Vibe skrifaði:
Hej, Hvis man gerne vil strikke den i str. xs - hvor mange masker vil I så foreslå, at man går med? Med venlig hilsen, Vibe
04.11.2019 - 14:11
Christina Holden Rønning skrifaði:
Hei 😊 hva menes med kantmaskerille? 🤔
12.09.2019 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hei Christina, Dette betyr at du strikker rillestrikk på kantmaskene. God fornøyelse!
13.09.2019 - 07:33
Hanna skrifaði:
For the front piece: After you cast off the 9 stitches in the middle, it says Cast off 2 sts 1 time, then 1 st 2-2-2-3-3-3 times = 15-16-18-20-23-26 sts.\" \r\nDoes this mean cast off a total of 4 (or 5) stitches each row? Is there a special name for casting off two stitches at a time, that makes it different from casting off 1 stitch twice? And should I be starting at the start of the next row, or immediately after casting off the nine stitches for the head?\r\nThank you
09.04.2018 - 15:43DROPS Design svaraði:
Dear Hanna, after you have bound off the middle 9 sts for neck, continue each side separately casting off at the beg of each row from neck (= towards armhole): 2 sts 1 time and 2-3 sts 1 time = 15-16-18-20-23-26 sts remain for each shoulder. Happy knitting!
09.04.2018 - 16:17
Kirsty skrifaði:
I have just started following this pattern and I'm nearly 3/4 of the way through the back section and I am about to start my 3rd ball of wool. I only have five 100g balls as I'm doing a size small. I'm afraid I don't have enough wool to complete this project. The pattern says I need 500g which is what I got. What have I done wrong? Or is there a problem with the calculation for how much wool this pattern uses?
13.02.2017 - 17:41DROPS Design svaraði:
Dear Kirsty, you need 500 g DROPS Cloud in size S, if you used another yarn, you have to recalculate total meterage, you may need more/less grams to get the whole meterage. Happy knitting!
14.02.2017 - 09:11
Irene skrifaði:
Der findes ikke garn Dropc Cloud i butikken. Hvilken garn bliver den bedste til den opskrift? Der er så mange i den anbefalede grupper....
27.01.2017 - 17:17DROPS Design svaraði:
Hej Irene, Med 2 tråde Air vil du opnå samme strikkefasthed og resultat som 1 tråd Cloud. Cloud kan også erstattes med 1 tråd Eskimo, den vil dog blive lidt mere tung end hvis du bruger Air. God fornøjelse!
30.01.2017 - 08:34
Marcella Bioccoli skrifaði:
Allora sono io che sbaglio!!! Grazie comunque per l'assistenza tempestiva e grazie per i vostri modelli che sono davvero unici! Buon lavoro a tutti! :-)
12.01.2017 - 17:57
Marcella Bioccoli skrifaði:
Allora alle maniche dice di aumentare fino a 44, 46 a seconda della taglia, ma seguendo le istruzioni per lo scalfo alla fine tra dietro e davanti viene un'apertura di circa 51 cm mentre le maniche risultano 31 cm. quindi non riesco ad attaccarle. Grazie, forse sono io che non capisco
10.01.2017 - 17:23DROPS Design svaraði:
Buonasera Marcella. Guardando il grafico delle misure, p.es per la taglia S, lo scalfo sul davanti dovrebbe misurare 17 cm (quindi complessivamente 34 cm tra davanti e dietro). Il numero finale delle maglie per la maniche (sempre taglia S) è 36 e se la sua tensione è corretta, dovrebbero corrispondere a 36 cm. In questo modo riesce ad attaccare la parte finale della manica allo scalfo. Buon lavoro!
10.01.2017 - 22:03
Marcella Bioccoli skrifaði:
A me sembra che le maniche siano sbagliate
10.01.2017 - 15:07DROPS Design svaraði:
Buonasera Marcella. Il testo per le maniche corrisponde al testo inglese e non ci sono state altre segnalazioni di errore. Se ci indica che cosa le sembra sbagliato, possiamo provare ad aiutarla. Buon lavoro!
10.01.2017 - 16:48
Jette Pedersen skrifaði:
Hejsa ER der fejl i opskriften iflg opskriften skal ærmegabet være rimelig lang, men ærmerne meget smalle kan ikke se hvordan det skal passe sammen. Venlig hilsen Jette
07.04.2016 - 19:37DROPS Design svaraði:
Hej Jette, Hvis du overholder strikkefastheden så passer ærmerne også i ærmegabet. Se målene (på ærmegabet) i måleskitsen nederst under opskriften. God fornøjelse!
08.04.2016 - 09:24
Maria Rita Pilo skrifaði:
Buongiorno, avrei bisogno di aiuto, per favore, perchè non riesco a comprendere il diagramma: dopo aver fatto le due coste a punto legaccio devo fare il primo ferro a rovescio? la spiegazione sembrerebbe indicare così, ma allora sul secondo ferro mi troverei solo punti diritti da lavorare, quindi come posso fare un dritto sul rovescio? Probabilmente sono in errore, ma non riesco a venirne a capo, grazie mille. Saluti Maria Rita
18.02.2016 - 08:40DROPS Design svaraði:
Buongiorno Maria Rita. Il primo ferro del diagramma viene lavorato sul diritto del lavoro e quindi lavora le m a dir; il secondo ferro, lavorato sul rovescio del lavoro, viene lavorato alternando una m a dir con una m a rov. Buon lavoro!
18.02.2016 - 09:01
Winter Greeting#wintergreetingsweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa og laus kragi með áferðamynstri úr 1 þræði DROPS Cloud eða 2 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-4 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. MÆLING: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi. ÚTAUKNING: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umf, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 57-59-63-69-75-81 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið nú frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, 1 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 51-52-53-54-55-56 cm – LESIÐ MÆLING, fellið af 5 l fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umf = 47-49-53-59-65-71 l. Prjónið A.1 eins og áður þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið síðan af miðju 15-15-15-17-17-17 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umf frá hálsmáli er felld af 1 l = 15-16-18-20-23-26 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki, nema mynstrið er prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 l garðaprjóni, A.1 þar til 2 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið af miðju 9 fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í hverri umf frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 l 1 sinni, síðan 1 l 2-2-2-3-3-3 sinnum = 15-16-18-20-23-26 l. Þegar stykkið mælist 67-69-71-73-75-77 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-26-28-28-30-30 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 9½-8-8-6-6-4½ cm millibili 4-5-5-6-6-7 sinnum til viðbótar = 36-38-40-42-44-46 l. Fellið af þegar stykkið mælist 51-51-50-48-46-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hægri axlasaum. HÁLSMÁL: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Prjónið upp frá réttu ca 46-54 l meðfram hálsmáli á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið vinstri axlasaum og kant í hálsmáli. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. LAUS KRAGI: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 64-64-64-68-68-68 l á hringprjóna nr 8 með 1 þræði Cloud eða 2 þráðum Air. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 18 cm, stillið af að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 8, prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl frá réttu. Saumið hliðarsaum innan við 1 kantlykkju. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintergreetingsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.