Aukje Trotsenburg skrifaði:
Bij het rechtervoorpand heb ik de schouder al afgekant. Nu begrijp ik niet wat ik verder doen moet.Het gaat om de passage:*brei heen en weer over alle steken, brei heen en weer alleen over de eerste 18 steken* waar moet ik heen met die 18 steken? Bij voorbaat dank, Aukje Trotsenburg
20.12.2014 - 17:55DROPS Design svaraði:
Hoi Aukje. Deze jas heeft een sjaalkraag. Je kant dus niet alle st af, maar alleen de eerste 26-26-27-28-28-29 st af aan de verkeerde kant (dus vanaf de schouder richting de hals. Je hebt nu 36-35-35-36-37-39 st over op de nld. Vervolgens brei je de verkorte toeren over de kraag zoals beschreven en dit stukje zal later samen met de kraag van het linker voorpand worden genaaid en aan de hals van het achterpand worden genaaid. Fijne feestdagen.
23.12.2014 - 16:32
Van Elsen Karin skrifaði:
Bonsoir, j'ai fais le calcule par rapport à l'échantillon 17m/22rgs si le bas du gilet mesure 56cm 17m x 5.6cm=95.2mailles je ne suis pas sûre mais je le trouve encore large par rapport à la photo avec 95 mailles.... merci de votre aide, bonne soirée.
18.12.2014 - 20:35
Van Elsen Karin skrifaði:
Bonjour, j'ai fais l'échantillon aig N°5 17m/22rgs c'est parfait, (taille:M) J'ai montée 119m sur aig 4,5 et tricotée 2 rgs point mousse et là je mesure et j'ai 66cm au lieu de 56 cm? Pourquoi, car je tricotes de la même façon que pour l'échantillon à part que c'est aig N°4.5....Pouvez-vous m'aider,SVP, merci. Bonne soirée.
18.12.2014 - 17:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Van Elsen, en taille M, on monte 119 m, mais au 1er rang end après la côte mousse (= 1er rang jersey), on répartit 21 diminutions, il reste 98 m (= env. 56 cm). Bon tricot!
19.12.2014 - 08:45
Vanessa G skrifaði:
Bonjour, êtes-vous sûr que pour la grandeur xxxl il suffit de cette quantité de laine ? ça semble pas beaucoup Merci
07.12.2014 - 00:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Vanessa G, en taille XXXL, il faut un total de 500 g Kid-Silk, soit 20 pelotes de 25 g x env. 200 m de fil chacune (toutes couleurs confondues) - pensez à bien vérifier votre échantillon en largeur et en hauteur (soit 17 m x 22 rangs jersey = 10 x 10 cm). Bon tricot!
07.12.2014 - 13:01
Leila skrifaði:
Jos tekee mallin c-ryhmän langasta Esim. Brushed Alpaca Silk -langasta, kuinka lasken langanmenekin?
12.11.2014 - 09:52DROPS Design svaraði:
Tässä esimerkki siitä, miten lasket lankavaihtoehdon metrimäärän: Malliin tarvitaan 300g langasta X. Langan X juoksevuus on 170m per 50g, eli tarvitset 6 kerää (lankaa X) x 170 m = 1020 m. Haluat käyttää lankaa Y. Tämän langan juoksevuus on 150m per 50g. 1020m / 150m = 6.8 = tarvitset 7 kerää langasta Y, jotta metrimäärä olisi sama kuin langassa X.
18.11.2014 - 16:33
Elina skrifaði:
Eli tuo kuvan neule on raidoittamaton?
03.11.2014 - 14:54DROPS Design svaraði:
Kuvan ohjeessa on kyllä raidoitusta, vaikka tämä erottuu huonosti.
18.11.2014 - 16:30
Jonna skrifaði:
In dit patroon staat dat je kleuren samen moet breien. Wordt daarmee getwijnd breien bedoeld? Zo niet, wat wordt er precies mee bedoeld? En hoe moet ik die strepen opvatten? zijn dat brede strepen van ca. 24 cm? alvast dank voor het antwoord.
02.11.2014 - 19:20DROPS Design svaraði:
Hoi Jonna. Je breit met 2 draden - dus gewoon een dubbele draad. Het is geen getwijnd breien. Je breit de strepen zoals uitgelegd in het patroon, dus 1 draad asgrijs samen met (STREEP 1) 1 draad lichgrijs/blauw tot een hoogte van 24 cm (maat S en M).
03.11.2014 - 16:57
Aurélya skrifaði:
Bonjour. Je ne comprends pas bien comment se tricote le devant. Lorsque je commence mon jersey, les 34 mailles bordures doivent commencer directement du bord ?
14.10.2014 - 23:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Aurélya, on tricote la bordure devant en même temps que le devant, pour le devant droit, ce sont les 34 premières m en début de rang sur l'endroit à tricoter ainsi sur l'endroit: (2 m env, 2 m end, 26 m env, 2 m end, 2 m env) et ainsi sur l'envers: (2 m end, 2 m env, 26 m end, 2 m env, 2 m end) après les 3 côtes mousse du bas du devant. Bon tricot!
