NOKIN skrifaði:
Merci beaucoup pour votre réponse rapide, dès la fin de mon travail, je vous ferai parvenir photo ou sur Facebook si vous préférez
09.10.2025 - 09:46
DANIELLE NOKIN skrifaði:
Au 2ème tour (en ms) que faut-il faire sur les 4 groupes de B se trouvant entre les 4 arceaux ??? Merci d'avance de votre réponse car urgent.
08.10.2025 - 12:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Nokin, au 2ème tour, vous ne crochetez que des mailles serrées dans les arceaux du tour précédent, et 3 mailles en l'air entre chaque maille serrée, autrement dit, au-dessus des groupes de 3 brides du 1er tour, vous aurez 3 mailles en l'air. Bon crochet!
09.10.2025 - 08:34
Frances Quintrell skrifaði:
Round 3 goes 3 dc ch 3 3 dc, then 3 cd it says you should have 12 cd groups and 4 ch spaces . Then round 4 says In next ch space work: 1 sc, ch 3, 1 sc, ch 3 (= corner), 1 sc and ch 3 in the next 2 ch spaces *, repeat from *-* the entire round = 16 sc and 16 ch spaces, but there are only 4 chain spaces in the previous round. Suggest in round 3 there needs to be spaces between the sets of 3 dcs, but how many?
18.08.2014 - 00:30DROPS Design svaraði:
Dear mrs Quintrell, on round 4 you will crochet as for round 2, ie 1 sc, 3 ch, 1 sc in each corner and 3 ch "above" each 3-dc-group and 1 sc between each 3-dc-group. Happy crocheting!
18.08.2014 - 12:55
Fruit Domino#fruitdominoscarf |
||||||||||
|
|
||||||||||
Heklaður hálsklútur úr DROPS Fabel með ömmuferningum.
DROPS Extra 0-824 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UMFERÐIR MEÐ STUÐLAHÓPUM: Allar umferðir með stuðlahópum (1 stuðlahópur = 3 stuðlar í sama loftlykkjuboga) byrja með 3 loftlykkjum (= 1. stuðull) og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar, heklið síðan keðjulykkjur að næsta loftlykkjuboga til að byrja á næstu umferð. UMFERÐIR MEÐ FASTALYKKJUM: Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju (ekki taldar með sem 1 lykkja) og endar með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju, heklið síðan keðjulykkjur að næsta loftlykkjuboga til að byrja á næstu umferð. LITASKIPTI: Í lok umferðar er síðasta keðjulykkjan hekluð að næsta loftlykkjuboga með nýja litnum til að byrja næstu umferð. MYNSTUR: FERNINGUR 1 = natur FERNINGUR 2 = sólsetur FERNINGUR 3 = natur + sólsetur Staðsetjið ferningana eins og útskýrt er í M.1 (= 1 litaeining með 12 ferningum, ferningarnir færast til um 1 ferning til hægri í hverri umferð). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Heklaðir eru 32 ferningar af FERNINGUR 1, FERNINGUR 2 og FERNINGUR 3 = 96 ferningar alls. Ferningarnir eru heklaðir saman í lokin. FERNINGUR 1: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3 með litnum natur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju. UMFERÐ 1 (með stuðlahópum – lesið UMFERÐIR MEÐ STUÐLAHÓPUM að ofan): Heklið * 3 stuðla um hringinn, 3 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum = 4 stuðlahópar og 4 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2 (með fastalykkjum – lesið UMFERÐIR MEÐ FASTALYKKJUM að ofan): Um hvern loftlykkjuboga er heklað þannig: 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur = 8 fastalykkjur og 8 loftlykkjubogar. UMFERÐ 3 (með stuðlahópum): * Um næsta loftlykkjuboga er heklað þannig: 3 stuðlar, 3 loftlykkjur, 3 stuðlar (= horn), 3 stuðlar um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 12 stuðlahópar og 4 loftlykkjubogar. UMFERÐ 4 (með fastalykkjum): * Um næsta loftlykkjuboga er heklað þannig: 1 fastalykkja, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja, 3 loftlykkjjur (= horn), 1 fastalykkja og 3 loftlykkjur um næstu 2 loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 16 fastalytkkjur og 16 loftlykkjubogar. Klippið þráðinn og festið. FERNINGUR 2: Heklið eins og FERNINGUR 1, nema með litnum sólsetur. FERNINGUR 3: Heklið eins og FERNINGUR 1, nema í umferð 3 er heklað með litnum sólsetur – lesið LITASKIPTI að ofan. FRÁGANGUR: Staðsetjið ferningana með 4 ferning á breidd og 3 ferninga á hæð – sjá mynsturteikningu M.1 (= 1 litaeining með 12 ferninga alls). Heklið ferningana saman fyrst á lengdina og síðan á breiddina. Leggið 2 ferninga saman með röngu á móti röngu og heklið ferningana saman með litnum natur þannig: 1 fastalykkja í hornið á fyrri ferningi, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja í horni á seinni ferningi, 2 loftlykkjur, * 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga á fyrri ferningi, 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga á seinni ferningi, 2 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, endið með 1 fastalykkju í næsta horni á báðum ferningunum (með 2 loftlykkjur á milli). ATH: Passið uppá að það verði falleg skipting á milli hverra ferninga þegar ferningarnir eru heklaðir saman á lengdina. Haldið áfram að hekla ferningana saman eins og útskýrt er í M.1 = alls 8 litaeiningar á hæðina. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant í kringum ysta kant á sjali með litnum sólsetur þannig: Um hvern loftlykkjuboga er heklað þannig: 1 fastalykkja og 3 loftlykkjur, endið með 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju, klippið þráðinn og festið. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fruitdominoscarf eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-824
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.