Eugenia Bordignon skrifaði:
Molto, molto raffinato!
30.01.2016 - 16:16
Eugenia Bordignon skrifaði:
Desidero avere un completo di tale raffinatezza. Farlo sarà un obbligo per me stessa!
30.01.2016 - 16:13
Yolanda skrifaði:
Hola yo no se trabajar con agujas circulares se pueden hacer con agujas rectas. Gracias
24.01.2016 - 21:26
Vitalia skrifaði:
Non vedo l'ora di iniziarlo. E' bellissimo
18.01.2016 - 18:33
Päivi skrifaði:
I would like to have this in a cool north summer afternoon - lovely and warm
27.12.2015 - 17:07
Eva skrifaði:
Looks very beautiful
22.12.2015 - 18:38
Daniella#daniellacardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með vösum og pils úr DROPS Alpaca með gatamynstri og sólfjaðramynstri, heklað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-31 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.15. HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umf með st er fyrsta st skipt út fyrir 3 ll. Í hverri umf með fl er fyrstu fl skipti út fyrir 1 ll. ÚRTAKA: Heklið þar til 5 st eru eftir á undan prjónamerki á hlið, heklið næstu 2 st saman, heklið 1 st í hvorn af næstu 2 st, heklið næstu 2 st saman, heklið 1 st í hvorn af næstu 2 st, heklið næstu 2 st saman (= 3 st færri við hvert prjónamerki = 6 st færri alls). ÚTAUKNING: Heklið þar til 4 st eru eftir á undan prjónamerki í hlið, heklið 2 st í næsta st, heklið 1 st í hvorn af næstu 2 st, heklið 2 st í næsta st, heklið 1 st í hvorn af næstu 2 st, heklið 2 st í næsta st (= 3 st fleiri við hvert prjónamerki = 6 st fleiri alls). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður, fram og til baka. BAKSTYKKI: HÆGRI ÖXL: Heklið 27-31-35-35-39-42 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið næstu umf þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st) – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR, 1 st í hverja af næstu 3-2-1-1-0-3 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 4 ll *, endurtakið frá *-* = 21-24-27-27-30-33 st. Síðan er næsta umf hekluð (= frá réttu) þannig: Heklið A.4a yfir fyrstu 4 st, endurtakið A.5a yfir næstu 15-18-21-21-24-27 st (= alls 5-6-6-7-8-9 sinnum á breiddina), A.6a yfir síðustu 2 st. Þegar A.4a til A.6a hefur verið heklað 1 sinni á hæðina (= síðasta umf frá röngu). Geymið stykkið og heklið vinstri öxl. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! VINSTRI ÖXL: Heklið 27-31-35-35-39-42 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið næstu umf þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st), 1 st í hverja af næstu 3-2-1-1-0-3 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 4 ll *, endurtakið frá *-* = 21-24-27-27-30-33 st. Heklið síðan næstu umf (= frá réttu) þannig: Heklið A.1a yfir fyrstu 2 st, endurtakið A.2a yfir næstu 15-18-21-21-24-27 st (= alls 5-6-6-7-8-9 sinnum á breiddina), A.3a yfir síðustu 4 st. Þegar A.1a til A.3a hefur verið heklað 1 sinni á hæðina, heklið vinstri öxl saman við hægri öxl frá réttu þannig: BAKSTYKKI: STÆRÐ S-M: Heklið A.1b yfir fyrstu 2 st á vinstri öxl, endurtakið A.2b yfir næstu 18-21 st, 1 st í síðasta st á vinstri öxl, heklið 39-39 ll fyrir hálsmáli, heklið 1 st í hvorn af fyrstu 2 st á hægri öxl, endurtakið A.2b yfir næstu 18-21 st og 1 st í síðasta st yfir hægri öxl eins og áður 42-48 st og 39-39 ll í umf. Í næstu umf er mynstur heklað eins og áður, en í ll er heklaður 1 st í hverja ll = 81-87 st. