Lisbeth Nielsen skrifaði:
Er det muligt at denne opskrift kan laves i garn p 4,5 eller 5,0 Den har en virkelig god pasform. Har strikket 4 stk. på p 2,5 og 3 Håber at høre fra jer. Med venlig hilsen Lisbeth Nielsen
25.08.2017 - 11:19DROPS Design svaraði:
Hei Lisbeth. Man kan ikke følge denne oppskriften og bruke pinne 4,5 eller pinne 5,0. Du kan ta en titt på oppskrift 176-15 og 175-6. Det er noen lignende oppskrifter, men med tykkere garn. God Fornøyelse!
05.09.2017 - 10:04
Petra skrifaði:
Liebes Drops Team, ich möchte diesen Pullover mit einem dünneren Garn stricken (Maschenprobe 37 Maschen und 50 Reihen) und bin mir nicht sicher, wie ich umrechnen soll. Alle Angaben mit Faktor 1,5 multiplizieren? Habt ihr eine Anleitung passend für dies Maschenprobe oder für Nadelstärke 2? Vielen Dank
16.07.2017 - 13:53DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, wir können leider nicht jede Anleitung nach jedem Geschmack anpassen. Gerne bekommen Sie Hilfe von dem Laden wo Sie Ihre Wolle gekauft haben. Viel Spaß beim stricken!
17.07.2017 - 09:24
Elwira skrifaði:
Jestem na początku wzoru i już mam wątpliwość, dekolt to ściągacz francuski a potem już zaczyna się schemat. Ja nie widzę różnicy między tymi elementami skoro w schemacie pisze, prawa strona to oczka prawe, lewa oczka lewe. Dokładnie tak jest w ściągaczu. Czy tak ma być?
14.06.2017 - 05:54DROPS Design svaraði:
Witaj Elwiro, przerabiając na okrągło, tak naprawdę przerabiamy cały czas na prawej stronie robótki. Schemat przedstawia zawsze wzór na prawej stronie robótki. Tak więc 5 pierwszych rzędów schematu A.1 to są cały czas oczka prawe. Rezultat to dżersej prawy, a nie ściągacz francuski. Kolejne okrążenie (6-ty rząd schematu A.1) jest na lewo, i dalej przerabiać wg schematu. Jak czytać schematy znajdziesz tutaj. Powodzenia!
14.06.2017 - 18:59
Gitta skrifaði:
Hallo, werden die ersten Runden wirklich als Runden gestrickt? Nicht als Reihen? Ich habe hier die ersten 6 Runden nach Anleitung gemacht und es ist ein kleiner Rundhalsausschnitt geworden. Auf dem Bild und der Schnittzeichnung ist aber ein schöner V-Ausschnitt zu sehen. Wie geht das, wenn von Beginn an mit so kleiner Maschenzahl gleich die Runde geschlossen wird? Danke!
22.05.2017 - 17:47DROPS Design svaraði:
Liebe Gitta, beachten Sie die Maschenprobe (= 24 M x 32 R Glatt re = 10 x 10 cm). Der Halsausschnitt bekommen Sie mit der Raglanzunahmen (beidseitig der Masche mit dem Markierungsfaden an der vorderen/hinteren Mitte). Viel Spaß beim stricken!
23.05.2017 - 08:38
Lise Brox skrifaði:
Hej, Jag tyckeratt det är ett fel i mönstret. Jag har stickat storl XXL. I sidan så stämmer inte mönstret med storleksskissen. Enligt skissen ska den cylindriska delen i sidan vara 12cm, men med mönstrets text blev den 33cm, med ca 12 cm på den utställda delen längst ner. Mönstret borde ändras till att säga minska is sidan vart 4:e varv efter12cm istället för ingen ändring innan mitt fram är 58cm?
04.05.2017 - 07:53
Lise Brox skrifaði:
Hej, Jag tyckeratt det är ett fel i mönstret. Jag har stickat storl XXL. I sidan så stämmer inte mönstret med storleksskissen. Enligt skissen ska den cylindriska delen i sidan vara 12cm, men med mönstrets text blev den 33cm, med ca 12 cm på den utställda delen längst ner. Mönstret borde ändras till att säga minska is sidan vart 4:e varv efter12cm istället för ingen ändring innan mitt fram är 58cm?