15.10.2014 - 08:38
Elina skrifaði:
Heips! Onko tuosa kuvan neuleessa käytetty raidoitusta, koska sitä ei ainakaan huomaa? Vai eikö se raidoitus tarkoitakkaan tässä sitä, että lankaa vaihdetaan kokonaan?
25.09.2014 - 19:22DROPS Design svaraði:
Hei! Jakku neulotaan raidoittaen ohjeen raidoituksen mukaisesti. Voit tietysti halutessasi jättää raidoituksen tekemättä.
07.10.2014 - 16:18
Maria skrifaði:
Takk for svar:) Hvilken størrelse har modellen på bilde?
05.09.2014 - 09:46DROPS Design svaraði:
Hej Maria. Det ved jeg desvaerre ikke. Men du kan se maaleskitsen nederst paa mönstret med alle maal i cm per störrelse. Sammenlign disse med dinne egne for at vaelge den störrelse du vil lave.
05.09.2014 - 10:22
Everything After#everythingaftercardigan |
|
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Kid-Silk með röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 157-45 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LITIR Á RÖNDUM (á við um fram- og bakstykki): 1 þráður öskugrár er prjónaður saman með litum í röndum. Rönd 1: Ljós gráblár þar til stykkið mælist: 24-24-25-25-26-27 cm. Rönd 2: Ljós grágrænn þar til stykkið mælist: 47-48-49-51-52-53 cm. Rönd 3: Perlugrár til loka. LITIR Á RÖNDUM (á við um ermi): 1 þráður öskugrár er prjónaður saman með litum í röndum. Rönd 1: Ljós gráblár þar til stykkið mælist 19 cm. Rönd 2: Ljós grágrænn þar til stykkið mælist 38 cm. Rönd 3: Perlugrár til loka. KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN: Frá réttu: * 2 l br, 2 l sl, 26 l br, 2 l sl, 2 l br * Frá röngu: * 2 l sl, 2 l br, 26 l sl, 2 l br, 2 l sl * ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð í stykkjum fram og til baka á hringprjóna og saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 107-119-125-137-149-155 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þráður LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf sl frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 17-21-21-25-27-25 l jafnt yfir = 90-98-104-112-122-130 l. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið, endurtakið úrtöku í hvorri hlið með 4-4-4-4½-4½-4½ cm millibili alls 7-7-7-6-6-6 sinnum = 76-84-90-100-110-118 l. Þegar stykkið mælist 40 m er aukið út um 11-12-12-14-16-17 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 87-96-102-114-126-135 l. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: 3 l 1-1-1-2-3-3 sinnum, 2 l 1-3-4-4-5-6 sinnum og 1 l 3-3-3-4-4-5 sinnum = 71-72-74-78-80-83 l. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af miðju 17-18-18-20-22-23 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 26-26-27-28-28-29 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 75-81-87-93-99-105 l (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 34 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þræði LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 4-6-9-11-12-14 l jafnt yfir = 71-75-78-82-87-91 l. Prjónið nú sléttprjón með 34 KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN – sjá útskýringu að ofan – fyrir miðju að framan og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9 cm byrjar úrtaka í hlið eins og á bakstykki = 64-68-71-76-81-85 l. Þegar stykkið mælist 40 cm er aukið út um 6-5-5-6-7-9 l jafnt yfir = 70-73-76-82-88-94 l. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umf frá röngu eins og á bakstykki = 62-61-62-64-65-68 l. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm eru felldar af fyrstu 26-26-27-28-28-29 l frá röngu = 36-35-35-36-37-39 l eftir á prjóni. Prjónið út umf. Prjónið síðan kraga í garðaprjóni þannig (1. umf = rétta): * prjónið fram og til baka yfir allar l, prjónið fram og til baka yfir fyrstu 18-18-18-18-18-18 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 11-11-11-12-12-13 cm frá öxl (mælt þar sem stykkið er minnst). Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 50-50-50-56-56-56 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 LITIR Á RÖNDUM – sjá útskýringu að ofan (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 8-8-6-12-10-10 l jafnt yfir = 42-42-44-44-46-46 l. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9-7-9-8-6-8 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 11-14-15-18-19-22 sinnum = 64-70-74-80-84-90 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 48-48-47-46-44-44 cm - ATH! Styttri mál í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla – fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: 4 l 1 sinni, síðan eru felldar af 2 l 7-8-9-10-11 sinnum, 1 l 2 sinnum, fellið síðan af allar l. Stykkið mælist nú ca 57-58-58-58-58-58 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið saman kraga við miðju að aftan – saumið yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Saumið kraga við hálsmál aftan við hnakka með smáu spori. VASI: Fitjið upp 31-31-34-34-38-38 l á hringprjóna nr 4,5 með 1 þræði í litnum öskugrár + 1 þræði af í litnum ljós gráblár (= 2 þræðir) og prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist ca 16-16-18-18-20-20 cm. Prjónið 4 umf garðaprjón, fellið laust af. Prjónið annan vasa á sama hátt. Staðsetjið vasa á hvort framstykki ca mitt á milli hliðar og kants að framan með neðrikant á vasa ca 7 cm yfir kanti í garðaprjóni (mátið peysuna og stillið af eftir eigin ósk). Saumið vasana niður með lykkjuspori. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #everythingaftercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-45
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.