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Heklið A.1a yfir fyrstu 2 st á vinstri öxl, endurtakið A.2a yfir næstu 24-24-27-30 st, 1 st í síðasta st á vinstri öxl, heklið 39-45-45-45 lm fyrir hálsmáli, heklið 1 st í fyrsta st á hægri öxl, endurtakið A.5a yfir næstu 24-24-27-30 st og A.6a yfir 2 síðustu st á hægri öxl eins og áður = 54-54-60-66 st og 39-45-45-45 ll í umf. Í næstu umf er mynstur heklað eins og áður, en í ll er heklaður 1 st í hverja ll = 93-99-105-111 st. Þegar A.1a til A.6a hefur verið heklað 1 sinni á hæðina er heklað frá réttu þannig: Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 2 st, endurtakið A.2b þar til 1 st er eftir, endið á 1 st í síðasta st. Endurtakið A.2b alls 1-1-2-2 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: = 81-87-93-99-105-111 st. Heklið frá réttu þannig: A.7b yfir fyrstu 2 st, endurtakið A.8b yfir næstu 72-78-84-90-96-102 st (= alls 12-13-14-15-16-17 sinnum á breiddina), endið á A.9b yfir síðustu 7 st. Þegar A.7b til A.9b hefur verið heklað 1 sinni á hæðina er endurtekið A.7 yfir A.7b, A.8 yfir A.8b og A.9 yfir A.9b á hæðina. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 17-18-16-16 cm er aukið út um 1 st í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 st í fyrsta og síðasta st (= 2 st fleiri). Endurtakið útaukningu í hverri umf 1-1-5-6 sinnum til viðbótar (= alls 4-4-12-14 st fleiri). Útauknir stuðlar eru heklaðir jafnóðum inn í mynstur. St sem ekki ganga upp í mynstur eru heklaðir eins og A.7. Eftir útaukningu mælist stykkið ca 19-20-21-22 cm. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm, passið að næsta umf sé frá réttu og að það sé umf með st (í mynstri A.8), klippið frá og festið enda. Geymið stykkið og heklið framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið 27-31-35-35-39-42 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið næstu umf þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st), 1 st í hverja af næstu 3-2-1-1-0-3 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 4 ll *, endurtakið frá *-* = 21-24-27-27-30-33 st. Heklið næstu umf (= frá réttu) þannig: Heklið A.1a yfir fyrstu 2 st, endurtakið A.2a yfir næstu 15-18-21-21-24-27 st (= alls 5-6-7-7-8-9 sinnum á breiddina), A.3a yfir síðustu 4 st. Endurtakið A.1a til A.3a á hæðina alls 1-1-2-2-2-2 sinnum. Heklið síðan A.1b yfir A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a. Endurtakið A.1b til A.3b á hæðina alls 1-1-1-1-2-2 sinnum. Heklið A.1c yfir A.1b, A.2c yfir A.2b og A.3c yfir A.3b. Klippið frá og festið enda þar til eftir er 1 umf í mynstri. Heklið 14-17-14-20-17-20 lausar ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca, heklið síðustu umf í mynstri A.3c til A.1c frá röngu = 29-32-35-35-38-41 st og 14-17-14-20-17-20 ll. Í næstu umf er heklað frá réttu þannig: Heklið A.7 yfir fyrstu 2 st, endurtakið A.8 yfir næstu 30-36-36-42-42-48 st/ll (= alls 5-6-6-7-7-8 sinnum á breiddina), A.9 yfir næstu 7 ll, endið með 1 st í hverja og eina af síðustu 4 ll (= kantur að framan). ATH: Kantur að framan er heklaður eins og A.7, þ.e.a.s. í umf með fl er kantur að framan heklaður með fl og í umf með st er kantur að framan heklaður með st. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 17-18-16-16 cm aukið út um 1 st á hlið á stykki með því að hekla 2 st í fyrsta st frá réttu og síðasta st frá röngu (= 1 st fleiri í hverri umf). Endurtakið útaukningu í hverri umf 1-1-5-6 sinnum til viðbótar (= alls 2-2-6-7 st fleiri). Útauknu st eru heklaðir jafnóðum inn í mynstur. St sem ekki ganga upp í mynstri eru heklaðir eins og A.7. Eftir útaukningu mælist stykkið ca 19-20-21-22 cm. ALLAR STÆRÐIR: Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm, stillið mynstur af eftir bakstykki, klippið frá og festið enda. Geymið stykkið og heklið vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 27-31-35-35-39-42 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið næstu umf þannig: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st), 1 st í hverja af næstu 3-2-1-1-0-3 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 4 ll *, endurtakið frá *-* = 21-24-27-27-30-33 st. Heklið síðan næstu umf (= frá réttu) þannig: Heklið A.4a yfir fyrstu 4 st, endurtakið A.5a yfir næstu 15-18-21-21-24-27 st (= alls 5-6-7-7-8-9 sinnum á breiddina), A.6a yfir síðustu 2 st. Endurtakið A.4a til A.6a á hæðina alls 1-1-2-2-2-2 sinnum. Heklið síðan A.4b yfir A.4a, A.5b yfir A.5a og A.6b yfir A.6a. Endurtakið A.4b til A.6b