Julia skrifaði:
Hi, I am all done up till 25 cm, I couldn't continue on the pattern A4/A6, can you explain how should I start and look at the chart ? Thanks
25.04.2016 - 03:14DROPS Design svaraði:
Dear Julia, in A.3 holes are going diagonally to the right, work then A.4 with holes going diagonally to the left (see diagrams) - and in A.5 holes were going diagonally to the left, work now A.6 with holes going diagonally to the right. Happy knitting!
25.04.2016 - 10:29
Isabelle skrifaði:
Ein Nachtrag: Ich glaube, die Lösung wäre gewesen, zwischen den Ab- und Zunahmen in der Taille die neuen Lochreihen schon früher zu beginnen, wenn dazwischen auch nur 9 Maschen liegen.
23.04.2016 - 11:20
Isabelle skrifaði:
Hallo! Danke für eure Antwort! Das Problem ist, dass zwischen den Ab- und Zunahmen 2 neue Mustersätze begonnen haben, die dann bereits 10 Maschen umfassten. Zunahmen konnten daher später nur noch in 9 der 11 Mustersätzen erfolgen.
23.04.2016 - 11:03
Isabelle skrifaði:
Ich komme nach den Zunahmen in der Taille - obwohl in jedem Mustersatz wieder 10 Maschen sind - in Größe L nur noch auf 231 statt 233 Maschen. Das kann ich mir nicht erklären. Die Maschen müsste ich also in den Teil-Mustersätzen am Rand neu aufnehmen. Aber das stimmt mit der Anleitung ja nicht überein.
19.04.2016 - 13:11DROPS Design svaraði:
Liebe Isabelle, Sie nehmen ja nach der Taille wieder zu, sodass jeder Rapport wieder 10 Maschen umfasst und Sie wieder die gleiche Maschenzahl haben wie vorher (also 233 in Grösse L).
20.04.2016 - 07:49Pauline skrifaði:
Its OK now, forget my last comment, I still hadn't understood, but have got it now - all going correctly, thank you.
06.11.2015 - 08:50Pauline skrifaði:
Thank you for your reply, just to make sure ive understood correctly - the dec is therefore only on each side, in the first and last eyelet of every other row until 11 stitches have been decreased.(I'm doing third size).I think I understand now :)
05.11.2015 - 11:29DROPS Design svaraði:
Dear Pauline, you dec in A.3 and in A.5 in every other repetition, and repeat these decreases (in remaining repetitions with 10 sts) when piece measures 15 cm (= a total of 22 dec sts = 211 sts remain). Each repetition is then 9 sts. Happy knitting!
05.11.2015 - 14:11Pauline skrifaði:
Hi, I'm struggling with the dec on the body and have undone it so many times as I can't get anything to work :( but now I wonder if there is an error and where it says "On next row from RS dec in A.3 as follows: Instead of K 2 tog as shown in diagram, K 3 tog (= 1 st dec) on every other vertical eyelet row (i.e. every other repetition of A.3)" maybe it should actually say horizontal not vertical? Help please! Regards Pauline
04.11.2015 - 23:18DROPS Design svaraði:
Dear Pauline, the dec should be made in every other repetition of A.3, ie in every other vertical eyelet pattern (1 eyelet pattern vertically = 1 repeat of A.3 in width). Happy knitting!
05.11.2015 - 09:06
Andrea skrifaði:
Hallo.Komme mit der Aussage ,Gleichzeitig wird in jeder 16.Reihe ein neuer Lochstreifen begonnen nicht klar.Wo soll der beginnen?
20.04.2015 - 21:32DROPS Design svaraði:
Sie haben zwischen den einzelnen Lochstreifen (Umschlag + zusammengestr. Maschen) ja stets 8 M glatt re. Nach 16 R ist ein Lochstreifen im Rapport von einer Seite zur anderen "gewandert" (in A.4 z.B. von rechts unten nach links oben), sodass Sie nun wieder mit einem neuen Rapport beginnen müssen. Arbeiten Sie das Muster einfach so, dass zwischen den Löchern (d.h. Umschlag + zusammengestrickte Maschen) immer ein Abstand von 8 M glatt re ist, wie im Diagramm, damit erklärt sich eigentlich von selbst, wo Sie einen neuen Rapport beginnen. Ansonsten fragen Sie gerne noch einmal nach. Gutes Gelingen!
23.04.2015 - 14:17
Ella skrifaði:
Approximately what are the chest measurements for S, M, L,
03.02.2015 - 22:27DROPS Design svaraði:
Dear Ella, you will find finished measurements for each size in the measurement chart at the bottom of the pattern. They are taken flat, from side to side, ie in first size, 45 cm in width = 90 cm around chest. Happy knitting!
