Barbro Sundnér skrifaði:
Hur kan det återstå 48 maskor efter att man minskat en maska på var sida om markören mitt bak när det totala antalet maskor var 52 maskor? (Detsamma gäller också mellanstorleken på totalt 48 maskor som skall bli 44 maskor)
10.10.2024 - 19:19DROPS Design svaraði:
Hej Barbro. Du har 52 maskor i största storleken, sedan minskar du 1 maska på varje sida av maskan med markör när arbetet mäter 10 cm (=2 m minskade) och sedan igen när arbetet mäter 17 cm (=ytterligare 2 maskor minskade). Mvh DROPS Design
11.10.2024 - 14:25
Lone Meldgaard skrifaði:
Sorry! Jeg missede en pind…
20.01.2024 - 18:15
Lone Meldgaard skrifaði:
Hvordan gå 44 op i 2r2v? Det må være 42 eller 46 masker eller? Tror jeg opgiver denn opskrift!
20.01.2024 - 18:11DROPS Design svaraði:
Hei Lone. Om du har 44 masker og skal strikke 1 rapport på 4 masker (2 rett / 2 vrang), må det være delelig med 4. Altså det strikkes 11 rapporter av 2 rett / 2 vrang (11 rapporter x 4 masker = 44 masker). Da starter du med 2 rett og avslutter med 2 vrange. Om du har 42 masker vil du starte med 2 masker rett og slutte med 2 rett, det vil da bli feil . mvh DROPS Design
29.01.2024 - 11:37
Nelly skrifaði:
Na het minderen van de hiel moet aan beide kanten van de bovenvoet een markeerder worden geplaatst. Vervolgens moet aan beide kanten van die 2 markeerders om de naald 2 steken worden geminderd. Dat zijn 4 steken per naald. Dit moet 8 keer. Dat zijn 32 steken in totaal. Voor maat 38 blijven er dan 56 - 32 steken = 24 steken over. In de beschrijving staat dat er 40 steken moeten overblijven. Moeten er dan geen 2 steken per worden geminderd in plaats van 4? En moeten die voor of na de markeerder?
14.06.2019 - 16:43DROPS Design svaraði:
Dag Nelly,
Je mindert in totaal 8 keer (=16 steken) als volgt: brei de laatste 2 st voor de st op de bovenkant voet gedraaid recht samen (dus brei in achterste lus van st in plaats van voorste lus), brei de eerste 2 st na de st op de bovenkant voet recht samen
17.06.2019 - 14:49
Blueberry Hill |
|
|
|
Prjónaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stærð 35-43.
DROPS Extra 0-957 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: Rendur eru prjónaðar þannig: Frá uppfitjunarkanti að 3-3½-4½ cm: 2 þræðir í litnum fjólublár Frá 3-3½-4½ cm að 6-7-9 cm: 1 þráður í litnum fjólublár og 1 þráður í litnum bleikvínrauður. Frá 6-7-9 að 9-10½ -13½ cm: 2 þræðir í litnum bleikvínrauður. Frá 9-10½ -13½ cm að 12-14-18 cm: 1 þráður í litnum bleikvínrauður og 1 þráður í litnum bleikur/brúnn. Frá 12-14-18 cm, niður að hæl, hæll og að 9- 9½ - 8½ cm á eftir prjónamerki á hæl: 2 þræðir í litnum bleikur/brúnn. Frá 9- 9½ -8½ cm á eftir prjónamerki að 12-13-13 cm á eftir prjónamerki: 1 þráður í litnum bleikvínrauður og 1 þráður í litnum bleikur/brúnn. Frá 12-13-13 cm á eftir prjónamerki að 15-16½ -17½ cm á eftir prjónamerki: 2 þræðir í litnum bleikvínrauður. Frá 15-16 ½ -17½ cm á eftir prjónamerki að 18-20-22 cm á eftir prjónamerki: 1 þráður í litnum fjólublár og 1 þráður í litnum bleikvínrauður. Frá 18-20-22 cm á eftir prjónamerki (táin byrjar hér) til loka: 2 þræðir í litnum fjólublár. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4-5-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 4-5-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 10-10-12 l eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna frá miðju að aftan. SOKKUR: Fitjið upp 44-48-52 l á sokkaprjóna nr 4 með 2 þráðum í litnum fjólublár. LESIÐ RENDUR! Prjónið 2 umf slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið nú áfram með stroff 2 l sl, 2 l br þar til stykkið mælist 3-3½-4½ cm. Setjið 1 prjónamerki í 1. l frá byrjun umf (= miðja að aftan). Haldið áfram í sléttprjóni. Fækkið nú lykkjum eftir stærðum þannig: STÆRÐ 35/37: Þegar stykkið mælist 11 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við l við prjónamerki. STÆRÐ 38/40: Þegar stykkið mælist 8 og 14 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við l við prjónamerki. STÆRÐ 41/43: Þegar stykkið mælist 10 og 17 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við l við prjónamerki = 42-44-48 l. Prjónið þar til stykkið mælist 16-17½ -21½ cm. Haldið eftir fyrstu 9-10-11 l á prjóni, setjið næstu 24-24-26 l á þráð (= ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 9-10-11 l á prjóni = 18-20-22 l fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki, stykkið er mælt héðan. Fækkið nú lykkjum fyrir hæl - sjá HÆLÚRTAKA! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 10-11-11 l hvoru megin við hæl og 24-24-26 l af þræði eru settar aftur á prjóninn = 54-56-60 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 24-24-26 l af þræði. Prjónið nú sléttprjón jafnframt er lykkjum fækkað í hvorri hlið í annarri hverri umf alls 8-8-8 sinnum þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan prjónamerki ofan á fæti snúnar sl saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) og 2 fyrstu l á eftir prjónamerk ofan á fæti eru prjónaðar slétt saman = 38-40-44 l. Prjónið þar til stykkið mælist 18-20-22 cm frá prjónamerki (= 4-4-5 cm til loka). Nú er sett 1 prjónamerki í hvora hlið svo að það verða 19-20-22 l bæði ofan á fæti og undir fæti. Fækkið nú lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerki. Fækkið lykkjum á undan 1 l sl og prjónamerki þannig: 2 l slétt saman. Fækkið lykkkjum á eftir prjónamerki og 1 l sl þannig: 2 l snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum í hvorri hlið í annarri hverri umf alls 5-5-6 sinnum og síðan í hverri umf 2-2-2 sinnum = 10-12-12 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar 2 og 2 saman. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-957
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.