Katja skrifaði:
Mir ist nicht so ganz klar, wo ich bei der Passe wieder anfange... Habe die Ärmelmaschen wie angegeben auf die Rundstricknadel zum Rumpfteil genommen. Und nun? An welcher Stelle beginne ich mit A.1 ?
21.04.2014 - 19:44DROPS Design svaraði:
Liebe Katja, wir haben Antwort von den Designerinnen bekommen: man setzt in der hinteren Mitte wieder an. Beachten Sie bitte, dass das Muster nicht symmetrisch ist, dies ist gewollt (siehe Foto).
26.04.2014 - 11:34
Ahvenniemi Merja skrifaði:
Jos 224 s neulotaan kaikki pareittain yhteen, miten jäljelle jää 168s?
18.04.2014 - 08:42DROPS Design svaraði:
Valitettavasti tästä oli jäänyt sana pois, vain nurjat silmukat neulotaan yhteen.
23.04.2014 - 16:53
Jen Swales skrifaði:
After pulling out twice I compared this to the cardigan pattern... MISSING on Diagram "K on RS P on WS"
13.03.2014 - 20:35
Ida skrifaði:
Überskøn! Kan vi også få den i størrelse 2-3-4 år ?
29.01.2014 - 20:15
Frey Monique skrifaði:
Summertime Ein schönes Sommerteil
20.01.2014 - 18:11
Frey Monique skrifaði:
Summertime Ein schönes Sommerteil
20.01.2014 - 18:11
Elisa skrifaði:
Molto carino anche allacciato
16.01.2014 - 17:17
Andrée-Anne Mercier skrifaði:
Amazing top! Feminine, original, yet simple and looks comfy... top of my list for spring projects!
11.01.2014 - 21:52
Marie France skrifaði:
Très beau haut
07.01.2014 - 11:18
Marianne CONRAD skrifaði:
Modèle très élégant
28.12.2013 - 18:29
Desert Rose#desertrosetopp |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Paris með fallegu berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 155-3 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): * 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 224-256-288-320 l á hringprjóna nr 5 með Paris. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú stroff 4 l sl, 4 l br. Þegar stykkið mælist 6 cm eru allar brugðnar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 168-192-216-240 l. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 1 í byrjun umf og 1 eftir 84-96-108-120 l (= í hvorri hlið). Prjónið nú sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 3 ½-4-4½-5 cm millibili 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 úrtökur) = 152-176-200-224 l. Þegar stykkið mælist 24-26-27-29 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 útaukningar) = 168-192-216-240 l. Þegar stykkið mælist 35-39-41-45 cm eru felldar af 14-16-18-20 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 7-8-9-10 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 70-80-90-100 l eftir á bakstykki/framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 46-54-62-70 l á sokkaprjóna nr 5 með Paris. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt JAFNFRAMT eru felldar af fyrstu 14-16-18-20 l (= miðja undir ermi) og aukið er út um 10 l jafnt yfir þær l sem eftir eru = 42-48-54-60 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki = 224-256-288-320 l. Prjónið * A.1 (= 14 l), A.2 (= 18 l) *, endurtakið frá *-* (= 7-8-9-10 mynstureiningar af A.1 og A.2 á breiddina). Skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað eru 140-160-180-200 l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 38-52-68-84 l jafnt yfir = 102-108-112-116 l. Klippið frá. Prjónið nú upphækkun að aftan við hnakka í sléttprjóni, setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju (= miðja að aftan) og byrjið þannig: Prjónið 7 l sl framhjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið við, herðið á þræði og prjónið 14 l br til baka, snúið við, herðið á þræði og prjónið 21 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 28 l br til baka. Haldið svona áfram – prjónið yfir 7 l fleiri í hvert skipti þegar snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 56-56-70-70 l, snúið við og prjónið 1 umf slétt fram að miðju að aftan. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af með sl. Berustykkið mælist ca 21 cm (miðja að framan) og allur toppurinn ca 56-60-62-66 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #desertrosetopp eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 155-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.