Ready to Cheer#readytocheerhat |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð húfa með fána úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni og röndum. Stærð 6 ára, 10 ára, M og L.
DROPS Children 32-19 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju með tveimur mismunandi aðferðum þannig: Fækkið um 1 lykkju til hægri á vinstri hlið á stykki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið um 1 lykkju til vinstri á hægri hlið á stykki: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING OG ÚRTÖKU UMFERÐ: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju – sjá ÚTAUKNING!, prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, fækkið um 1 lykkju til hægri – sjá ÚRTAKA! og prjónið 2 lykkjur slétt. ATH! Munið eftir að hver umferð frá röngu er prjónuð slétt. MFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, fækkið um 1 lykkju til hægri og prjónið 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, fækkið um 1 lykkju til vinstri – sjá ÚRTAKA! Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju, prjónið 2 lykkju slétt. UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkjur og prjónið 2 lykkjur slétt. LITAVALMÖGULEIKAR: Húfurnar á myndinni eru prjónaðar í litavalmöguleikum fyrir NOREG sem er útskýrt hér, ef óskað er eftir er hægt að skipta yfir í aðra litavalmöguleika eins og útskýrt er að neðan. Rendurnar eru prjónaðar yfir 24 umferðir garðaprjón mitt framan á húfunni. NOREGUR: Litur 1 = natur, litur 2 = rauður, litur 3 = natur, litur 4 = blár, litur 5 = natur, litur 6 = rauður. ÍSLAND: Litur 1 = natur, litur 2 = blár, litur 3 = natur, litur 4 = rauður, litur 5 = natur, litur 6 = blár. SVÍÞJÓÐ: Litur 1 = natur , litur 2 = blár, litur 3, 4 og 5 = gulur og litur 6 = blár. DANMÖRK: Litur 1 = natur, litur 2 = rauður, litur 3, 4 og 5 = natur og litur6 = rauður. FINNLAND: Litur 1 = natur, litur 2 = blár, litur 3, 4 og 5 = natur og litur 6 = blár. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá hlið, allar umferðir eru prjónaðar slétt (= garðaprjón). Aukið er út og lykkjum fækkað í hvorri hlið jafnóðum og stykkið er prjónað. HÚFA: HLUTI 1: Notið lit 1 – sjá LITAVALMÖGULEIKAR. Fitjið upp 34-38-38-42 lykkjur á prjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan garðaprjón – JAFNFRAMT er aukið út/lykkjum fækkað í hverri umferð frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING OG ÚRTÖKU UMFERÐ. Allar umferðir frá röngu eru prjónaðar slétt og eru ekki útskýrðar í uppskrift. Setjið gjarna prjónamerki í réttu á stykkinu, þannig að auðveldara sé að sjá hvoru megin í hvorri hlið á að auka út/fækka lykkjum. Prjónið UMFERÐ 1 – sjá útskýringu að ofan, alls 11-11-14-14 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 24-24-30-30 umferðir garðaprjón frá byrjun. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið UMFERÐ 2 – sjá útskýringu að ofan, alls 4-4-4-4 sinnum. Nú eru 30-34-34-38 lykkjur í umferð og prjónaðar hafa verið alls 32-32-38-38 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 3 – sjá útskýringu að ofan, alls 11-11-14-14 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 54-54-66-66 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 4 – sjá útskýringu að ofan, alls 4-4-4-4 sinnum. Nú eru 34-38-38-42 lykkjur í umferð og prjónaðar hafa verið alls 62-62-74-74 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 1 alls 4-4-6-6 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 70-70-86-86 umferðir garðaprjón frá byrjun. HLUTI 2: Notið lit 2. Prjónið UMFERÐ 1 alls 2 sinnum (= 4 umferðir garðaprjón). Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð. Prjónið UMFERÐ 2 alls 2 sinnum (= 4 umferðir garðaprjón). Nú eru 32-36-36-40 lykkjur í umferð. HLUTI 3: Notið lit 3. Prjónið UMFERÐ 2 alls 1 sinni (= 2 umferðir garðaprjón). Nú eru 31-35-35-39 lykkjur í umferð. HLUTI 4: Notið lit 4. Prjónið UMFERÐ 2 alls 1 sinni (= 2 umferðir garðaprjón). Nú eru 30-34-34-38 lykkjur í umferð og prjónaðar hafa verið alls 82-82-98-98 umferðir garðaprjón frá byrjun. Stykkið mælist 19-19-23-23 cm (= mitt framan á húfu). Prjónið UMFERÐ 4 alls 1 sinni (= 2 umferðir garðaprjón). Nú eru 31-35-35-39 lykkjur í umferð. HLUTI 5: Notið lit 5. Prjónið UMFERÐ 4 alls 1 sinni (= 2 umferðir garðaprjón). Nú eru 32-36-36-40 lykkjur í umferð. HLUTI 6: Notið lit 6. Prjónið UMFERÐ 4 alls 2 sinnum (= 4 umferðir garðaprjón). Nú eru 34-38-38-42 lykkjur í umferð. Prjónið UMFERÐ 3 alls 2 sinnum (= 4 umferðir garðaprjón). Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð. HLUTI 7: Notið lit 1. Prjónið UMFERÐ 3 alls 4-4-6-6 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 102-102-122-122 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 2 alls 4 sinnum. Nú eru 30-34-34-38 lykkjur í umferð og prjónaðar hafa verið alls 110-110-130-130 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 1 alls 11-11-14-14 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 132-132-158-158 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 4 alls 4 sinnum. Nú eru 34-38-38-42 lykkjur í umferð og prjónaðar hafa verið alls 140-140-166-166 umferðir garðaprjón frá byrjun. Prjónið UMFERÐ 3 alls 11-11-14-14 sinnum. Það er enn sami fjöldi lykkja í umferð og prjónaðar hafa verið alls 162-162-1947-194 umferðir garðaprjón frá byrjun. Endið með að prjóna 2 umferðir garðaprjón og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Prjónaðar hafa verið alls 164-164-196-196 umferðir garðaprjón frá byrjun og stykkið mælist ca 38-38-46-46 cm. FRÁGANGUR: Toppurinn á húfunni = sú hlið á stykki sem er með 2 heilum hornum og 2 hálfum hornum. Opið á húfunni = sú hlið á stykki sem er með 3 heil horn (miðju hornið nær fram á enni að framan). Saumið húfuna saman kant í kant með smáu spori þannig: Saumið saman toppinn á húfunni með því að sauma fyrsta hálfa hornið saman við fyrri helming á fyrsta heila horninu. Síðan er seinni helmingurinn af fyrsta heila horninu saumað við fyrri helming af næsta heila horni. Saumið síðan seinni helming af seinna heila horninu saman við síðasta hálfa hornið. Að lokum er húfan saumuð saman við miðju að aftan (= affelling og uppfitjun). |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #readytocheerhat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.