04.02.2015 - 08:46Clare skrifaði:
Is it possible to get this pattern(drops 152/22 ) converted to straight needles. I desperately want to knit this garment but do not use circular needles. Many thanks, Clare
25.10.2014 - 23:09DROPS Design svaraði:
Dear Clare, the jacket is worked back and forth on circular needle to get enough room for all sts. You can work it on straight needle, but remember to check your tension since your sts may be a bit tighter on needle and follow pattern as stated - or learn how to work back and forth on circular needle with the help of our videos. Happy knitting!
27.10.2014 - 09:10
Mykonos#mykonoscardigan |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð ermalaus peysa úr DROPS Muskat með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 152-22 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Þegar úrtaka fyrir hálsmáli byrjar er haldið áfram með gataumferðina sem nú þegar er byrjuð, en ekki byrja á nýrri gataumferð. ATH! Passið uppá að fækka ekki lykkjum fyrir hálsmáli í 4 fyrstu umf í mynstri A.4/A.6. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.6. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ATH: Mynstur passar ekki yfir hvert annað á hæðina þegar það er endurtekið, en gataumferðin heldur áfram eins og áður, JAFNFRAMT er byrjað á nýrri gataumferð í 16. hverri umf. Þegar A.4 og A.6 mætast við miðju að aftan er prjónað 1 gati meira í A.6, en ekki í A.4 (þ.e.a.s. að það eykst um 1 gat á milli A.4 og A.6). ÚRTAKA (á við úrtöku við hálsmál): Fækkið lykkjum innan við 2 l garðaprjón. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 2 l á undan 2 l: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir 2 l: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist (mælt frá hlið þar sem stykkið er styst). STÆRÐ S: 7, 13, 19, 25, 31 og 37 cm. STÆRÐ M: 9, 15, 21, 27, 33 og 39 cm. STÆRÐ: 4, 10, 16, 22, 28, 34 og 40 cm. STÆRÐ XL: 6, 12, 18, 24, 30, 36 og 42 cm. STÆRÐ XXL: 7, 13, 19, 25, 31, 37 og 43 cm. STÆRÐ XXL: 9, 15, 21, 27, 33, 39 og 45 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 229-253-277-301-325-349 l (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 4 með Muskat. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þær 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Prjónið síðan þannig: Prjónið 6 l sl (= kantlykkjur að framan), A.1 (= 12 l) alls 18-20-22-24-26-28 sinnum á breiddina, síðan 1 l sléttprjón (prjónið svona svo að hliðarnar verði eins) og 6 l sl (= kantur að framan). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 193-213-233-253-273-293 l á prjóni. Prjónið síðan A.2 (= 10 l) yfir A.1 1 sinni á hæðina, endið umf á 1. l í A.2 á undan síðustu 6 l sl (þannig að mynstrið verði alveg eins við kant að framan). Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 6 l garðaprjón (= kantur að framan), A.3 (= 10 l) yfir A.2 alls 9-10-11-12-13-14 sinnum á breiddina (= miðja að aftan), prjónið síðan A.5 (= 10 l) yfir A.2 alls 9-10-11-12-13-14 sinnum á breiddina, 1 l sléttprjón, endið á 6 l garðaprjón (= kantur að framan). Mynstur A.3/A.5 færist til síðan við 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið sem prjónuð er í garðaprjóni til loka. ATH: Umf 9 í A.5 er prjónuð þannig: Prjónið mynstur og garðaprjón eins og áður þar til 8 l eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir – sjá mynstur, endið á 6 l garðaprjón (= kantur að framan). Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 13 cm. Næsta umf er frá réttu og lykkjum fækkað í A.3 þannig: Í staðinn fyrir að prjóna 2 l slétt saman eins og útskýrt er í mynstri eru prjónaðar 3 l slétt saman (= 1 l færri) í annarri hverri gataumferð (þ.e.a.s. í annarri hverri mynstureiningu af A.3), í sömu umf er lykkjum fækkað í annarri hverri gataumferð í A.5 þannig: Í staðinn fyrir «takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir» - prjónið þannig: Takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir (= alls 9-10-11-12-13-14 l færri). Endurtakið úrtöku 1 sinni til viðbótar á þeim gataumferðum sem eftir eru þegar stykkið mælist 15 cm (= alls 18-20-22-24-26-28 l færri) = 175-193-211-229-247-265 l eftir á prjóni. ATH: Fækkið um 1 l í hverri mynstureiningu (þ.e.a.s. nú er 1 mynstureining 9 l). Haldið áfram með mynstur í annarri hverri umf þar til stykkið mælist 23 cm. Næsta umf er prjónuð frá réttu og aukið er út í A.3 og A.5 þannig: Í stað fyrir að prjóna 2 l slétt saman eins og útskýrt er í mynstri er fyrsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sl fram að uppslætti, sláið 1 sinni uppá prjóninn (uppslátturinn verður auka l), prjónið sl eftir uppsláttinn, prjónið síðan áfram eins og áður. Endurtakið útaukningu í annarri hverri gataumferð (= 9-10-11-12-13-14 l fleiri). Endurtakið útaukningu í gataumferðum sem eftir eru þegar stykkið mælist 25 cm = 193-213-233-253-273-293 l á prjóni. ATH: Aukið einungis út um 1 l í hverri mynstureiningu (þ.e.a.s að 1 mynstureining er nú í 10 l). