Chrissy skrifaði:
Absolutes top Modell. Großes Lob an den/die Designer/in.
13.06.2014 - 11:53
Miiru skrifaði:
I like the different kind of knit. The coulours match well
13.06.2014 - 08:04
BB skrifaði:
J'aime beaucoup sa construction et ses couleurs.
07.06.2014 - 18:50
BROUSTET Brigitte skrifaði:
J'aime beaucoup sa construction et ses couleurs.
07.06.2014 - 18:48
Caterina skrifaði:
Bello e d'effetto
07.06.2014 - 06:59C Darmanin skrifaði:
Very original and in trend. Love it!
05.06.2014 - 10:05
Donatella skrifaði:
Simpatico
04.06.2014 - 11:06
Benedetta skrifaði:
Eccentrico e chic
03.06.2014 - 12:14
Ina skrifaði:
Den skal jeg helt sikkert strikke
02.06.2014 - 20:34
Dymph skrifaði:
Modieus en het model zal iedereen staan
02.06.2014 - 15:26
Now and Then#nowandthencardigan |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Delight og DROPS Kid-Silk í garðaprjóni og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 158-30 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 l sl, * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir og endið á 1 l sl. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar l (og uppslátt) slétt. STUTTAR UMFERÐIR: FYRSTA MYNSTUREINING: Prjónaðar eru stuttar umferðir til að ná fram bogalaga formi á stykkið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 3 l eru eftir (= 33 l), snúið við. UMFERÐ 2 og síðan umf frá röngu: Prjónið til baka og fitjið upp 1 nýja l í lokk umf. UMFERÐ 3: Prjónið þar til 6 l eru eftir, snúið við. UMFERÐ 5: Prjónið þar til 9 l eru eftir, snúið við. UMFERÐ 7: Prjónið þar til 12 l eru eftir, snúið við. UMFERÐ 9: Prjónið þar til 15 l eru eftir, snúið við. Haldið svona áfram að prjóna yfir 3 l færri í hvert skipti, JAFNFRAMT er fitjuð upp 1 ný l í lok hverrar umf frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 22 umf í garðaprjóni í ytri kant á boga = 47 l. Prjónið nú 2 umf MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, yfir allar l. Nú hafa verið prjónaðar 22 umf í garðaprjóni + 2 umf mynstur í ytri kant á boga og 2 umf mynstur innst í boga. Haldið áfram að fitja upp 1 nýja l í lok hverrar umf frá röngu þar til fitjaðar hafa verið upp alls 15-21-27-33-39-45 nýjar l frá byrjun á 1. mynstureiningu = 51-57-63-69-75-81 l. JAFNFRAMT er haldið áfram með stuttar umferðir eins og útskýrt er frá að neðan: ÖNNUR OG ÞRIÐJA MYNSTUREINING: Prjónið eins og 1. mynstureining en 1. umf er prjónuð yfir 45-47-41-41-41-41 l áður en snúið er við. Haldið áfram að prjóna yfir 4 l færri í hverjum snúning þar til prjónaðar hafa verið 24-28-28-28-28-28 umf garðaprjón + 2 umf mynstur í ytri kant á boga og 2 umf mynstur innst í boga. FJÓRÐA OG FIMMTA MYNSTUREINING: Prjónið eins og 1. mynstureining en 1. umf er prjónuð yfir 48-52-56-60-68-72 l. Haldið áfram að prjóna yfir 4 l færri í hverjum snúningi þar til prjónaðar hafa verið 24-26-28-30-32-34 umf garðaprjón + 2 umf mynstur í ytri kant á boga og 2 umf mynstur innst í boga. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist (mælt frá prjónamerki á hlið): STÆRÐ S: 6, 11, 16, 21 og 26 cm. STÆRÐ M: 6, 12, 17, 23 og 28 cm. STÆRÐ L: 6, 12, 18, 24 og 30 cm. STÆRÐ XL: 7, 14, 20, 26 og 32 cm. STÆRÐ XXL: 7, 14, 20, 27 og 34 cm. STÆRÐ XXXL: 8, 15, 22, 29 og 36 cm. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 46-52-56-62-72-78 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði Delight og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Prjónið nú þannig: * 2 umf MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, 4 umf garðaprjón *, endurtakið frá *-* til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2-3-3-3-3-4 cm aukið út um1 l í hvorri hlið með 2-2-2-2-3-3 cm millibili alls 3 sinnum = 52-58-62-68-78-84 l. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Lykkjur sem ekki ganga upp í mynstur eru prjónaðar slétt! Þegar stykkið mælist 8-9-10-11-12-13 cm fitjið upp nýjar l fyrir ermar í hvorri hlið þannig: 1 l 8 sinnum og 10-9-8-7-4-2 l 1 sinni = 88-92-94-98-102-104 l. Þegar stykkið mælist 27-29-31-33-35-37 cm haldið áfram með mynstur eins og áður, JAFNFRAMT er prjónað garðaprjón yfir miðju 20-20-22-22-24-24 l. