Mervi skrifaði:
Upea monikäyttöinen huivi
11.01.2012 - 10:27
Valbruna skrifaði:
Molto bello
09.01.2012 - 16:16
Pia skrifaði:
Det må da helt sikkert komme på pindende. Absolut smukt og fint.
03.01.2012 - 18:18
Petra skrifaði:
Wunderschönes Lace Tuch, muss man einfach nacharbeiten
01.01.2012 - 17:54Puce skrifaði:
Tout à fait délicat... j'adore...
29.12.2011 - 19:27
Hilde skrifaði:
Deze sjaal is zowel superromantisch als casual zeer fijn !
27.12.2011 - 16:27
Magali skrifaði:
Aérien!
19.12.2011 - 23:02
Ulla skrifaði:
Så fint, så let, venter med længsel på opskriften ...:)
18.12.2011 - 11:10Luz Helena skrifaði:
Adorable. quisiera el patrón!
12.12.2011 - 23:19
Juston skrifaði:
Une pure merveille.
12.12.2011 - 10:15
Rosita#rositashawl |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Lace.
DROPS 139-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PRJÓNFESTA: Þetta sjal er bleytt og strekkt í lokin í óskaða stærð þannig að prjónfestan er ekki svo mikilvæg, en til þess að hafa einhverja hugmynd um stærð ef prjónað er of laust/fast er ágætt að gera prjónaprufu á prjóna nr 3,5, þá þarf ca 23 l og 30 umf til að ná 10 x 10 cm. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Mynstur M.1A er spegilmynd af mynstri M.1B. ÚTAUKNING: Prjónaðar eru 5 l í 1 l þannig: Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl. ATH: til að forðast að miðjulykkjan verði „ viðkvæm“ þegar aukið er út um 5 l, eru lykkjur prjónaðar upp bæði í gegnum miðjulykkju á prjóni og miðjlykkju frá fyrri umf samtímis. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, prjónað er frá miðju að aftan við hnakka og niður. SJAL: Fitjið upp 3 l á hringprjóna nr 3,5 með Lace. Prjónið nú þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 2 l sl í 1. og 2. l, og 1 l sl í 3. l = 5 l. UMFERÐ 2: Prjónið slétt. UMFERÐ 3: Prjónið 1 l sl, 2 l sl í næstu l, setjið prjónamerki í næstu l (miðjulykkju), 2 l sl í næstu l, 1 l sl = 7 l. UMFERÐ 4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: (ranga): Prjónið 2 l sl (= kantlykkja), 3 l br og 2 l sl (= kantlykkja). Haldið áfram þannig: Prjónið 2 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, M.1A, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, M.1B og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar M.1 er lokið, er haldið áfram með útaukningu á mynstri með sama hætti, þ.e.a.s. aukið er út um 4 l í hverri umf frá réttu. Prjónið þar til sjalið mælist ca 42 cm – mælið að miðju að aftan og strekkið aðeins á stykkinu þegar mælt er (endið eftir 1 umf frá röngu). Í næstu umf (= frá réttu) er aukið út miðju-lykkju um 5 l – SJÁ ÚTAUKNING. Haldið áfram með M.2 þannig: Prjónið 2 l garðaprjón, M.2A yfir fyrstu 2 l, setjið 1 prjónamerki, síðan M.2B fram að 3 l við miðju, setjið 1 prjónamerki, þær 3 miðju l eru prjónaðar inn í M.2C, setjið 1 prjónamerki, haldið áfram með M.2D þar til 4 l eru eftir, setjið 1 prjónamerki, prjónið M.2E yfir 2 l og 2 síðustu l eru prjónaðar í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur þar til prjónaðar hafa verið 20 umferðir í M.2. Nú er prjónað þannig: 2 lykkjur garðarpjón, A.2Ax yfir næstu 8 lykkjur, haldið áfram með mynstur eins og að neðan þar til 10 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið M.2EX yfir næstu 8 lykkjur og 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 60 cm við miðju að aftan (mælt þegar strekkt er aðeins á sjalinu). Fellið af með 2 þráðum þannig: Prjónið 2 l sl, setjið l til baka á vinstri prjón og prjónið þær snúnar slétt saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan). * Prjónið 1 l til viðbótar (= 2 l á hægri prjón), setjið l til baka á vinstri prjón, prjónið þær snúnar slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til allar l hafa verið felldar af. Þetta verður til þess að kanturinn gefi vel eftir við strekkingu. STREKKING: Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt. Pressið varlega vatnið úr sjalinu – það má ekki snúa uppá það. Rúllið sjalinu upp í handklæði og þrýstið á til að ná meira vatni úr sjalinu – sjalið á nú að vera rakt. Leggið sjalið á mottu eða dýnu – dragið sjalið varlega út í óskaðri stærð og notið nálar til að festa það með. Látið þorna. Endurtakið þetta í hvert sinn sem sjalið er þvegið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rositashawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 139-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.