Melli skrifaði:
Die sind wirklich hübsch und so schnell gemacht. Was mich jetzt nur etwas verunsichert ist dass auf das Garn "feltable" ist, laut Schlaufe. Bedeutet das nicht, dass die Puschen beim Waschen extrem einlaufen? Vielleicht sollte ich sie ne Nummer größer häkeln?
24.03.2018 - 10:17DROPS Design svaraði:
Liebe Melli, Sie dürfen die Hausschuhe auf keinen Fall in der Waschmaschine waschen, sonst laufen sie wirklich ein. Waschen Sie die Hausschuhe vorsichtig lauwarm von Hand, so wie jedes nicht superwash ausgerüstete Wollkleidungsstück. Beachten Sie auch die Pflegehinweise auf der Banderole. Wenn Sie übrigens gerne gefilzte Puschen haben möchten, dann stöbern Sie doch mal bei uns, wir haben auch viele Anleitungen für "absichtlich" gefilzte Hausschuhe. :-)
24.03.2018 - 10:32
Regina skrifaði:
Herrlich, endlich einmal Socken für Häkelfans. Und so ein hübsches Effektgarn!
29.12.2016 - 23:10
Hotstepper#hotstepperslippers |
|
|
|
Heklaðar tátiljur með áferðamynstri og sólfjaðrakanti úr DROPS Big Delight. Stærð 35 43.
DROPS 178-9 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðli í hverri umferð með stuðlum er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar á 1 keðjulykkju í þriðju loftlykkju. Fyrstu fastalykkju í hverri umferð með fastalykkjum er skipt út fyrir 1 loftlykkju. Umferðin byrjar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. MYNSTUR: *2 umferðir með fastalykkjum, 1 umferð með stuðlum *, endurtakið frá *-* LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul í næstu fastalykkju, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næstu fastalykkju alveg eins, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað frá tá, að hæl, síðan er heklað stroff / leggur.+ TÁTILJA: Heklið 5 loftlykkjur með Big Delight með heklunál 4 og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! UMFERÐ 1: 12 stuðlar um loftlykkjuhringinn – byrjun umferðar = miðja undir fæti. UMFERÐ 2: * 1 stuðull í fyrsta stuðul, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 18 stuðlar. UMFERÐ 3: * 1 stuðull í hvorn af fyrstu 2 stuðlum, 2 stuðlar í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 24 stuðlar. UMFERÐ 4: Heklið * 1 fastalykkju í hvern af fyrstu 3 stuðlum, 2 fastalykkjur í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 30 fastalykkjur. UMFERÐ 5: Heklið * 1 fastalykkju í hverja fastalykkju, en aukið út 4-6-10 fastalykkjur jafnt yfir = 34-36-40 fastalykkjur. UMFERÐ 6: Heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju. Haldið áfram með MYNSTUR eins og útskýrt er frá að ofan. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 12-13-15 cm, endið eftir 2 umferð með fastalykkjum, klippið frá. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 miðjulykkja í umferð, þ.e.a.s. eftir 17-18-20 fastalykkjur. Haldið stykkinu með tánna að þér og teljið 4 lykkjur til vinstri á undan þræðinum, byrjið á að hekla í þessa lykkju frá réttu með stuðlum. Heklið þar til eftir eru alls 6 fastalykkjur í umferð (þ.e.a.s. 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki fyrir miðju ofan á fæti), snúið við = 28-30-34 stuðlar. Haldið áfram með mynstur eins og áður – heklið 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul, síðan fastalykkjur þar til eftir er 1 stuðull í umferð, snúið við. Heklið síðan mynstur fram og til baka yfir þær 26-28-32 lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist alls ca 21-23-26 cm – stillið af að næsta umferð sem á að hekla sé umferð með stuðlum. Næsta umferð er hekluð þannig: 1 stuðull í hverja af fyrstu 11-12-14 fastalykkjum, heklið síðan 4 næstu stuðla saman 2 og 2 – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, heklið síðan 1 stuðul í hverja af síðustu 11-12-14 fastalykkjum = 24-26-30 fastalykkjur. Klippið frá. Leggið tátiljuna tvöfalda og saumið saman kant í kant við miðju að aftan. STROFF / LEGGUR: Byrjið við miðju að aftan og heklið þannig: * 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, hoppið fram ca 1½ cm*, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Endið umferðina með einni keðjulykkju í fyrstu fastalykkjuna. Í næstu umferð eru heklaðir 40-42-44 stuðlar jafnt yfir um loftlykkjubogana efst á tátiljunni. Haldið áfram hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul þar til heklaðar hafa verið alls 6 umferðir. Í næstu umferð er aukið út um 8-9-10 stuðla jafnt yfir = 48-51-54 stuðlar. Heklið síðan kant í lokin þannig: UMFERÐ 1: 1 fastalykkja í fyrsta stuðul, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, 1 fastalykkja í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* og endið með 3 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla og 1 keðjulykkju í fyrsta stuðul = 16-17-18 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið keðjulykkjur fram að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, heklið 1 fastalykkju um sama loftlykkjuboga, * heklið 6 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* út umferðina (í stærð 35/37 og 41/43 endar með 6 stuðlum um síðasta loftlykkjubogann og 1 keðjulykkju í fastalykkju í fyrsta loftlykkjubogann, í stærð 38/40 endið með 1 keðjulykkju í fastalykkju í fyrsta loftlykkjubogann). Klippið frá og festið enda. Heklið aðra tátilju á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hotstepperslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.