Sophie skrifaði:
Je me permets de revenir sur ma question, car votre convertisseur ne donne malheureusement pas de résultat pour obtenir un remplaçant à DROPS COTTON VISCOSE en 2 fils :( Pourriez-vous me dire combien de fils DROPS Fabel je dois prendre pour remplacer: les 2 fils Cotton Viscose et 2 fils Glitter crochetés ensemble s'il vous plait ? Merci.
02.01.2023 - 22:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, effectivement, notre convertisseur vous propose désormais quelques alternatives à 2 fils Cotton Viscose - Gliltter peut être juste supprimé et n'a pas besoin d'être remplacé, car il ne change pas la tension. Bon crochet!
04.01.2023 - 10:05
Sophie skrifaði:
Bonjour, Le fil Drops Cotton Viscose n'existant plus, vous serait-il possible de proposer une adaptation avec un autre fil DROPS s'il vous plait ? Merci et bonne journée.
02.01.2023 - 15:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, vous pouvez utiliser notre convertisseur pour trouver des alternatives ainsi que les nouvelles quantité correspondantes. Votre magasin saura également vous conseiller, même par mail ou téléphone. Bon crochet!
02.01.2023 - 16:29
Magdalena skrifaði:
Por qué parte del bolso se comienza
09.07.2019 - 15:50DROPS Design svaraði:
Buenos dias Magdalena! La bolsa comienza por la parte inferior de la solapa. Buen trabajo!
09.07.2019 - 16:27
LillySmuul skrifaði:
The diagram is not visible.
13.12.2009 - 14:06
Rouge Glam#rougeglambag |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Heklað veski og hulstur fyrir farsíma / gleraugu úr DROPS Cotton Viscose og DROPS Glitter. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-574 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 fyrir veski og mynsturteikningu M.2 fyrir hulstur. KÚLUKANTUR (á við um veski): Heklið með 1 þræði DROPS Cotton Viscose í hvorum lit + 2 þráðum DROPS Glitter þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, [heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu fastalykkju en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin], endurtakið frá [-] alls 4 sinnum = 3 loftlykkjur + 4 tvíbrugðnir stuðlar í sömu lykkju, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni, hoppið yfir ca 1-1,5 cm, heklið 2 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* meðfram kanti á loki en endið einungis með 1 fastalykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. VESKI: Heklið 16 lausar loftlykkjur (ásamt 1 loftlykkju til að snúa við með) með 1 þræði DROPS Cotton Viscose í hvorum lit + 2 þráðum DROPS Glitter með heklunál 4. Haldið áfram þannig: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, 1 fastalykkja í hverja af næstu 14 loftlykkjur = 15 fastalykkjur. Snúið stykkinu með 2 loftlykkjum, heklið 2 fastalykkjur í fyrstu fastalykkju, síðan 1 fastalykkja í hverja lykkju að síðustu lykkju, í hana eru heklaðar 2 fastalykkjur = 17 fastalykkjur. Haldið áfram á sama hátt, með því að snúa við í hverri umferð með 2 loftlykkjum og heklið 2 fastalykkjur í fyrstu og síðustu fastalykkju í hverri umferð þar til það eru alls 39 fastalykkjur. JAFNFRAMT í 5. hverri umferð (= rétta) er heklað M.1 yfir miðju 13 lykkjur. Þegar M.1 hefur verið heklað til loka er heklað áfram með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Þegar útaukning í hvorri hlið hefur verið gerð er snúið við í hverri umferð einungis með 1 loftlykkju. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Þegar stykkið mælist 23 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 merki, heklið áfram þar til stykkið mælist ca 36 cm, klippið þræðina. FRÁGANGUR: Brjótið veskið inn við merki og heklið saman með 2 þráðum DROPS Cotton Viscose og fastalykkjur í gegnum bæði lögin í hliðum. Heklið KÚLUKANTUR – lesið útskýringu að ofan – meðfram kanti framan á loki. Við höfum saumað perluband fyrir handfang á veskinu. ------------------------------------------------------- HULSTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring. HULSTUR: Heklið 30 loftlykkjur með 1 þræði í litnum vínrauður DROPS Cotton Viscose + 2 þráðum DROPS Glitter með heklunál 2,5. Tengið í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan 1 fastalykkju í hverja lykkju, hring eftir hring. Munið eftir að fylgja uppgefinni heklfestu. Þegar stykkið mælist 3,5 heklið M.2 yfir fyrstu 11 lykkjur, heklið síðan áfram með fastalykkjur þar til stykkið mælist ca 11 cm (mældu lengdina á farsímanum / gleraugum). Næsta umferð er hekluð þannig: 4 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, * 1 stuðull í næstu fastalykkju, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Næsta umferð er hekluð þannig: 1 fastalykkja í hvern stuðul og 1 fastalykkja í hverja loftlykkju. Síðasta umferðin er hekluð þannig: * 4 loftlykkjur, 1 fastalykkja í fyrstu loftlykkju (= 1 picot), hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 fastalykkja í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju, klippið þráðinn. FRÁGANGUR: Brjótið saman opið í botni - brjótið hulstrið þannig að hjartað komi fyrir miðju og heklið í gegnum bæði lögin með 1 þræði í litnum vínrauður DROPS Cotton Viscose + 2 þráðum DROPS Glitter: 1 fastalykkja, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir 1 lykkju, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*, klippið þráðinn. SNÚRA: Klippið 2 þræði DROPS Cotton Viscose ca 80 cm, tvinnið þá saman vel, leggið snúruna tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinnast aftur saman, hnýtið hnút í hvorn enda og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferð efst á hulstrinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rougeglambag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-574
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.