03.05.2017 - 06:09
Gacsalné Szabó Kata skrifaði:
A mintaleírás elején, ahol fel van sorolva, hogy mik kellenek a felső elkészítéséhez, el van írva az egyik kötőtű mérete. Az angol mintánál 3,0 és 2,5 mm tű van írva, a magyar mintánál 5 és 2,5mm. Valamint az ábránál a szemmagyarázatnál a következő van írva: 2 ráhajtás (rh) 1 szem között. Nem: 1 ráhajtás (rh) két szem között lenne a helyes? Nagyon tetszik a minta, most kezdtem el, remélem be is tudom fejezni valamikor. Köszönöm.
28.02.2017 - 09:30DROPS Design svaraði:
Kedves Kata! Köszönjük észrevételeit, a kötőtű mérete 3 mm és 2,5 mm. A szimbólumoknál igaza van, 2 szem között 1 rh-t készítünk. Bízunk benne, hogy el tudja készíteni a felsőt, ha elakad a Facebook "Magyar DROPS csoport"-jában közvetlen segítséget is kaphat. Eredményes kézimunkázást!
25.09.2017 - 00:39
Siri Segalstad skrifaði:
Denne oppskriften skjønner jeg ikke: 1: Når man starter på VENSTRE erme bak og strikker, kommer man ikke til Midt bak, men til venstre erme foran. 2: Skjønner ikke om det skal økes på hver side av merketrådene eller bare på en som det står. Normalt ville jeg øke på hver side, annenhver omgang. Hver side blir for tett, tror jeg. Har strikket i mange år, men denne oppskriften er den første jeg ikke skjønner. Mulig å få litt hjelp?
09.02.2017 - 17:52DROPS Design svaraði:
Hej Siri. Jo, det kan du godt, for du strikker jo oppefra og ned. Saa du starter ved venster erme bak og strikker mod venstre = mod midt bag og her kommer din förste merketraad, og saa strikker du videre mod höjre erme osv. Du öker forskelligt om du öker paa BOL eller paa ERME. Dvs, efter 2. og för 3. merketraad er dit erme og för 2. merketraad og efter 3. merketraad er din bol osv. Du öker f.eks. i S saa 6 gange i hver p og 28 gange i hver 2. p paa bolen og 29 gange i hver anden p og 1 gang i hver p paa ermet. Saa det er forskelligt og en rigtig god ide at skrive op hvor langt du er for at faa det korrekt her.
13.02.2017 - 14:35
Angela skrifaði:
This is such a beautiful feminine design. I can see wearing it for several different occasions.
14.01.2017 - 16:31
CHWALA skrifaði:
Très élégant !
10.01.2017 - 15:49
Chevron Delight#chevrondelightsweater |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Peysa prjónuð ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-6 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 10,3. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 10. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki við miðju að framan/miðja að aftan og í hvorri hlið á ermi (þ.e.a.s. hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki, á undan 3. og 6. prjónamerki og á eftir 2. og 5. prjónamerki). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. ATH: Misjafnt er aukið út á fram- og bakstykki og ermum eins og kemur fram í útskýringu. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki og miðju undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkju færri) ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, * prjónið 2 lykkju slétt saman *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum (= 2 lykkjur færri), prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), * takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum (= 4 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 124-124-132-132-148-148 lykkjur á hringprjóna 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 6 umferð GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í 4. umferð er aukið út um 12-12-20-20-24-24 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 136-136-152-152-172-172 lykkjur. Endurtakið útaukningu í 6. umferð = 148-148-172-172-196-196 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjóna 3 og prjónið næstu umferð frá vinstri öxl að aftan þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 30-30-36-36-42-42 lykkjur (= 5-5-6-6-7-7 mynstureiningar 6 lykkjur), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju og prjónið lykkjur eins og A.2 (= miðja að aftan), prjónið A.3 yfir næstu 30-30-36-36-42-42 lykkjur (= 5-5-6-6-7-7 mynstureiningar 6 lykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, prjónið