Nicky skrifaði:
I've absolutely LOVED making this cardi. I just wanted to point out that there is a mistake however in the pattern. When A.2 has been completed it gives the number of stitches on the needle (in 6 sizes) you then have to work 1-2 cms (depending on size) on the last row of which you are supposed to decrease the number of stitches according to size. There are 7 figures given here (7 sizes) There is a"7" stitch decrease that shouldn't be there.
22.08.2019 - 07:56DROPS Design svaraði:
Dear Nicky, thank you very much for your feedback, pattern will be edited asap. Happy knitting!
22.08.2019 - 09:47
Helena skrifaði:
Wordt het hele vest met dubbele draad gebreid? Als ik twee verschillende kleuren draden samen bij elkaar pak en zo brei dan krijg ik niet dezelfde strepen als op de foto. B.v. zeegroen samenpakken met grijsblauw en zo verder breien?
23.04.2019 - 20:34DROPS Design svaraði:
Dag Helena,
Ja, het hele werk wordt met een dubbele draad gebreid; 1 draad kid silk + 1 draad baby alpaca silk. Het kan zijn dat de werkelijke kleur ietsje afwijkt van de kleur op de foto
25.04.2019 - 12:15
Päivi skrifaði:
I finnished this lovely pattern
09.07.2015 - 20:05
Dorthe Hansen skrifaði:
Denne model er bare så flot, og farverne er meget flottere end billed.
04.06.2013 - 09:10
Patricia skrifaði:
Zou dit ook mooi zijn in kid silk print met witte alpaca silk
22.03.2013 - 14:42DROPS Design svaraði:
Dat kan ik niet voor je beoordelen - dat is een kwestie van smaak ;o). Maar ik denk dat het wel een grappige combinatie zou kunnen zijn! Neem contact op met één van onze verkooppunten voor ondersteuning - ze hebben de garens liggen en kan je hier in ondersteunen. Veel breiplezier!
28.03.2013 - 12:14Maru skrifaði:
Le pueden llamar blue degrade....hermoso
17.01.2013 - 01:09
Carmen skrifaði:
Sunrise
11.01.2013 - 14:38Pilar skrifaði:
Linda disposición de los colores
02.01.2013 - 15:53
Claudia skrifaði:
Genau meine Farben. Auch nicht langweilig beim stricken. SUPER
01.01.2013 - 12:47
Reny Zweekhorst skrifaði:
Ik vind hem geweldig.
15.12.2012 - 23:42
Blue Lagoon Cardigan#bluelagooncardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk og DROPS Kid-Silk með röndum, berustykki og ¾-löngum ermum. Stærð S – XXXL
DROPS 146-10 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki): Fækið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l sl saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 l eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (veljið mynsturteikningu fyrir þína stærð). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað er haldið áfram með lit frá síðustu rönd til loka (þ.e.a.s. 1 þráður BabyAlpaca Silk (BAS) + 1 þráður natur Kid-Silk (KS). MYNSTUR (á við um berustykki): Sjá mynsturteikningu A.2 (veljið mynsturteikningu fyrir þína stærð). Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki. Fækkið lykkjum á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 l eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjóðru l frá miðju að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellt er af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 54 cm STÆRÐ M: 3, 12, 21, 30, 39, 48 og 56 cm STÆRÐ L: 2, 10, 18, 26, 34, 42, 50 og 58 cm STÆRÐ XL: 2, 10, 19, 27, 36, 44, 53 og 60 cm STÆRÐ XXL: 3, 11, 20, 28, 37, 45, 54 og 62 cm STÆRÐ XXXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47, 56 og 64 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI. Fitjið upp 155-171-187-207-223-239 (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan) á hringprjóna nr 4 með 1 þræði litur gráblár BabyAlpaca Silk (BAS) + 1 þræði litur gráblár Kid-Silk (KS). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 42-46-50-55-59-63 l inn frá hvorri hlið (= 71-80-87-97-105-114 l á milli prjónamerkja á bakstykki). Prjónið nú sléttprjón með 6 l garðaprjóni í hvorri hlið (= kantur að framan). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 7 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½ cm millibili, 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 úrtökur) = 131-147-163-183-199-215 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 25 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 2-2½-3-3-3½-3½ cm millibili, 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 útaukningar) = 151-167-183-203-219-235 l. