Britt Iréne Gotlin Blom skrifaði:
Långkofta att mysa i.
03.06.2014 - 23:38Janneke skrifaði:
Beautiful vest.
03.06.2014 - 18:13
Christel skrifaði:
Belle veste moelleuse qui a l'air très confortable
03.06.2014 - 08:41
Ria skrifaði:
Gezellige vest om altijd aan te hebben!
02.06.2014 - 20:26
Momo skrifaði:
Sieht toll aus und ist bestimmt total kuschelig
02.06.2014 - 19:17
Mimibianchi skrifaði:
Una bella giacca pratica ed avvolgente
02.06.2014 - 17:26
Everything After#everythingaftercardigan |
|
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Kid-Silk með röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 157-45 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LITIR Á RÖNDUM (á við um fram- og bakstykki): 1 þráður öskugrár er prjónaður saman með litum í röndum. Rönd 1: Ljós gráblár þar til stykkið mælist: 24-24-25-25-26-27 cm. Rönd 2: Ljós grágrænn þar til stykkið mælist: 47-48-49-51-52-53 cm. Rönd 3: Perlugrár til loka. LITIR Á RÖNDUM (á við um ermi): 1 þráður öskugrár er prjónaður saman með litum í röndum. Rönd 1: Ljós gráblár þar til stykkið mælist 19 cm. Rönd 2: Ljós grágrænn þar til stykkið mælist 38 cm. Rönd 3: Perlugrár til loka. KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN: Frá réttu: * 2 l br, 2 l sl, 26 l br, 2 l sl, 2 l br * Frá röngu: * 2 l sl, 2 l br, 26 l sl, 2 l br, 2 l sl * ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð í stykkjum fram og til baka á hringprjóna og saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 107-119-125-137-149-155 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þráður LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf sl frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 17-21-21-25-27-25 l jafnt yfir = 90-98-104-112-122-130 l. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið, endurtakið úrtöku í hvorri hlið með 4-4-4-4½-4½-4½ cm millibili alls 7-7-7-6-6-6 sinnum = 76-84-90-100-110-118 l. Þegar stykkið mælist 40 m er aukið út um 11-12-12-14-16-17 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 87-96-102-114-126-135 l. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: 3 l 1-1-1-2-3-3 sinnum, 2 l 1-3-4-4-5-6 sinnum og 1 l 3-3-3-4-4-5 sinnum = 71-72-74-78-80-83 l. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af miðju 17-18-18-20-22-23 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 26-26-27-28-28-29 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 75-81-87-93-99-105 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 34 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þræði LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 4-6-9-11-12-14 l jafnt yfir = 71-75-78-82-87-91 l. Prjónið nú sléttprjón með 34 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan – fyrir miðju að framan og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9 cm byrjar úrtaka í hlið eins og á bakstykki = 64-68-71-76-81-85 l. Þegar stykkið mælist 40 cm er aukið út um 6-5-5-6-7-9 l jafnt yfir = 70-73-76-82-88-94 l. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umf frá röngu eins og á bakstykki = 62-61-62-64-65-68 l. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm eru felldar af fyrstu 26-26-27-28-28-29 l frá röngu = 36-35-35-36-37-39 l eftir á prjóni. Prjónið út umf. Prjónið síðan kraga í garðaprjóni þannig (1. umf = rétta): * prjónið fram og til baka yfir allar l, prjónið fram og til baka yfir fyrstu 18-18-18-18-18-18 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 11-11-11-12-12-13 cm frá öxl (mælt þar sem stykkið er minnst). Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 50-50-50-56-56-56 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 8-8-6-12-10-10 l jafnt yfir = 42-42-44-44-46-46 l. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9-7-9-8-6-8 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 11-14-15-18-19-22 sinnum = 64-70-74-80-84-90 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 48-48-47-46-44-44 cm - ATH! Styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla – fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: 4 l 1 sinni, síðan eru felldar af 2 l 7-8-9-10-11 sinnum, 1 l 2 sinnum, fellið síðan af allar l. Stykkið mælist nú ca 57-58-58-58-58-58 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman kraga við miðju að aftan – saumið yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið kraga við hálsmál aftan við hnakka með smáu spori. VASI: Fitjið upp 31-31-34-34-38-38 l á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þræði af í litnum ljós gráblár (= 2 þræðir) og prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist ca 16-16-18-18-20-20 cm. Prjónið 4 umf garðaprjón, fellið laust af. Prjónið annan vasa á sama hátt. Staðsetjið vasa á hvort framstykki ca mitt á milli hliðar og kants að framan með neðrikant á vasa ca 7 cm yfir kanti í garðaprjóni (mátið peysuna og stillið af eftir eigin ósk). Saumið vasana niður með lykkjuspori. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #everythingaftercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-45
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.