Philippa A skrifaði:
Varv 3, ska det verkligen inledas med 3 lm? Det blir ju inte symmetrisk! Eller menar ni 3 sm?
23.02.2024 - 14:17DROPS Design svaraði:
Hej Philippa, jo det gør du for at komme op i højden :)
01.03.2024 - 13:58
Agnes Nilssen skrifaði:
Hvordan kan jeg fortsette mønsteret? Ved kun bruk av 1,5 nøste garn var alle 10 omg ferdig heklet. Men sitteputen er kun 51cm i diameter, og jeg må ha 60cm. Oppskriften er fulgt til punkt og prikke.
18.03.2016 - 00:27DROPS Design svaraði:
Hej Agnes, da har du hæklet lidt mere fast end hvad vi gør i opskriften. Men den vil da heller ikke filte lige så meget når du vasker den, husk at du kan trække den ud i rigtig størrelse efter filtning. God fornøjelse!
30.03.2016 - 14:50
Hélyette skrifaði:
Bonjour, Je n'ai eu besoin que de 100g d'eskimo pour ce modèle, et il me reste un peu plus d'1m de la seconde pelote. bonne soirée :)
07.11.2012 - 18:43
Ulrika Neiman skrifaði:
Fina sittunderlag som jag ska virka
20.03.2011 - 08:54
Ulrika Neiman skrifaði:
Fina sittunderlag som jag ska virka.
20.03.2011 - 08:42
Sun Glow#sunglowseatpad |
|
![]() |
![]() |
Hekluð og þæfð sessa úr DROPS Snow. Þema: Páskar.
DROPS Extra 0-630 |
|
------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SESSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. SESSA: Heklið 4 loftlykkjur með DROPS Snow með heklunál 10 og tengið loftlykkjurnar í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: 4 loftlykkjur (= 1 stuðull + 1 loftlykkja) * 1 stuðull um loftlykkjuhringinn, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar (= 6 stuðlar með 1 loftlykkju á milli stuðla). UMFERÐ 2: * 1 picot (= 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju), 1 keðjulykkja í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, endið með 1 picot og 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar (= 6 picot). UMFERÐ 3: 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja efst í fyrsta picot, * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja efst í næsta picot *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, en endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju (= 6 loftlykkjubogar). UMFERÐ 4: 7 loftlykkjur (= 1 stuðull + 4 loftlykkjur), 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjuboga frá fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fastalykkju á milli fyrstu 2 loftlykkjuboga frá fyrri umferð, 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga frá fyrri umferð *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, endið með 4 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun umferðar (= 12 loftlykkjubogar). UMFERÐ 5: * 1 tvöfaldur picot (= 4 loftlykkjur, 2 stuðlar í fyrstu loftlykkju), 1 fastalykkja í fyrstu fastalykkju, 1 tvöfaldur picot, 1 fastalykkja í fyrsta stuðul *, endurtakið frá *-* í hverja fastalykkju og stuðlaumferð hringinn, en endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar (= 12 tvöfaldir picot). UMFERÐ 6: 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja efst í fyrsta tvöfalda picot, 7 loftlykkjur, * 1 fastalykkja efst í næsta tvöfalda picot, 7 loftlykkjur *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar (= 12 loftlykkjubogar). UMFERÐ 7: Keðjulykkjur fram að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 11 loftlykkjur (= 1 stuðull + 8 loftlykkjur), 1 stuðull um næsta loftlykkjuboga * 8 loftlykkjur, 1 stuðull um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-*, endið með 8 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar (= 12 loftlykkjubogar). UMFERÐ 8: * 3 loftlykkjur, 7 stuðlar um fyrsta loftlykkjuboga, síðan eru heklaðir 8 stuðlar um hvern loftlykkjuboga, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar (= 96 stuðlar). UMFERÐ 9: 3 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðull í hvern af næstu 3 stuðla frá fyrri umferð en bíðið með að draga þráðinn í gegn á hverjum og einum þeirra = 4 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, dragið þráðinn í gegnum allar 4 lykkjurnar, * 7 loftlykkjur, 1 tvíbrugðinn stuðull í hvern af næstu 4 stuðla en bíðið með að draga þráðinn í gegnum hvern og einn þeirra, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar *, endurtakið frá *-* út umferðina og endið með 1 keðjulykkju efst í fyrsta tvíbrugðna stuðlahópinn í umferð (= 24 tvíbrugðnir stuðlahópar). UMFERÐ 10: Heklið keðjulykkjur fram að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, * 10 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunglowseatpad eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-630
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.