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm fellið af miðju 8-8-8-8-10-10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 4-4-4-4-5-5 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 61-69-77-87-93-101 l eftir á bakstykki og 37-41-45-50-53-57 l eftir á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjónar. Fitjið upp 38-40-40-42-42-44 l á sokkaprjóna nr 4 með 1 þræði litur gráblár BabyAlpaca Silk (BAS) + 1 þræði litur gráblár Kid-Silk (KS). Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja undir ermi). Prjónið nú sléttprjón. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu með 4-3½-2½-2½-2-2 cm millibili, 7-8-10-10-12-13 sinnum til viðbótar (= alls 8-9-11-11-13-14 útaukningar) = 54-58-62-64-68-72 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-10-9-9-8-8 cm prjónið RENDUR eins og á fram- og bakstykki. Stykkið mælist 38-38-37-37-36-36 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af 8-8-8-8-10-10 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 4-4-4-4-5-5 l hvoru megin við prjónamerki) = 46-50-54-56-58-62 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki = 227-251-275-299-315-339 l. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (= 4 prjónamerki). Haldið áfram í sléttprjóni og RENDUR eins og á fram- og bakstykki yfir allar l með 6 l garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan (1. umf = frá röngu). JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku í hverri umf, 0-1-1-1-1-3 sinnum til viðbótar (= alls 1-2-2-2-2-4 l úrtökur fyrir laskalínu) = 219-235-259-283-299-307 l. Prjónið 1-1-2-2-3-2 cm sléttprjón (kantur að framan í garðaprjóni eins og áður) JAFNFRAMT er fækkað um 8-2-4-6-0-8 l jafnt yfir í síðustu umf (= frá röngu - fækkað er með því að prjóna 2 l slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kant að framan) = 211-233-255-277-299-299 l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.2 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) þar til 7 l eru eftir á prjóni, endið á 1 l í sléttprjóni og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað eru 139-153-167-157-169-169 l á prjóni. Prjónið 1-1-1-2-2-2 cm sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 5-9-13-3-5-5 l jafnt yfir í síðustu umf , þ.e.a.s. frá röngu (lykkjum er ekki fækkað yfir kant að framan) = 130-144-154-154-164-164 l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 8 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 8 l eru eftir og endið á að slá 1 sinni uppá prjóninn, 2 l slétt saman og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram í sléttprjón og kant að framan. Þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu, fellið af fyrir síðasta hnappagatinu í hægri kanti að framan, JAFNFRAMT er fækkað um 24-30-36-32-38-34 l jafnt yfir (ekki yfir kant að framan) = 110-114-118-122-126-130 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið upphækkun að aftan í hnakka með stuttum umferðum (1. mf = frá röngu) þannig: Prjónið sl þar til 25-27-27-29-30-30 l eru eftir, snúið við og prjónið sl til baka þar til eftir eru 25-27-27-29-30-30 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til eftir eru 32-34-34-36-37-37 l, snúið við og prjónið sl til baka þar til eftir eru 32-34-34-36-37-37 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til eftir eru 39-41-41-43-44-44 l, snúið við og prjónið sl til baka þar til eftir eru 39-41-41-43-44-44 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til eftir eru 45-47-47-50-52-52 l, snúið við og prjónið sl til baka þar til eftir eru 45-47-47-50-52-52 l í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl út umf, prjónið nú 3 umf sl yfir allar l og fellið af með sl frá röngu. Berustykkið mælist nú ca 16-17-18-19-20-21 cm og öll peysan ca 56-58-60-62-64-66 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluelagooncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.