Last Harvest#lastharvestsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað með gatamynstri, sólfjöðrum og vösum. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-24 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – A.10. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, skiptið út fyrsta stuðul með 3 loftlykkjum. Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, skiptið út fyrsta stuðul með 4 loftlykkjum. Í byrjun á hverri umferð með þríbrugðnum stuðlum, skiptið út fyrsta þríbrugðna stuðli með 5 loftlykkjum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Fyrst er bakstykkið og framstykkið heklað, hvort fyrir sig, síðan eru ermar og vasar heklaðir. Öll stykkin eru saumuð saman í lokin. Heklaður er kantur í kringum hálsinn. BAKSTYKKI: Heklið 94-101-108-122-129-143 loftlykkjur á heklunál 4,5 með Merino Extra Fine. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af næstu 6 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja og eina af næstu 6 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 80-86-92-104-110-122 stuðlar. Heklið síðan frá réttu þannig: STÆRÐ M-XL: Heklið A.1 (= 1 lykkja) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR að ofan, A.3 (= 6 lykkjur) alls 14-17 sinnum á breidd og endið með A.5 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! A.1/A.3/A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist ca 37-39 cm – stillið af að síðasta umferð sem er hekluð sé stuðlaumferð, gerið handveg þannig: Klippið þráðinn frá, hoppið yfir 6-12 lykkjur (= fyrir handveg), heklið 1 keðjulykkju í næsta stuðul, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), A.3 (= 6 lykkjur) alls 12-13 sinnum á breidd og endið með A.5 yfir næstu lykkju (nú eru eftir 6-12 lykkjur í umferð fyrir handveg). Nú hefur verið heklað yfir miðju 74-80 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð er A.1 heklað í síðustu lykkju. Haldið svona áfram með mynstur. STÆRÐ S-L-XXL-XXXL: Heklið A.1 (= 1 lykkja) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR að ofan, A.2 (= 3 lykkjur), A.3 (= 6 lykkjur) alls 12-14-17-19 sinnum á breidd, A.4 (= 3 lykkjur) og endið með A.5 yfir síðasta stuðul. Haldið áfram með mynstur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! A.1 til A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist ca 36-38-40-41 cm – stillið af eftir stuðlaumferð, gerið handveg þannig: Klippið frá, hoppið yfir 6-6-12-12 lykkjur (= fyrir handveg), heklið 1 keðjulykkju í næsta stuðul, 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), A.2 (= 3 lykkjur), A.3 (= 6 lykkjur) alls 10-12-13-15 sinnum á breidd, A.4 (= 3 lykkjur) og endið með A.5 yfir næstu lykkju (nú eru eftir 6-6-12-12 lykkjur í umferð fyrir handveg). Nú hefur verið heklað yfir miðju 68-80-86-98 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð er heklað A.1 í síðustu lykkju. Haldið svona áfram með mynstur. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, stillið af eftir stuðlaumferð (= frá röngu), heklið hvora öxl til loka fyrir sig. Heklið 1 stuðul í hverja og eina af fyrstu 20-23-26-23-26-32 stuðlum (= öxl). Stykkið mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm (ef ekki hefur verið náð réttu máli er haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul að réttu máli), klippið frá og festið enda. Hoppið yfir 28-28-28-34-34-34 lykkjur fyrir hálsmáli, heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju og 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 1 stuðul í hverja og eina af síðustu 19-22-25-22-25-31 lykkjum. Passið uppá að öxlin nái sömu hæð og fyrri öxl. FRAMSTYKKI: Heklið eins og bakstykki þar til stykkið mælist ca 42-44-44-46-46-48 cm, stillið af að síðasta umferð sem er hekluð sé síðasta umferð í mynsturteikning (= 1 stuðlaumferð frá röngu). Nú skiptist stykkið og hvor öxl er hekluð til loka fyrir sig þannig: VINSTRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Fyrsta umferð er hekluð frá réttu. Heklið A.1, A.2 yfir næstu 3-0-3-0-3-3 lykkjurnar, heklið A.3 yfir næstu 12-18-18-18-18-24 lykkjurnar, heklið A.6 yfir næstu 12 lykkjur, snúið stykkinu. Haldið áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli eftir mynsturteikningu A.6. Þegar mynsturteikning A.6 hefur verið hekluð 1 sinni á hæðina eru 20-23-26-23-26-32 lykkjur í síðustu umferð. