Etel skrifaði:
I love your yarn and your patterns but the patterns are very hard to understand and to follow, there is not a sequence we have to read something at the beginning then go to the bottom tu follow the pattern and then go back to where we where. i order my yarn from UK could not find the color and the kind i wanted and now i have some much problems understanding the pattern it is sad
08.12.2021 - 19:54
Anika skrifaði:
Ich möchte gerne die Kapuze weglassen. Kann ich mich bezüglich Kragen an einem anderen Modell orientieten?
06.12.2021 - 10:05DROPS Design svaraði:
Liebe Anika, ja wahrscheinlich, gerne kann Ihnen damit Ihr DROPS Laden auch telefonisch oder per E-Mail weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
06.12.2021 - 15:02
Sylwia skrifaði:
W wersji polskiej dla prawego przodu (oraz analogicznie lewego przodu) użyte jest określenie „zamykanie oczek”, które było mylące:”Przerobić 1 rząd na prawo na prawej stronie robótki, w tym samym czasie równomiernie zamykając (4) 4-6-6-6 (6) oczek ponad schematami A.5/A.6 = (42) 52-58-64-72 (82) oczka.” Zrozumiałam to jak angielskie „close” lub „bind off” i musiałam potem spruć, by poprawić. Sugeruje dodać wyjaśnienie, ze chodzi o przerobienie dwóch oczek razem.
02.12.2021 - 23:42DROPS Design svaraði:
Witaj Sylwio! Bardzo dziękuję za celną uwagę. Doprecyzowałam w nawiasie o jakie zamykanie oczek chodzi. Pozdrawiam!
03.12.2021 - 09:13
Liliana skrifaði:
Buongiorno è possibile avere il modello con i ferri dritti? O anche un altro modello ma sempre con i ferri dritti Grazie Saluti Liliana Elcani
09.11.2021 - 16:18DROPS Design svaraði:
Buonasera Liliana, il modello è lavorato in piano, per cui può utilizzare i ferri dritti. Buon lavoro!
09.11.2021 - 23:05
Josie skrifaði:
I don’t understand the pattern . I’ve been knitting for 50yrs and never came across apattern like this I’ve done shawls ,blankets Arans etc but never came across anything like no row by row instructions? Pat no me - 066-by
08.11.2021 - 21:31DROPS Design svaraði:
Hi Josie, The diagrams are at the bottom of the pattern, with row by row instructions. Happy knitting!
09.11.2021 - 07:03
Sylwia skrifaði:
Hi! I don’t understand the description to divide front side to right and left. “… divide the piece mid front and each side is finished separately”- is this just general description or should I understand it to divide 40 stitches each (1/3m)? “Cut the strand. Place the first 37 stitches, seen from the right side, on 1 thread (= left front piece). There are now 43 stitches left on needle for right front piece.”Why cut the strand? From where should I take the strand for right front?
03.11.2021 - 22:34DROPS Design svaraði:
Dear Sylvia, when piece measures 22 cm (size 1/3 months), cut the yarn after a row from RS and slip the first 37 sts seen from RS (= left front piece) on a thread, they will be worked later, now join yarn again and work right front piece and continue in pattern as before, starting with a wrong side row. Happy knitting!
04.11.2021 - 07:04
Rannveig Kjosavik skrifaði:
Jeg har strikket forstykket, men jeg ser at bakstykket på 1/3 mnd har ferre masker enn forstykkene. På forstykkene skulle en strikke A2 etter rillene og øke for mønsteret. På bakstykke legges opp 68 m og strikkes A3 helt til øking av armene.På forstykket var det 80 m. før delingen. Er det slik det skal være?
27.09.2021 - 02:10DROPS Design svaraði:
Hej Rannveig. Ja det är riktigt. Ökningarna på framstycket är pga flettene och eftersom det inte är fletter på bakstycket så gör man inte ökningar där. Mvh DROPS Design
27.09.2021 - 08:10
Kirsi skrifaði:
Mielestäni ohje on käännetty väärin kuvan perusteella. Pitsineuleen alkaessa käsketään neuloa sileää neuletta, mutta muiden maiden ohjeessa nurjalla, oikean puolen kerros palmikoiden välissä?
26.09.2021 - 23:04DROPS Design svaraði:
Hei, ohjeeseen oli tehty korjaus. Tämä korjaus on nyt lisätty myös suomenkieliseen ohjeeseen.
