Kerstin Hansson skrifaði:
Ett mycket fint set
05.11.2024 - 13:32
Turcq skrifaði:
Bonjour Si je monte 59 m comme indiquée je ne peux pas avoir une t'aime adulte puisque 10 cm = 24 m la je comprends plus rien On dirait qu'il y a erreur. Merci
02.08.2016 - 16:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Turcq, le bonnet se tricote dans le sens de la longueur les 59 m du montage correspondent à la hauteur du bonnet - tricotez pendant 56 cm dans la 3ème taille (= bas du bonnet = tour de tête). Bon tricot!
02.08.2016 - 16:41
Britta Eimers skrifaði:
Sehr geehrte Damen und Herren, wird nach dem ersten Stück mit verkürzten Reihen wieder über die gesamte Breite wie zu Beginn gestrickt nis 51 cm? MfG Eimers
21.12.2015 - 15:58DROPS Design svaraði:
Sie wiederholen den Rapport mit den verkürzten R, also das, was in Sternchen steht, insgesamt 7 x. In jedem dieser 7 Rapporte stricken Sie 1 R über alle M. Danach stricken Sie dann bis 51 cm normal über alle M weiter.
29.12.2015 - 19:42Mima skrifaði:
Bonjour,c est mimaD,Algerie .Comment tricoter 2fois 1maille svp? Merci
02.12.2015 - 13:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mima, tricotez la même maille d'abord dans le brin avant puis dans le brin arrière - comme dans la vidéo ci-dessous. Bon tricot!
02.12.2015 - 17:02
Purple Wish |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð húfa, hálsskjól og handstúkur úr DROPS BabyAlpaca Silk í garðaprjóni og köðlum.
DROPS Extra 0-1185 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Í hvert skipti sem snúið er við er 1. l tekin óprjónuð. Herðið á þræði og prjónið áfram eins og áður. Þetta er gert til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá hlið. HÚFA: Fitjið upp 55-57-59 l á prjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan JAFNFRAMT eru prjónaðar 2 l í aðra og þriðju l í byrjun umf frá réttu = 58-60-62 l.Prjónið nú garðaprjón JAFNFRAMT sem A.1 er prjónað yfir síðustu 9 l í byrjun umf (frá réttu). JAFNFRAMT eru stuttar umferðir prjónaðar þannig – LESIÐ LEIÐBEININGAR: * 2 umf yfir allar l á prjóni, 2 umf yfir fyrstu 50-52-54 l á prjóni, 2 umf yfir fyrstu 40-42-44 l á prjóni *, endurtakið frá *-* ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 52-54-56 cm þar sem það er lengst (= neðri kantur) prjónið 6 l sl í kaðli slétt saman 2 og 2 = 55-57-59 l. Setjið síðan allar l á þráð. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkant saman við lykkjur á þræði með 1 spori í hverja lykkju. Saumið með þræðinum í gegnum l meðfram kanti efst á húfunni og herðið að. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 48 l á prjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 2 umf slétt – JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 1 l í annarri, þriðju og fjórðu l frá kanti í hvorri hlið (= 6 l fleiri = 54 l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1 (= 9 l), 36 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og prjónið A.2 (= 9 l). Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 16 cm eru prjónaðar stuttar umferðir – LESIÐ LEIÐBEININGAR – yfir 36 l garðaprjón í byrjun umf frá réttu þannig: * 2 umf yfir fyrstu 24 l garðaprjón, 2 umf yfir fyrstu 12 l garðaprjón, 1 umf yfir allar 36 l *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum (A.1 og A.2 halda áfram eins og áður) – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51 cm eru prjónaðar stuttar umferðir yfir 36 l garðaprjón í byrjun umf frá réttu þannig: * 2 umf yfir fyrstu 24 l garðaprjón, 2 umf yfir fyrstu 12 l garðaprjón, 1 umf yfir allar l *, endurtakið frá *-* alls 7 sinnum (= A.1 og A.2 halda áfram eins og áður). Þegar stykkið mælist 90 cm – stillið af þannig að næsta umf er prjónuð frá réttu, prjónið 6 l sléttprjón í A.1/A.2 slétt saman 2 og 2 = 48 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt og fellið síðan af með sl. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkant við vinstri langhlið – sjá mynsturteikningu. ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá hlið. HANDSTÚKA: Fitjið upp 62 l á prjóna nr 3 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan JAFNFRAMT eru prjónaðar 2 l í annarri, þriðju og fjórðu l í byrjun umf frá réttu = 65 l á prjón. Prjónið nú garðaprjón JAFNFRAMT sem A.1 er prjónað yfir síðustu 9 l í byrjun umf (frá réttu). JAFNFRAMT eru prjónaðar stuttar umferðir – LESIÐ LEIÐBEININGAR: * 20 umf garðaprjón yfir allar l í garðaprjóni í umf, 2 umf garðaprjón yfir fyrstu 17 l garðaprjón í umf *, endurtakið frá *-* (A.1 heldur áfram eins og áður) – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 18 cm þar sem það er styst eru prjónaðar 6 l sl frá kaðli slétt saman 2 og 2 = 62 l eftir á prjóni, setjið síðan l á þráð. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkantinn saman við lykkjur af þræði með 1 spori í hverja lykkju. Prjónið aðra handstúku á sama hátt, en prjónið mynstur eftir A.2 yfir 9 síðustu l í lok umf frá réttu (í stað A.1 í byrjun umf frá réttu). Passið uppá að stuttar umferðir séu gerðar yfir fyrstu 17 l í garðaprjóni með byrjun frá röngu. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1185
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.