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 29-31-33-35-37-39 cm. Í næstu umf eru felldar af miðju 12-12-14-14-16-16 l fyrir hálsmáli = 38-40-40-42-43-44 l eftir á öxl/ermi. Prjónið nú hvora öxl til loka fyrir sig. Haldið síðan áfram með 4 síðustu l við hálsmál í garðaprjóni. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 32-34-36-38-40-42 cm – stillið af þannig að prjónaðar verði 2 umf garðaprjón á eftir 2 umf með mynstri og fellið síðan LAUST af. Prjónið hina öxlina á sama hátt, nema spegilmynd. HÆGRA KANTSTYKKI / FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað frá hlið frá miðju að aftan, prjónaðir eru stuttar umferðir sem gefa flíkinni bogalagað form, síðan er framstykkið prjónað áfram með úrtöku innan við kant að framan. Fitjið upp 36 l í öllum stærðum á hringprjóna nr 6 með 1 þræði Delight og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið garðaprjón fram og til baka (1. umf = rétta). Þegar stykkið mælist 1-3-3-5-8-2 cm er haldið áfram þannig: * 2 umf mynstur, 7-7-8-8-8-8 cm garðaprjón *, endurtakið frá *-* alls 2-2-2-2-2-3 sinnum, síðan eru prjónaðar 2 umf mynstur. Stykkið mælist nú ca 18-20-22-24-27-30 cm. Prjónið nú STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Eftir stuttar umferðir eru 51-57-63-69-75-81 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hlið – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið 4 umf garðaprjón, prjónið nú þannig: * 2 umf mynstur, en síðustu 5 l við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni (= kantur að framan), 4 umf garðaprjón yfir allar l *, endurtakið frá *-* til loka, JAFNFRAMT er fækkað um 1 l innan við 5 kantlykkjur að framan – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með ca 1-1-1-½-½-½ cm millibili 22-25-29-32-34-36 sinnum til viðbótar (= alls 23-26-30-33-35-37 úrtökur við kant að framan). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2-3-3-3-3-4 cm er aukið út um 1 l í hlið (þ.e.a.s. í lok umf frá réttu) með 2-2-2-2-3-3 cm millibili alls 3 sinnum. Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 8-9-10-11-12-13 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok umf frá réttu í hlið þannig: 1 l 8 sinnum og 10-9-8-7-4-2 l 1 sinni. ATH: Lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri á ermi eru prjónaðar slétt! Þegar útaukningu og úrtöku er lokið eru 49-51-52-54-55-57 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 26-28-30-32-34-36 cm prjónið garðaprjón yfir fyrstu 15-15-16-16-16-17 l. Þegar stykkið mælist 28-30-32-34-36-38 cm fellið af fyrstu 11-11-12-12-12-13 l frá réttu. Haldið síðan áfram með 4 l garðaprjón inn við háls og mynstur yfir þær 34-36-36-38-39-40 l sem eftir eru á öxl/ermi eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist ca 32-34-36-38-40-42 cm – stillið af eftir bakstykki og fellið síðan LAUST af. VINSTRA KANTSTYKKI / FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra kantstykki / framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. áður en stuttar umferðir byrja, prjónið 1 umf slétt frá réttu, prjónið síðan stuttar umferðir með byrjun frá röngu (í stað byrjunar frá réttu). Eftir stuttar umferðir er aukið út í hlið eins og á hægra framstykki, nema í lok umf frá röngu (í stað lok umf frá réttu). Fellið ekki af fyrir hnappagötum. Fitjið upp nýjar l fyrir ermi í lok umf frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma (fram- og bakstykki) í eitt yst í lykkjubogann (saumið A við A og B við B – sjá mynsturteikningu). Saumið uppfitjunarkant á hægra og vinstra kantstykki saman við miðju að aftan yst í lykkjubogann. Saumið síðan við neðri hluta á bakstykki. Saumið tölur í vinstri kant að framan. ERMI: Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna. Byrjið efst við hliðarsaum og takið upp 46-48-52-55-57-60 l með 1 þráð Delight og 1 þráð Kid-Silk (= 2 þræðir) á hringprjóna nr 6 í kringum handveg. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki með því að prjóna 2 l slétt saman. Endurtakið úrtöku með 3-3-2½-2-2-1½ cm millibili 5-5-6-7-8-9 sinnum til viðbótar = 34-36-38-39-39-40 l. Fellið LAUST af þegar ermin mælist 25 cm. Saumið sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nowandthencardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 158-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.