06.10.2021 - 17:17
Vildeni Negrão Niho skrifaði:
Quero fazer esse modelo,mas não estou entendendo o início, se é feito em tricô plano ou circular. Se o ponto fantasia e múltiplos de qual número é as costas e ponto arroz duplo? Obrigada
22.09.2021 - 20:40DROPS Design svaraði:
Bom dia, Esse modelo é feito em tricô plano. Quanto aos múltiplos do ponto fantasia, sugerimos que veja os diagramas. A.1 , por exemplo, tem 14 malhas no início e termina com 18 malhas, como é explicado na receita. Bons tricôs!
23.09.2021 - 09:09
Natasha skrifaði:
Is there a chart or legend that lists what stitch each symbol represents?
31.08.2021 - 19:32DROPS Design svaraði:
Dear Natasha, you can find the descriton of each symbol just above the charts and the schematic drawing. Happy Stitching!
31.08.2021 - 20:27
Cable Snooze#cablesnoozebuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður poki fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað með gatamynstri, tvöföldu perluprjóni og hettu. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 33-7 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Stærð (0) 0/1 mán: Sjá mynsturteikningu, A.1, A.3, A.4 og A.5. Stærð 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2) ára: Sjá mynsturteikningu A.2, A.3 og A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT-1 (á við um neðst á poka): 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Þessi (4) 4-4-5-5 (5) hnappagöt eru staðsett jafnt yfir með ca (4½) 5-6-5½-6 (6) cm millibili. HNAPPAGAT-2 (á við um kant við miðju að framan): Fellið af fyrir hnappagati frá réttu á hægra kanti. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman, sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar kantur að framan mælist (mælt frá prjónamerki): (0) mán: 2, 8, 14 og 20 cm 0/1 mán: 2, 8, 14, 20 og 26 cm 1/3 mán: 2, 7, 13, 18, 24 og 29 cm 6/9 mán: 2, 9, 16, 23, 29 og 35 cm 12/18 mán: 2, 8, 14, 20, 26, 32 og 38 cm (2) ára: 2, 8, 15, 21, 28, 34 og 41 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í 2 hlutum. Fitjaðar eru upp lykkjur á hvorri hlið fyrir ermum. Stykkið er saumað saman á öxlum/mitt á ermum og undir ermum. Að lokum er prjónuð hetta. FRAMSTYKKI: Fitjið upp (48) 56-68-74-78 (82) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist (2) 2-2-2½-2½ (2½) cm fellið af fyrir (4) 4-4-5-5 (5) hnappagötum jafnt yfir – sjá HNAPPAGAT-1. Haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist (4) 4-4-5-5 (5) cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ (0) 0/1 MÁN: 1 kantlykkja í garðaprjóni, (2) 6 lykkjur brugðið, A.1 (= 14 lykkjur sem auknar er út til 18 lykkjur), prjónið (14) 14 lykkjur brugðið, prjónið A.1 (= 14 lykkjur sem auknar eru út til 18 lykkjur), prjónið (2) 6 lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = (56) 64 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.3 yfir fyrstu (2) 6 lykkjur, A.4 (= 18 lykkjur), prjónið (14) 14 lykkjur brugðið, prjónið A.5 (= 18 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu (2) 6 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan eins og útskýrt er undir ALLAR STÆRÐIR! STÆRÐ 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2) ÁRA: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 0-2-4 (6) lykkjur brugðið, prjónið A.2 (= 26 lykkjur sem auknar eru til 32 lykkjur), prjónið 14-16-16 (16) lykkjur brugðið, prjónið A.2 (= 26 lykkjur sem auknar eru til 32 lykkjur), prjónið 0-2-4 (6) lykkjur brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 80-86-90 (94) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 yfir fyrstu 0-2-4 (6) lykkjur, prjónið A.6 (= 32 lykkjur), prjónið 14-16-16 (16) lykkjur sléttprjón, prjónið A.6 (= 32 lykkjur), prjónið A.3 yfir næstu 0-2-4 (6) lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan eins og útskýrt eru undir ALLAR STÆRÐIR! ALLAR STÆRÐIR: Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist (16) 18-22-26-32 (38) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, skiptist framstykkið við miðju að framan og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Klippið þráðinn frá. Setjið fyrstu (25) 29-37-40-42 (44) lykkjur séð frá réttu á þráð (= vinstra framstykki). Nú eru (31) 35-43-46-48 (50) lykkjur eftir á prjóni fyrir hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: = (31) 35-43-46-48 (50) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið – prjónamerkið á að nota síðar til að mæla fjarlægð frá hnappagötum. Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur eins og áður, en 6 ystu lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur að framan). Fellið af fyrir hnappagötum í kanti að framan – sjá HNAPPAGAT-2. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist (30) 37-45-54-63 (72) cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar frá réttu (þ.e.a.s. að hlið) þannig: Fitjið upp (4) 6-6-7-9 (12) lykkjur alls 3 sinnum og síðan (14) 15-16-17-18 (18) lykkjur 1 sinni = (57) 68-77-84-93 (104) lykkjur á prjóni (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3). Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður, en 12 ystu lykkjurnar á ermi eru prjónaðar í garðaprjóni (kantur með uppábroti). