Irma skrifaði:
Patroon drops , moet dit patroon, zie tekening 2x breien?
17.11.2025 - 11:20DROPS Design svaraði:
Dag Irma,
Nee, je volgt de beschrijving en op het einde, vouw je de gecreëerde lap dubbel, dan heb je een vorm zoals op de tekening onderaan. Dus op de tekening onderaan het patroon is hij al dubbel gevouwen. Op een van de foto's kun je ook goed zien hoe hij dubbel gevouwen is en waar hij samen genaaid wordt.
22.11.2025 - 09:38
Sofia skrifaði:
Det ser ut att stå fel på varv 4 i den danska beskrivningen. Kollade den norska och den svenska beskrivningen och enligt dem ökar man 2 maskor på varv1-4. Sen upprepas varv 3-4 2 ggr = tot 8 ökningar på varje sida om 8 mittenmaskor. Men i den danska beskrivningen står inga ökningar på varv 4.
15.11.2025 - 10:47DROPS Design svaraði:
Hei Sofia. Dette er nå rettet opp i. Takk for tilbakemeldignen. mvh DROPS Design
24.11.2025 - 14:00
Ditte Rebecca Nymann skrifaði:
Jeg kan ikke få udtagningerne på pind 3 og 4 til at passe. Der står =2 taget ud ved hver pind, men pind 4 skal der ikke tages ud på? Ellers er den jo magen til pind 2. Når jeg så har strikket 8 pinde har jeg kun taget 6 masker ud på hver side afmarkeringen og ikke 8.
14.11.2025 - 19:04DROPS Design svaraði:
Hei Ditte. Her er det noe feil i den danske teksten. Dette skal vi får ordnet asap. Ta en titt på den norske teksten i mens: 4.PINNE (= vrangen): Strikk 2 kantmasker i-cord, strikk vrang til det gjenstår 4 masker før merket (kastene fra forrige pinne strikkes vridd hver sin vei), øk 1 maske, strikk vrang til det er strikket 4 masker forbi merket, øk 1 maske, strikk vrang til det gjenstår 2 masker på pinnen, strikk 2 kantmasker i-cord (= 2 masker økt). mvh DROPS Design
24.11.2025 - 09:06
Soft Shelter Hood#softshelterhood |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónaður hettuhálsklútur úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með fléttuðu bandi.
DROPS 261-7 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN MERKI (þegar aukið er út fyrir miðju ofan á toppi á hettu) / Í BYRJUN Á UMFERÐ (þegar aukið er út í hvorri hlið á hettu): Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR MERKI (þegar aukið er út fyrir miðju ofan á toppi á hettu) / Í LOK UMFERÐAR (þegar aukið er út í hvorri hlið á hettu): Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið uppsláttinn til baka yfir á vinstri prjón í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. 2 KANTLYKKJUR I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUHÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður, síðan er stykkið saumað saman í toppi. Í lokin eru fléttuð 2 löng bönd til að hnýta hettuklútinn saman. HETTUHÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 48-52 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Alpaca Bouclé og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð (= 24-26 lykkjur hvoru megin við merki). Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 KANTLYKKJUR I-CORD – lesið útskýringu að ofan, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merki, aukið út 1 lykkju – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, prjónið slétt þar til 4 lykkjur hafa verið prjónaðar fram hjá merki, aukið út 1 lykkju, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord (= 2 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merki (munið eftir að uppslátturinn frá fyrri umferð er prjónaður snúinn í sitt hvora áttina), aukið út 1 lykkju, prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 4 lykkjur fram hjá merki, aukið út 1 lykkju, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord (= 2 lykkjur fleiri). UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merki, aukið út 1 lykkju, prjónið slétt þar til prjónaðar hafa verið 4 lykkjur fram hjá merki, aukið út 1 lykkju, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 kantlykkju i-cord (= 2 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan merki (munið eftir að uppslátturinn er prjónaður brugðið í sitt hvora áttina), aukið út 1 lykkju, prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 4 lykkjur fram hjá merki, aukið út 1 lykkju, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 kantlykkjur i-cord (= 2 lykkjur fleiri). Á eftir UMFERÐ 4: Prjónið UMFERÐ 3 og 4 2-2 sinnum til viðbótar (= 4-4 umferðir prjónaðar), nú hafa verið auknar út 8-8 lykkjur hvoru megin við merki = 64-68 lykkjur í umferð. Prjónið UMFERÐ 3 0-1 sinni til viðbótar = 64-70 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón með 2 kantlykkjur i-cord í hvorri hlið. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 13-14 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og aukið út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið 1 lykkju slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið slétt þar til 6 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, 2 kantlykkjur i-cord (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir (uppslátturinn er prjónaður snúinn), prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 5-5 sinnum (= 20-20 umferðir prjónaðar) = 84-90 lykkjur í umferð – stykkið mælist nú ca 26-27 cm frá uppfitjunarkanti. Síðan er prjónað og aukið út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið 1 lykkju slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið slétta lykkju þar til 6 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju, prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, 2 kantlykkjur i-cord (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir (uppslátturinn er prjónaður snúinn), prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 12-14 sinnum (= 24-28 umferðir prjónaðar) = 132-146 lykkjur í umferð – stykkið mælist nú ca 42-46 cm frá uppfitjunarkanti. Í næstu umferð er gert 1 gat í hvora hlið – þessi göt eru notuð þegar flétta á band. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, fellið af 2 lykkjur, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, fellið af 2 lykkjur, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 kantlykkjur i-cord, fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, fitjið upp 2 nýjar lykkjur í umferð, prjónið 2 kantlykkjur i-cord. Í næstu umferð (= rétta) er fellt af aðeins laust með sléttum lykkjum – stillið mælist ca 43-47 cm frá uppfitjunarkanti. FRÁGANGUR: Leggið hettuna flata og saumið toppinn á hettunni saman – sjá teikningu. BAND: Klippið 9 þræði DROPS Alpaca Bouclé og 9 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 18 þræðir) ca 320 cm. Leggið þræðina saman og þræðið þræðina í gegnum gatið sem var gert neðst í annarri hlið á hettuhálsklútnum. Leggið þræðina tvöfalda = 36 þræðir sem mælast ca 160 cm frá gati sem þráðunum var þrætt í gegn. Skiptið þráðunum í 3 knippi með 12 þráðum og fléttið þessum 3 knippum með þráðum í lausa fléttu. Þegar fléttan / bandið mælist ca 100-110 cm, hnýtið hnút, klippið síðan þræðina ca 12-14 cm frá hnúti. Gerið það saman við bandið í hinni hliðinni á hálsklútnum. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #softshelterhood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.