um hvorn af næstu 2 stuðlum frá bakhlið á stykki, heklið 1 stuðul um hvorn af næstu 2 stuðum frá framhlið á stykki *, heklið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram að hekla svona þar til kanturinn mælist ca 4 cm, ermin mælist ca 54-53-52-51-49-47 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Saumið axlasauma kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið ermar í – sú eining sem var hekluð fram og til baka efst á ermi, á að sauma niður við framstykki/bakstykki þar sem handvegurinn var gerður. Saumið hliðarsauma. Saumið saman enda á 5 kantlykkjum að framan frá vinstra framstykki við enda á 5 kantlykkjum að framan á hægra framstykki – passið uppá að kantur að framan snúi ekki uppá sig = kantur í hálsmáli. Leggið kantinn á lykkjum á framstykki þannig að þær lykkju kant í kant við hálsmál á bakstykki, saumið niður kantinn að framan með smáu spori. Tölur eru saumaðar niður í vinstri kant að framan, hneppt er í gegnum lykkjur í hægri kanti að framan. Efsta talan á að vera þara sem úrtaka byrjaði fyrir v-hálsmáli og neðsta talan á að vera ca 2 cm frá kanti neðst. Staðsetjið síðan þær 3-3-3-4-4-4 tölur sem eftir eru jafnt yfir á milli þessa. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #breakfastinparisjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.