Ellen Magnus skrifaði:
Jeg velger samme farger som på bildet
05.01.2025 - 20:57
Ellen Magnus skrifaði:
Jeg ønsker samme farger som på bildet.
05.01.2025 - 20:56
Karin Beiermann skrifaði:
Hei
05.10.2024 - 21:53
Thérèse Robinson skrifaði:
Why am I seeing ‘symbols’ instead of the symbol signifying a colour? I have updated my iPad but it’s still the same. Thank you for advice.
01.03.2022 - 19:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Robinson, this might have been due to a temporary bug, the symbols appear now properly. Happy knitting!
02.03.2022 - 09:28
Maggie skrifaði:
Would it be possible to knit two hats with the amount of wool given for the hat??
13.02.2021 - 18:17DROPS Design svaraði:
Dear Maggie, yes, in theory it is possible, but it always depends on the exact size, and especially the gauge each knitter knits with . Happy Knitting!
13.02.2021 - 21:49
Helma skrifaði:
Kan drops karisma ook gebruikt worden voor het vilten?
01.11.2019 - 20:42DROPS Design svaraði:
Dag Helma,
Jazeker, DROPS Karisma kan je vilten. Via deze link vind je een lijst van alle viltbare garens.
05.11.2019 - 10:25
Tammy Valentine skrifaði:
Hello, I am going to make both the hat and mittens for Happy Winter. I am confused and need to know how many skeins of Karisma to get for each color. The pattern says 2 for both and 3 for the hat only, so I got a little confused. Can you help? Thanks! Tammy
10.05.2019 - 20:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Valentine, you need 50 g (= 1 ball Karisma) in each of the 9 color = 50 g each colour are required in all sizes for hat and for mittens. (color 47 is used only for mittens). Happy knitting!
13.05.2019 - 08:41
Tina Møller skrifaði:
Jeg synes ikke det er helt nemt at forstå hvordan man påbegynder tommelfinger og hvordan der tages masker ud til tommelfingeren
20.12.2018 - 16:14
Monique skrifaði:
Die Mütze hat einen tollen Schnitt und sehr schöne Farben. Die würde ich gerne stricken.
12.07.2018 - 14:10
Winter Carnival Set#wintercarnivalset |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð húfa úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með uppábroti og norrænu mynstri. Prjónaðir vettlingar úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað með uppábroti og norrænu mynstri.
DROPS 196-8 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.2 til A.6. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. PRJÓNALEIÐBEININGAR-1: Ef óskað er eftir að ummálið á vettlingnum verði stærra er hægt að prjóna vettlinginn með hálfu eða einu númeri grófari prjónum. Hálft númer af grófari prjónum gefa 1 cm meira ummál og eitt númer grófari prjónum kemur til með að gefa 2 cm meira í ummáli. PRJÓNALEIÐBEININGAR-2: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. PRJÓNALEIÐBEININGAR-3: Áður en byrjað er á opi fyrir þumal er hægt að stilla lengdina af með því að prjóna fleiri eða færri umferðir áður en prjónað er merki fyrir opi fyrir þumal. ÚRTAKA-1 (á við um efst á húfu): Byrjið 2 lykkjur á undan prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á vettling): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-3 (á við um þumal): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 104-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum sægrænn. Prjónið 6 umferðir sléttprjón fyrir kant fyrir saum. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið A.1 hringinn (= 13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er haldið áfram með litnum ljós eik til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 19-21 cm frá uppábroti eru sett 8 prjónamerki í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerkið er sett í byrjun á umferð. Næstu 7 prjónamerki eru sett með 13-14 lykkjur á milli prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju og einu af 8 prjónamerkjunum – sjá ÚRTAKA-1 = 8 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5 sinnum = 24-32 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið 2 sléttar umferðir þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum umferðum = 6-8 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 24-26 cm ofan frá og niður að uppábroti. Brjótið uppá kantinn neðst niðri á húfunni að röngu og saumið niður með fallegu smáu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Vettlingarnir hafa saman ummál í báðum stærðum, en misjafna lengd. Ummálið er hægt að stilla af – sjá PRJÓNALEIÐBEININGAR-1! VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum sinnepsgulur. Prjónið 6 umferðir sléttprjón fyrir kant fyrir saum. Skiptið yfir í litinn appelsínugulur og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið PRJÓNALEIÐBEININGAR-2 og prjónið A.2 hringinn (= 2 mynstureiningar með 24 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-1 í A.2 er prjónað að merki fyrir opi fyrir þumal þannig – sjá PRJÓNALEIÐBEININGAR-3: Prjónið 15 lykkjur í sléttprjóni með litnum ljós eik, prjónið 8 lykkjur sléttprjón að opi fyrir þumal með þræði úr öðrum lit sem skilur sig frá afgang af stykki, prjónið síðan afgang af 25 lykkjum í sléttprjóni með litnum ljós eik. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.3 hringinn yfir allar lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.2 eins langt það nær að loka máli, en í annað skipti sem A.2 er prjónað er byrjað í umferð merktri með ör-2. Þegar stykkið mælist 21-23 cm frá uppábroti er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur (nú eru eftir ca 3 cm til loka lengdar, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Í næstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við þessi 2 prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2 = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 10 sinnum í báðum stærðum = 8 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 24-26 cm ofan frá og niður að uppábroti. ÞUMALL: Dragið úr þráðinn sem prjónaður var yfir 8 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Prjónið upp 8 lykkjur hvoru megin við op fyrir þumal með litnum ljós eik = 16 lykkjur. Deilið þessum 16 lykkjum á sokkaprjóna 3. Prjónið A.6 hringinn. Þegar þumallinn mælist ca 5-5½ cm er sett 1 prjónamerki í hvora hlið á þumli (nú er eftir ca 1 cm til loka lengdar á þumli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Í næstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-3 = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 3 sinnum = 4 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Þumallinn mælist ca 6-6½ cm ofan frá og niður. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum sinnepsgulur. Prjónið 6 umferðir sléttprjón fyrir kant fyrir saum. Skiptið yfir í litinn appelsínugulur og prjónið 2 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið PRJÓNALEIÐBEININGAR-2 og prjónið A.2 hringinn (= 2 mynstureiningar með 24 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-1 í A.4 er prjónað að merki fyrir opi fyrir þumal þannig – sjá PRJÓNALEIÐBEININGAR-3: Prjónið 25 lykkjur með sléttprjóni með litnum ljós eik, prjónið 8 lykkjur sléttprjón að opi fyrir þumal með þræði úr öðrum lit sem skilur sig frá afgang af stykki, prjónið síðan afgang af 15 lykkjum í sléttprjóni með litnum ljós eik. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.5 hringinn yfir allar lykkjur. Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka er prjónað A.4 eins langt það nær að loka máli, en í annað skipti sem A.4 er prjónað er byrjað í umferð merktri með ör-2. Þegar stykkið mælist 21-23 cm frá uppábroti er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 24 lykkjur (nú eru eftir ca 3 cm til loka lengdar, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd). Í næstu umferð er lykkjum fækkað hvoru megin við þessi 2 prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2 = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 10 sinnum í báðum stærðum = 8 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 24-26 cm ofan frá og niður að uppábroti. Prjónið þumal á sama hátt og á vinstri vettlingi. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintercarnivalset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.