Nanou skrifaði:
Bravo pour ce modèle , il est vrai qu on pense a notre adolescence !!!!vite les explications ! Car avec tous les modèles qui me plaise.j'ai du boulot.
15.06.2015 - 18:44
Sophie DROMARD skrifaði:
Je me demande si le col est amovible. Pour une tenue décontractée, ce modèle a l'air confortable.
13.06.2015 - 07:27
Ellis skrifaði:
Easy knit, comfortable but pity of the sleeveshape, it is not elegant,
08.06.2015 - 20:32
Päivi skrifaði:
Soft and fresh - always modern
28.05.2015 - 19:07Ernesta skrifaði:
Baie gemaklik en warm vir d ontspan tye
28.05.2015 - 10:27
Wia skrifaði:
Weer zo'n lekkere "woon"trui om 's winters in weg te duiken
28.05.2015 - 10:00
Ducré Béatrice skrifaði:
Retour vers l'adolescence
28.05.2015 - 09:52
Kristin skrifaði:
Elsker den avslappede, men fine, looken på denne!
27.05.2015 - 18:25
Winter Greeting#wintergreetingsweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa og laus kragi með áferðamynstri úr 1 þræði DROPS Cloud eða 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-4 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 57-59-63-69-75-81 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm – LESIÐ MÆLING, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umf = 47-49-53-59-65-71 l. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið síðan af miðju 15-15-15-17-17-17 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 l = 15-16-18-20-23-26 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki, nema mynstrið er prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 l garðaprjóni, A.1 þar til 2 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið af miðju 9 fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í hverri umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 l 1 sinni, síðan 1 l 2-2-2-3-3-3 sinnum = 15-16-18-20-23-26 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 9½-8-8-6-6-4½ cm millibili 4-5-5-6-6-7 sinnum til viðbótar = 36-38-40-42-44-46 l. Fellið af þegar stykkið mælist 51-51-50-48-46-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hægri axlasaum. HÁLSMÁL: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Prjónið upp frá réttu ca 46-54 l meðfram hálsmáli á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið vinstri axlasaum og kant í hálsmáli. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. LAUS KRAGI: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 64-64-64-68-68-68 l á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 18 cm, stillið af að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 8, prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl frá réttu. Saumið hliðarsaum innan við 1 kantlykkju. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintergreetingsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.