AGNES (France) skrifaði:
Etes vous sûrs du nombre de mailles à monter ? Nord +Nord=worsted et j'ai essayé de monter 60 mailles dans la olus petite taille. Ces chaussettes sont beaucoup trop larges et pourraient mieux convenir à un joueur de football américain ! Du coup j'ai défait l'ouvrage et le suis eabattue sur les chaussettes rye worsted de tincan knits ( 44 mailles) er là ça convient parfaitement pour deux fils de nord tenus ensemble.
07.12.2025 - 11:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Agnès, notez que ces chaussettes sont sur la base d'une tension de 20 mailles x 27 rangs tricotées ensuite en côtes. Mais vous pouvez naturellement les adapter à votre convenance. Bon tricot!
08.12.2025 - 09:26
Regina skrifaði:
Dzień dobry. Czy uda się zrobić te skarpetki metodą magic loop?
01.12.2025 - 07:37DROPS Design svaraði:
Witaj Regino, oczywiście, że tak. Powodzenia!
01.12.2025 - 08:30
Ocean Veil Socks#oceanveilsocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar í 2 þráðum DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í stroffprjóni með demantshæl. Stærð 35 – 43.
DROPS 261-68 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá legg og niður að tá. Til að rýma fyrir hælnum eru lykkjur auknar út fyrir hælinn á meðan prjónað er niður á við. Þegar hælinn hefur náð tilgreindri breidd og lengd er lykkjum fækkað fyrir hæl á meðan prjónað er að tá. Útaukningin og úrtakan gefa hælnum tígullaga / demantslaga lögun. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 60-65-70 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með 1 þræði í hvorum lit (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 3 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt). Þegar stykkið mælist 13-14-15 cm, eru allar 3 lykkjur brugðið fækkað til 2 lykkjur brugðið = 48-52-56 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið síðan í stroffprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) þar til stykkið mælist 26-28-30 cm. Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Nú á að auka út lykkjur fyrir hæl hvoru megin við 10-18-18 lykkjur fyrir miðju undir fæti. Hællykkjurnar eru prjónaðar í sléttprjóni, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í stroffprjóni eins og áður. Setjið 1 merki á milli fyrstu 2 brugðnu lykkja í umferð – látið þetta merki fylgja með áfram í stykkinu = miðja undir fæti. 1. ÚTAUKNING: Nú á að auka út lykkjur fyrir hæl þannig: Prjónið þar til 5-9-9 lykkjur eru eftir á undan merki og aukið út 1 lykkju með því að nota vinstri prjóninn til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann, prjónið 10-18-18 lykkjur sléttprjóni (merkið situr fyrir miðju í þessum lykkjum) notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið út umferðina (að merki = miðja undir fæti). Næsta umferð: Prjónið stroffprjón og sléttprjón, endið þegar 6-10-10 lykkjur eru eftir á undan merki – nú á að auka aftur út eins og útskýrt er að neðan. 2. ÚTAUKNING: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og prjónað er slétt í aftari lykkjubogann, prjónið 12-20-20 lykkjur slétt (merkið situr fyrir miðju í þessum lykkjum) notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og prjónað er slétt í fremri lykkjubogann (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið út umferðina (að merki = miðja undir fæti). ÁFRAM ÚTAUKNING: Aukið út í annarri hverri umferð eins og útskýrt er að ofan þar til aukið hefur verið út 6-6-6 sinnum, það verða 2 lykkjur fleiri í sléttprjóni fyrir miðju undir fæti í hvert skipti sem aukið er út = 60-64-68 lykkjur í umferð og 26-34-34 lykkjur í sléttprjóni fyrir miðju undir fæti (= hællykkjur), ásamt 2 lykkjum slétt í hvorri hlið frá stroffprjóni. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur í stroffprjóni og sléttprjóni, endið umferðina fyrir miðju undir fæti. Setjið 1 mæli-merki fyrir miðju í hællykkjurnar í þessari umferð – ATH - þetta merki er notað til að mæla lengd fótar frá, þ.e.a.s. þetta merki á ekki að fylgja með áfram í stykkinu. 1. ÚRTAKA: Nú á að fækka lykkjum fyrir hæl undir fæti. Næsta umferð: Prjónið sléttprjón og stroffprjón þar til eftir eru 12-16-16 lykkjur á undan merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 20-28-28 lykkjur slétt (merkið situr fyrir miðju í þessum sléttprjónuðu lykkjum), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). Prjónið út umferðina (að merki = miðja undir fæti). Næsta umferð: Prjónið stroffprjón og sléttprjón, endið þegar eftir eru 11-15-15 lykkjur á undan merki – nú á að fækka aftur lykkjum eins og útskýrt er að neðan. 2. ÚRTAKA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 18-26-26 lykkjur slétt (merkið situr fyrir miðju í þessum lykkjum), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). Prjónið út umferðina (að merki = miðja undir fæti). ÁFRAM ÚRTAKA: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð eins og útskýrt var að ofan alls 10-10-10 sinnum, það verða 2 lykkjur færri í sléttprjóni fyrir miðju undir fæti í hvert skipti sem lykkjum er fækkað = 40-44-48 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni yfir 6-14-14 lykkjur undir fæti og stroffprjóni eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. FÓTUR: Prjónið þar til stykkið mælist 16-17-18½ cm frá mæli-merki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 4-5-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. TÁ: Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 20-22-24 lykkjur ofan á fæti og undir fæti (= 2 merki). Prjónið sléttprjón. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-5-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 3-3-4 sinnum = 12-12-12 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist ca 20-22-23½ cm frá mæli-merki á hæl, mælt undir fæti. ATH: Sokkurinn er styttri en fótmálið, en hann teygist við notkun. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #oceanveilsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-68
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.