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 25 cm (stillið af að prjónuð er 1 heil mynstureining af A.3/A.5), prjónið A.4 yfir A.3 og A.6 yfir A.6. Mynstrið færist til og prjónast til loka. ATH: 1. umf í A.6 er prjónuð þannig: Prjónið mynstur og garðaprjón eins og áður þar til 8 l eru eftir, 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn – sjá mynstur, endið á 6 l garðaprjón (= kantur að framan). Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm skiptið stykkið, framstykki og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig: Setjið fyrstu 51-56-61-66-71-76 l (= hægra framstykki) og síðustu 52-57-62-67-72-77 l (= vinstra framstykki) á þráð (ATH: Það er 1 l fleiri á vinstra framstykki til þess að mynstrið verði eins í báðum hliðum), klippið frá, prjónið nú yfir miðju 90-100-110-120-130-140 l (= bakstykki). BAKSTYKKI: Haldið áfram með mynstur eins og áður JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í hvorri hlið á stykki í lok hverrar umf þannig: Fitjið upp 4 l alls 2 sinnum í hvorri hlið, síðan 9-8-8-8-7-7 l alls 2 sinnum í hvorri hlið = 142-148-158-168-174-184 l á prjóna. Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur og þegar útaukningu er lokið eru prjónaðar 4 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki fyrir kant á ermum. Haldið áfram með gatamynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 38-40-41-43-44-46 cm – sjá LEIÐBEININGAR að ofan, prjónið 4 umf garðaprjón yfir miðju 4 l (= 69-72-77-82-85-90 l í hvorri hlið), þær l sem eru eftir eru prjónaðar eins og áður. Haldið síðan áfram að prjóna garðaprjón yfir 4 l og mynstur eins og áður, JAFNFRAMT er stykkinu skipt í v-hálsmál og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (= 71-74-79-84-87-92 l á hvorri öxl). Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir 2 síðustu l við hálsmál JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l fyrir hálsmál innan við 2 l garðaprjón – lesið ÚRTAKA – endurtaki úrtöku í hverri umf frá 16-16-17-17-18-18 sinnum til viðbótar (= alls 17-17-18-18-19-19 sinnum) = 54-57-61-66-68-73 l eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Þegar stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 51-56-61-66-71-76 l. Fitjið nú upp nýjar l fyrir ermi í lok hverrar umf frá réttu þannig: Fitjið upp 4 l alls 2 sinnum, síðan 9-8-8-8-7-7 l alls 2 sinnum = 77-80-85-90-93-98 l (ATH: Það er 1 l fleiri á vinstra framstykki þ.e.a.s. eftir útaukningu eru 78-81-86-91-94-99 l á prjóni). Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur og þegar útaukningu er lokið eru síðustu 4 l í garðaprjóni prjónaðar fyrir kant á ermum. Haldið áfram með gatamynstur eins og áður. Munið eftir HNAPPAGAT! Þegar stykkið mælist 38-40-41-43-44-46 cm – sjá LEIÐBEININGAR að ofan – fellið af 4 kantlykkjur að framan í byrjun á næstu umf frá réttu = 73-76-81-86-89-94 l eftir á prjóni. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir 2 síðustu kantlykkjur að framan við háls og mynstur eins og áður, JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l fyrir hálsmál innan við 2 kantlykkjur að framan – sjá ÚRTAKA – endurtakið úrtöku í hverri umf frá réttu alls 19-19-20-20-21-21 sinnum = 54-57-61-66-68-73 l eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Stykkið mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli eru 4 síðustu kantlykkjur að framan felldar af í byrjun á næstu umf frá röngu, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið síðan 2 næstu sl lykkju br saman (þ.e.a.s. nú eru jafn margar l á hægra og vinstra framstykki). Prjónið síðan áfram á sama hátt og hægra framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og sauma undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mykonoscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 152-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.