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Klippið frá og festið enda. HÆGRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Nú er hægri öxl hekluð þannig (fyrsta umferð = rétta): Hoppið yfir 12-12-12-18-18-18 stuðla frá þar sem A.6 var heklað (= hálsmál), heklið 1 keðjulykkju í næstu lykkju, heklið síðan A.7yfir sömu lykkju og næstu 11 lykkjurnar (= alls 12 lykkjur), heklið A.3 yfir næstu 12-18-18-18-18-24 lykkjur, A.4 yfir næstu 3-0-3-0-3-3 lykkjur og endið með A.5 yfir síðustu lykkju. Haldið áfram með mynstur og úrtöku fyrir hálsmáli eftir mynsturteikningu A.7. Þegar A.7 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 20-23-26-23-26-32 stuðlar í síðustu umferð. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Klippið frá og festið enda. ERMI: Stykkið er heklað fram og til baka. Heklið 44-47-49-51-54-54 loftlykkjur á heklunál 4,5 með Merino Extra Fine. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), 1 stuðull í hverja og eina af næstu 4-1-3-5-2-2 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 36-38-40-42-44-44 stuðlar. Heklið A.8 yfir fyrsta stuðul, endurtakið A.9 þar til 1 stuðull er eftir, endið með A.10 yfir síðasta stuðul. Endurtakið 2 síðustu umferðirnar í A.8/A.9/A.10 á hæðina til loka. Þegar stykkið mælist 7-7-8-10-10-8 cm aukið út um 1 stuðul á hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 stuðla í fyrsta og síðasta stuðul í umferð (= 2 stuðlar fleiri). Aukið svona út með 4-4-3½-3-3-2½ cm millibili alls 11-11-12-13-13-15 sinnum = 58-60-64-68-70-74 lykkjur. Útauknu lykkjurnar eru heklaðar jafnóðum inn í A.9. ATH: A.8/A.10 er allaf heklað yst á hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 48-48-47-43-43-40 cm, er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð, síðar á að sauma ermasaum upp að prjónamerki og afgangur af umferð er saumaður saman með 6-6-6-12-12-12 stuðlum á bakstykki/framstykki sem hoppað var yfir fyrir handveg á hvorri hlið á stykki (= mitt undir ermi). Haldið síðan áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 52-52-51-51-51-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Klippið frá og festið enda. Heklið aðra ermi alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í ystu lykkjuboga. Saumið ermar í, prjónamerkin á ermi merkir hliðarsaum á framstykki og bakstykki og þær umferðir sem heklaðar voru á eftir prjónamerki eru saumaðar að 6-6-6-12-12-12 lykkjum sem hoppað var yfir fyrir handveg á framstykki/bakstykki. Byrjið neðst niðri á ermi og saumið ermasaum í ystu lykkjuboga, haldið áfram að sauma hliðarsaum á framstykki og bakstykki. Klippið frá og festið alla enda. KANTUR Í HÁLSI: Heklið kant í kringum háls frá miðju ofan á öxl þannig: Heklið 1 fastalykkju, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* í kringum allan hálsinn og stillið af að endað sé með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð, passið uppá að kanturinn verði ekki stífur. Klippið frá og festið enda. VASI: Þegar vasinn er heklaður er heklað eftir mynsturteikningu A.1 fyrir stærð M-XL í allar stærðir! Heklið 32 loftlykkjur á heklunál 4,5 með Merino Extra Fine. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= jafngildir 2 stuðlum), 1 stuðull í hverja og eina af næstu 4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 26 stuðlar. Heklið síðan frá réttu þannig: Heklið A.1, A.3 (= 6 lykkjur) alls 4 sinnum á breidd og endið með A.5 yfir síðasta stuðul. Heklið A.1/A.3/A.5 alls 3 sinnum á hæðina. Klippið frá og festið enda. Heklið annan vasa alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið vasana alveg niður að kanti á peysu – saumið þá þannig að þeir liggi ofan á mynstri á peysu, saumið vasana niður hvoru megin við miðju 6-6-6-7-9-9 mynstureiningar mitt á framstykki. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lastharvestsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.