A.1 yfir næstu 12 lykkjur (= 2 mynstureiningar 6 lykkjur), prjónið A.2 (= 1 lykkja), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju (= 13 lykkjur á hægri ermi á milli 2. og 3. prjónamerkis), prjónið A.1 yfir næstu 30-30-36-36-42-42 lykkjur, setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju og prjónið lykkju eins og A.2 (= miðja að framan), prjónið A.3 yfir næstu 30-30-36-36-42-42 lykkjur, setjið 5. prjónamerki á undan næstu lykkju, prjónið A.2 (= 1 lykkja), prjónið A.3 yfir næstu 12 lykkjur, setjið 6. prjónamerki á undan næstu lykkju (= 13 lykkjur á vinstri ermi á milli 5. og 6. prjónamerkis). Nú eru 6 prjónamerki í stykki. Haldið svona áfram með mynstur (A.1-A.3 er endurtekið til loka). JAFNFRAMT í fyrstu umferð eftir að prjónamerkin eru sett í byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út þannig: FRAM- OG BAKSTYKKI: Aukið út í hverri umferð alls 6-12-10-22-18-30 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 28-28-30-28-34-32 sinnum (= alls 34-40-40-50-52-62 sinnum). ERMI: Aukið út í hverri umferð alls 0-3-4-2-0-0 sinnum, í annarri hverri umferð alls 29-32-33-37-40-41 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 1-0-0-0-2-3 sinnum (= alls 30-35-37-39-42-44 sinnum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar útaukning fyrir laskalínu er lokið mælist stykkið ca 20-22-23-25-28-30 cm frá uppfitjunarkanti (mælt við miðju að framan). Nú eru 64-70-76-86-94-104 lykkjur hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki (= 129-141-153-173-189-209 lykkjur á fram- og bakstykki meðtaldar lykkjur með prjónamerki í) og 73-83-87-91-97-101 lykkjur á hvorri ermi = 404-448-480-528-572-620 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 2 fyrstu lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið eins og áður fram að 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkjuna eins og áður (= miðja að aftan), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri), prjónið eins og áður þar til 2 l eru eftir á undan 2. prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), setjið næstu 73-83-87-91-97-101 lykkjur (þ.e.a.s. lykkjur á milli 2. og 3. prjónamerki) á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-12-12-12-12 nýjar lykkjur undir ermi, setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið mynstur eins og áður fram að 4. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju eins og áður (= miðja að framan), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri), prjónið mynstur eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir á undan 5. prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), setjið næstu 73-83-87-91-97-101 lykkjurnar (þ.e.a.s. lykkjur á milli 5. og 6. prjónamerkis) á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-12-12-12-12 nýjar lykkjur undir ermi og setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja = 270-294-330-370-402-442 lykkjur í umferð. Klippið frá. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Færið umferðina til svo að byrjunin verði mitt undir ermi í hægri hlið á stykki þegar flíkin er mátuð (þ.e.a.s. flytjið yfir næstu lykkjur á hægri prjón án þess að prjóna þeim fyrst). Prjónamerkin fylgja nú með í stykkinu. Haldið áfram með mynstur eins og áður – ATH: Nýjar lykkjur undir ermi í hvorri hlið eru prjónaðar inn í mynstur, passið uppá að mynstrið speglist undir ermi (þ.e.a.s. hvoru megin við prjónamerki). JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með 1. og 4. prjónamerki alveg eins og áður og fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-1 = 4 lykkjur fleiri og 4 lykkjur færri. Þegar aukið er svona út og lykkjum er fækkað þá heldur lykkjufjöldinn áfram að vera sá sami. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu undir ermi – passið uppá að næsta umferð sé útauknings-/úrtöku umferð, fækkið nú um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki undir hvorri ermi (útaukningar að framan og að aftan halda áfram eins og áður) – LESIÐ ÚRTAKA-2 = 4 lykkjur fleiri og 8 lykkjur færri. Fækkið og aukið svona með 4-4-4-3-3-3 cm millibili alls 3-3-3-4-4-4 sinnum = 258-282-318-354-386-426 lykkjur. Prjónið síðan eins og áður með 4 úrtökur og 4 útaukningar í annarri hverri umferð. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist ca 46-50-51-55-58-63 cm mælt meðfram miðjulykkju (þ.e.a.s. við 1. og 4. prjónamerki), en endið þannig að næsta umferð sé útauknings-/úrtöku umferð. Stykkið mælist nú ca 56-60-61-65-69-74 cm mælt frá öxl og niður þar sem það er lengst. Klippið frá. Setjið fyrstu 65-71-80-89-97-107 lykkjur (= hálft framstykki, meðtaldar miðjulykkjur) á þráð og síðustu 64-70-79-88-96-106 lykkjur (= hálft bakstykki) á sama þráð. Prjónið nú svona yfir þær 129-141-159-177-193-213 lykkjur sem eftir eru á prjóni (þ.e.a.s. frá eftir 4. prjónamerki til og með lykkju með 1. prjónamerki í = vinstri hlið á peysu, frá miðju að framan og við miðju að aftan): UMFERÐ 1 (= rétta): Fellið af 2 fyrstu lykkjurnar, prjónið mynstur eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki undir ermi, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki eins og áður (= 2 lykkjur færri), prjónið mynstur umferð út eins og áður = 2 lykkjur færri í byrjun hverrar umferðar við miðju að framan og 2 lykkjur færri í hlið á peysu (= alls 4 lykkjur færri). UMFERÐ 2 (= ranga): Fellið af 2 fyrstu lykkjurnar, prjónið mynstur út umferðina eins og áður = 2 lykkju færri í byrjun á umferð við miðju að aftan. UMFERÐ 3: Fellið af 2 fyrstu lykkjurnar, prjónið mynstur út umferðina eins og áður = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að framan. UMFERÐ 4: Prjónið eins og 2. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að aftan. UMFERÐ 5: Prjónið eins og 3. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að framan. UMFERÐ 6: Prjónið eins og 2. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að aftan. UMFERÐ 7: Prjónið eins og 1. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að framan og 2 lykkjur færri á hlið á peysu (= alls 4 lykkjur færri). UMFERÐ 8: Prjónið eins og 2. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að aftan. UMFERÐ 9: Prjónið eins og 3. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að framan. UMFERÐ 10: Prjónið eins og 2. umferð = 2 lykkjur færri í byrjun umferðar við miðju að aftan. Endurtakið umferð 1-10 þar til eftir eru 5 lykkjur á prjóni og fellið af. Setjið til baka lykkjurnar af þræði á prjóninn og prjónið alveg eins (= hægri hlið á peysu, frá miðju að aftan að miðju að framan) ERMI: Setjið lykkjurnar af þræði í hægri hlið á stykki (þegar flíkin er mátuð) á stutta hringprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-12-12-12-12 lykkjunum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-89-99-103-109-113 lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýju lykkjanna. Prjónamerkið fylgir nú með stykkinu. Haldið áfram með A.1/A.2 eins og áður, en lykkjurnar sem ekki ganga upp í mynstri undir ermi eru prjónaðar slétt í umferð í garðaprjóni og brugðnar í umferð með brugðnum lykkjum. Þegar stykkið mælist 3 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 2 lykkjur færri). Fækkið svona alls 15-20-25-24-27-26 sinnum í S: Í 6. hverri umferð, í M: Í 5. hverri umferð, Í L + XL: Í 3. hverri umferð og í XXL + XXXL: Til skiptis í annarri og 3. hverri umferð = 49-49-49-55-55-61 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-33-31-30-26-25 cm frá skiptingu (mátið e.t.v. flíkina og prjónið að óskaðri lengd), skiptið yfir í sokkaprjóna 2,5. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN. Skiptið til baka yfir á sokkaprjóna 3 og fellið af. Ermin mælist ca 36-35-33-32-28-27 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt, en haldið áfram með A.2/A.3 eins og áður. KANTUR NEÐAN Á FRAM- OG BAKSTYKKI MEÐ GARÐAPRJÓN: Prjónið upp lykkjur fyrir kant innan við 1 lykkju meðfram öllum neðri kanti á peysunni. Prjónið upp ca 240-260-290-332-364-406 lykkjur jafnt yfir frá réttu á hringprjóna 2,5. Passið uppá að kanturinn dragi ekki fram- og bakstykkið saman! Ef það gerist þá þarf að prjóna upp fleiri lykkjur. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 3 og fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chevrondelightsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.