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca (37) 45-52-62-71 (81) cm. Það á að hafa verið prjónaður ca 1 cm á eftir síðasta hnappagati í kanti að framan, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Í næstu umferð (rétta) eru ystu (7) 8-9-10-10 (11) lykkjur við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og síðan 1 lykkju (2) 2-2-2-3 (3) sinnum = (46) 56-64-70-78 (88) lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist (39) 47-55-65-75 (85) cm, en stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið jafnframt um (4) 4-6-6-6 (6) lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5/A.6 = (42) 52-58-64-72 (82) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Stykkið mælist ca (40) 48-56-66-76 (86) cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið vinstra framstykki eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka (25) 29-37-40-42 (44) lykkjur af þræði á vinstra framstykki á hringprjón. Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur eins og áður. JAFNFRAMT í lok fyrstu umferðar eru prjónaðar upp 6 nýjar lykkjur aftan við hægri kant að framan, þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 kantlykkjum að framan = (31) 35-43-46-48 (50) lykkjur á prjóni. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en 6 ystu lykkjurnar við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur að framan – ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist (30) 37-45-54-63 (72) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar frá röngu (þ.e.a.s. að hlið) þannig: Fitjið upp (4) 6-6-7-9 (12) lykkjur alls 3 sinnum og síðan (14) 15-16-17-18 (18) lykkjur 1 sinni = (57) 68-77-84-93 (104) lykkjur á prjóni (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3). Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður, en 12 ystu lykkjur á ermi eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur með uppábroti). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca (37) 45-52-62-71 (81) cm – stillið af eftir hægra framstykki og passið uppá að næsta umferð sé frá röngu. Í næstu umferð (ranga) eru ystu (7) 8-9-10-10 (11) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjur áður en þær eru settar á þráðinn. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig. Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og síðan 1 lykkju (2) 2-2-2-3 (3) sinnum = (46) 56-64-70-78 (88) lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist (39) 47-55-65-75 (85) cm, stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið jafnframt um (4) 4-6-6-6 (6) lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.4/A.6 = (42) 52-58-64-72 (82) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Stykkið mælist ca (40) 48-56-66-76 (86) cm. Prjónið bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Fitjið upp (48) 56-68-74-78 (82) lykkjur og prjónið garðaprjón í (4) 4-4-5-5 (5) cm. Prjónið 2 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir á prjóni og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist (30) 37-45-54-63 (72) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp (4) 6-6-7-9 (12) lykkjur alls 3 sinnum í hvorri hlið og síðan (14) 15-16-17-18 (18) lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = (100) 122-136-150-168 (190) lykkjur í umferð (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.3). Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með A.3 eins og áður, en 12 ystu lykkjur á báðum ermum eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur með uppábroti). Þegar stykkið mælist (38) 46-54-64-74 (84) cm fellið af miðju (12) 14-16-18-20 (22) lykkjur fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli = (42) 52-58-64-72 (82) lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til 1 cm er eftir þar til stykkið mælist (40) 48-56-66-76 (86) cm, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/sauma ofan á ermum innan við affellingarkant. Saumið saum undir ermum og niður meðfram hliðum á fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 3 cm á hvorri ermi og saumið við uppábrot með nokkrum smáum sporum á hvorri hlið. Saumið tölur í neðst niðri á poka (tölur eru saumaðar í meðfram miðju á kant með garðaprjóni á bakstykki, en á röngu þannig að hneppt er í gegnum hnappagöt á framstykki). Saumið í þær tölur sem eftir eru á vinstri kant að framan. HETTA: Prjónið upp frá réttu ca 52 til 72 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út jafnt yfir til (68) 76-84-88-92 (96) lykkjur. Prjónið A.3 fram og til baka yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir kanti með uppábroti = (80) 88-96-100-104 (108) lykkjur. Haldið áfram með A.3 yfir allar lykkjur þar til hettan mælist ca (18) 19-20-21-22 (23) cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Brjótið hettuna saman tvöfalda og saumið saman toppinn innan við affellingarkantinn. Brjótið niður 6 ystu lykkjur í hvorri hlið út að réttu og saumið niður kant með uppábroti fallega að hálsmáli með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cablesnoozebuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.