á hæðina alls 1-1-1-1-2-2 sinnum. Heklið A.4c yfir A.4b, A.5c yfir A.5c og A.6c yfir A.6b. Í síðustu umf í mynstri A.4c til A.6c eru heklaðar 17-20-17-23-20-23 ll (meðtaldar 3 ll til að snúa við með) í lok umf frá röngu = 29-32-35-35-38-41 st og 17-20-17-23-20-23 ll. Í næstu umf er heklað frá réttu: Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni, 1 st í hverja og eina af næstu 3 ll (= kantur að framan), A.7 yfir næstu 2 ll, endurtakið A.8 yfir næstu 30-36-36-42-42-48 ll/st (= alls 5-6-6-7-7-8 sinnum á breiddina), endið með A.9 yfir síðustu 7 st. Haldið svona áfram með mynstur. ATH: Kantur að framan er heklaður eins og A.7, þ.e.a.s. í umf með fl er kantur að framan heklaður með fl og í umf með st er kantur að framan heklaður með st. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 17-18-16-16 cm (stillið af eftir bakstykki) aukið út um 1 st á hlið á stykki með því að hekla 2 st frá röngu og síðasta st frá réttu (= 1 st fleiri í umf). Endurtakið útaukningu í hverri umf 1-1-5-6 sinnum til viðbótar (= alls 2-2-6-7 st fleiri). Útauknu st er heklaðir jafnóðum inn í mynstur. St sem ekki ganga upp í mynstri eru heklaðir eins og A.7. Eftir útaukningu mælist stykkið ca 19-20-21-22 cm. ALLAR STÆRÐIR: Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm, stillið mynstur eftir bakstykki, klippið frá og festið enda. FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið nú stykkin saman frá réttu þannig: Heklið frá vinstra framstykki, yfir bakstykki og að lokum yfir hægra framstykki. Heklið 1 st í hvern og einn af fyrstu 4 st (= vinstri kantur að framan), heklið A.7-A.9 yfir vinstra framstykki eins og áður, heklið 9-9-11-11-15-16 lausar ll fyrir handveg (setjið eitt prjónamerki mitt á milli þessa nýja l = undir ermi), heklið A.7-A.9 yfir bakstykki eins og áður, heklið 9-9-11-11-15-16 lausar ll fyrir handveg (setjið eitt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l = undir ermi), heklið A.7 – A.9 yfir hægra framstykki eins og áður, heklið 1 st í hvern af síðustu 4 st (= hægri kantur að framan) = 167-185-199-217-239-261 st og 9-9-11-11-15-16 ll í hvorri hlið á stykki (= alls 185-203-221-239-269-293 l). Setjið 1 prjónamerki í stykkið, HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Látið prjónamerkið verða eftir í stykkinu, seinna prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Heklið 1 st/fl í hvern af fyrstu 4 st/fl (= hægri kantur að framan), A.9 yfir næstu 7 st, endurtakið A.8 yfir næstu 168-186-204-222-252-276 st/ll (= alls 28-31-34-37-42-46 sinnum á breiddina), A.7 yfir næstu 2 st, 1 st/fl í hvern af síðustu 4 st/fl (= vinstri kantur að framan). ATH: Kanturinn að framan er heklaður eins og A.7 til loka, þ.e.a.s. í umf með fl er kanturinn að framan heklaður með fl og í umf með st er kanturinn að framan heklaður með st. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 4 cm, passið að næsta umf sé með st, heklið 3 st við hvort prjónamerki á hlið – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í 6. hverjum cm 2 sinnum til viðbótar = 167-185-203-221-251-275 st í umf. ATH: Fyrir hvert skipti í úrtöku er A.8 endurekið 1 sinni færri á breiddina. Þegar stykkið mælist 18 cm frá prjónamerki, passið að næsta umf sé umf með st, aukið út um 3 st við hvort prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið útaukningu í 3. hverjum cm 3 sinnum til viðbótar = 191-209-227-245-275-299 st. ATH: Fyrir hvert skipti í útaukningu er A.8 endurtekið 1 sinni fleiri á breiddina. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm frá prjónamerki, passið að síðasta umf sé umf með st frá röngu, heklið næstu umf frá röngu þannig: Heklið kant að framan eins og áður yfir fyrstu 4 kantlykkjur að framan, A.7a yfir næstu 2 st, endurtakið A.8a yfir næstu 174-192-210-228-258-282 st (= alls 29-32-35-38-43-47 sinnum á breiddina), A.9a yfir næstu 7 st, heklið yfir 4 kantlykkjur að framan eins og áður. Klippið frá og festið enda þegar A.7a til A.9 a hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm alls. ERMI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Heklið 21-28-31-38-42-45 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið 2 st í 4. ll frá heklunálinni, 1 st í hvern af næstu 1-1-2-2-1-2 st, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hvern af næstu 6 ll *, endurtakið frá *-* 1-2-2-3-4-4 sinnum til viðbótar, 1 st í hvern af næstu 1-1-3-3-1-3 st, 2 st í síðasta st = 18-24-27-33-36-39 st. Heklið síðan frá réttu þannig: Heklið A.10 yfir fyrstu 3 st, endurtakið A.11 yfir næstu 12-18-21-27-30-33 st (= alls 4-6-7-9-10-11 sinnum á breiddina), endið með A.12 yfir síðustu 3 st. Þegar A.10 til A.12 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 30-36-39-45-48-51 st í síðustu umf. Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.10 yfir fyrstu 3 st, endurtakið A.11 yfir næstu 24-30-33-39-42-45 st (= alls 8-10-11-13-14-15 sinnum á breiddina), endið með A.11 yfir síðustu 3 st. Þegar A.10 til A.12 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 42-48-51-57-60-63 st í síðustu umf. Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.13 yfir fyrstu 3 st, endurtakið A.14 yfir næstu 36-42-45-51-54-57 st (= alls 12-14-15-17-18-19 sinnum á breiddina), endið með A.15 yfir síðustu 3 st. Þegar A.13 til A.15 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina eru 54-60-63-69-72-75 st í síðustu umf. Næsta umf er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.12 yfir fyrstu 3 st, endurtakið A.14 yfir næstu 48-54-57-63-66-69 st (= alls 16-18-19-21-22-23 sinnum á breiddina), endið með A.15 yfir síðustu 3 st. Þegar síðasta umf A.13 til A.15 er eftir, klippið frá. Heklið 5-5-6-6-8-8 lausar ll. Heklið frá röngu síðustu umf af A.15, endurtakið síðustu umf af A.14 alls 16-18-19-21-22-23 sinnum á breiddina JAFNFRAMT er aukið út um 0-0-1-1-0-2 st jafnt yfir, heklið síðustu umf af A.13, endið með að hekla 4-4-5-5-7-8 ll í lok umf = 66-72-76-82-84-89 st og 9-9-11-11-15-16 ll (= alls 75-81-87-93-99-105 l). Heklið næstu umf þannig (frá réttu): Heklið A.7 yfir fyrstu 2 ll, endurtakið A.8 yfir næstu 66-72-78-84-90-96 ll/st (= alls 11-12-13-14-15-16 sinnum á breiddina), endið með A.9 yfir síðustu 7 st/ll. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi. Heklið síðan stykkið fram og til baka, en hver umf er hekluð saman í lok umf með 1 kl í 3. ll í umf. Snúið við. Þegar stykkið mælist 4 cm, passið að næsta umf sé með st, fækkið um 6 st jafnt yfir. Endurtakið úrtöku með 9-7-5-5-4½-4 cm millibili 3-4-5-5-6-7 sinnum til viðbótar = 51-51-51-57-57-57 st. ATH: Fyrir hvert skipti sem er úrtaka þá er A.8 endurtekið 1 sinni færri á breiddina. Þegar stykkið mælist 34 cm, passið að næsta umf sé umf með st, endurtakið 3 st jafnt yfir = 48-48-48-54-54-54 st. Endurtakið síðan A.8a alls 8-8-8-9-9-9 sinnum á breiddina. Heklið A.8a alls 3 sinnum á hæðina. Klippið frá og festið enda þegar stykkið mælist alls 56 cm, endið fallega miðað við mynstur. Heklið hina ermina á sama hátt. VASI: Fitjið upp 30 ll með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Heklið 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st), 1 st í hvorn af næstu 2 st, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 5 ll *, endurtakið frá *-* = 24 st. Heklið 1 st í hvern st þar til stykkið mælist ca 9 cm. Heklið 1 umf með * 1 fl, 3 ll, hoppið yfir 1 cm *, endurtakið frá *-*, passið að endað sé með 1 fl í síðasta st. Klippið frá og festið enda. Heklið annan vasa á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í ystu lykkjubogana. Saumið vasana fyrir miðju á framstykki ca 8 cm upp frá kanti. Saumið tölur í vinstra framstykki, efsta tala er saumið 2 cm frá hálsmáli, saumið síðan hinar í með 9-9-8-8-8-8 cm millibili. Tölum er hneppt á milli 2. og 3. st í kant að framan. HÁLSMÁL: Heklið kant í kringum hálsmál þannig (byrjið við miðju að framan): Heklið 1 fl í fyrsta st, * 3 ll, hoppið yfir ca 1 cm *, endurtakið frá *-* í kringum allt hálsmálið, passið vel uppá að kanturinn verði ekki of stífur, passið uppá að endað sé með 1 fl í síðasta st. Klippið frá og festið enda. ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PILS: MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.16 og A.17. Mynsturteikning A.17 sýnir hvernig hver umf byrjar og endar þegar A.16 er heklað í hring. HEKLLEIÐBEININGAR: Þegar heklað er fram og til baka: Í byrjun á hverri umf með st er fyrsti st skipt út með 3 ll. Í byrjun á hverri umf með fl er fyrsta fl skipt út með 1 ll. Þegar heklað er í hring: Hver umf með st er byrjað með 3 ll (kemur í stað fyrsta st) og endað með 1 kl í 3. ll. Hver umf með fl byrjar með 1 ll (kemur í stað fyrstu fl) og endar með 1 kl í 1. ll. ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í/um sömu l. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út í umf, teljið fjölda lykkja (t.d. 228 st) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12 l) = 18,33. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá eru heklaðir 2 st í ca 18. hvern st. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður eftir klauf í hlið, síðan er heklað í hring. PILS: Heklið 176-190-204-232-267-302 ll (meðtaldar 3 ll til að snúa við með) með heklunál nr 3,5 með Alpaca. Fyrsta umf er hekluð þannig: 1 st í 4. ll frá heklunálinni (= 2 st), 1 st í hverja af næstu 4 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja af næstu 6 ll *, endurtakið frá *-* = 150-162-174-198-228-258 st. Heklið nú fram og til baka með 1 st í hvern st – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar heklaðar hafa verið alls 6-6-4-4-6-6 umf á hæðina eru sett 6 prjónamerki í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerkið er sett eftir 13-14-15-17-19-21 st, síðan eiga að vera 25-27-29-33-38-43 st á milli hverra prjónamerkja, það eiga að vera 12-13-14-16-19-22 st á eftir síðasta prjónamerki í lok umf. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Í næstu umf er aukið út um 1 st á undan öllum prjónamerkjum (= 6 st fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING-1! Endurtakið útaukninguna í annarri hverri umf 12-12-14-14-14-14 sinnum til viðbótar – ATH: Aukið er út til skiptis á undan og á eftir prjónamerkjum = 228-240-264-288-318-348 st. JAFNFRAMT þegar heklaðar hafa verið alls 12 umf á hæðina endar klauf í hlið og stykkið er síðan heklað í hring með byrjun umf í hlið. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm heklið A.16 (= 6 st) alls 38-40-44-48-53-58 sinnum hringinn. Í 5., 10. og 14. umf í A.16 (= st-umf er aukið út um 12 st jafnt yfir í hverri og einni af umf – LESIÐ ÚTAUKNING-2 = 264-276-300-324-354-384 st. Í hvert skipti sem aukið er út er heklað A.16 2 sinnum fleiri á breiddina. Þegar A.16 hefur verið heklað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 39-40-41-42-43-44 cm. Endurtakið A.16 og útaukningu 1 sinni til viðbótar = 300-312-336-360-390-420 st. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm alls, passið uppá að síðasta umf er umf með st, heklið A.16a alls 50-52-56-60-65-70 sinnum á breiddina. Klippið frá og festið enda þegar A.16a hefur verið heklað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm. HNESLUR: Meðfram annarri hliðinni á opi sem er á framstykki eru heklaðar hneslur þannig (byrjið neðst niðri): 2 fl um fyrsta st, 3 ll, hoppið yfir 1 st, * heklið 2 fl um hvorn af næstu 2 st, 3 ll, hoppið yfir 1 st *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 2 fl um síðasta st efst, snúið við og heklið til baka þannig: 1 fl í hverja fl og 3 fl í hvern ll-boga. KANTUR FYRIR TÖLUR: Meðfram annarri hliðinni á opi eru heklaðar 5 umf með fl fram og til baka (í fyrstu umf eru heklaðar 2 fl um hvern st = 24 fl), klippið frá. Saumið tölur í kantinn. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #daniellacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.