Martina skrifaði:
Veľmi sa mi páčia Vaše modely. Chcela by som si niektorý upliesť alebo uháčkovať. Všimla som si , že ponúkate všetko (vlnu a gombiky a ihlice) ako súpravu. Dalo by sa to kúpiť aj v eurach za takú vyhodnú cenu ako ponúkate na stranke DROPS ? Nosím väčšiu veľkosť a niekedy sa pliesť ani neoplatí pri cene niektorých vln.
13.09.2025 - 14:37DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Martino, přímo na stránkách DROPS bohužel není možné objednávat, ale na Slovensku najdete řadu prodejců, kteří nabízejí příze, jehlice i knoflíky. Seznam prodejen si můžete prohlédnout zde. U nich je samozřejmě možné platit také v eurech a často nabízejí i výhodné sety přízí. Přejeme Vám hodně radosti při pletení nebo háčkování!
13.09.2025 - 16:54
Autumn Wink Skirt#autumnwinkskirt |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Heklað pils úr DROPS Lima. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-35 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli / fastalykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Munið að mynsturteikning er lesin frá hægri til vinstri þegar heklað er frá réttu og frá vinstri til hægri þegar heklað er frá röngu. HEKLLEIÐBEININGAR: ÞEGAR HEKLAÐ ER FRAM OG TIL BAKA (á við þar til klaufin / opið hefur verið heklað til loka) Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls. Síðasti stuðull í umferð er heklaður í 3. loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja. Þessar loftlykkjur koma í stað fyrstu fastalykkju. Síðasta fastalykkjan er hekluð í 3. loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar. ÞEGAR HEKLAÐ ER Í HRING (á við um afgang af pilsi): Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur. Þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju, snúið stykkinu. Í byrun hverrar umferðar með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur í stað 1. fastalykkju. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í umferð, snúið stykkinu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Til að reikna út hvernig auka á út jafnt yfir, teljið lykkjufjöldann sem auka á út yfir (t.d. 124 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 15,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að hekla 2 stuðla til skiptis í 5. og 6. hverja lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Fyrst er heklað fram og til baka þar til klaufin / opið hefur verið heklað til loka, síðan er heklað í hring, en stykkinu er snúið eftir hverja umferð þannig að heklað er til skiptis frá réttu og frá röngu. Það er heklað svona til að áferðin í mynstrinu verði alveg eins bæði þegar heklað er fram og til baka og þegar heklað er í hring. Í lokin er heklaður kantur með fastalykkjum efst í pilsinu og kantur fyrir tölur er heklaður meðfram klauf / opi. PILS: Heklið 122-138-154-170-182-206-230 LOFTLYKKJUR – lesið leiðbeiningar að ofan, með heklunál 3,5 með DROPS Lima. Heklið MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og heklið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Lesið HEKLEIÐBEININGAR og heklið A.2 í 4. og 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan A.2 þar til 1 loftlykkja er eftir í umferð, heklið A.3 í síðustu loftlykkju, snúið stykkinu = 120-136-152-168-180-204-228 stuðlar. UMFERÐ 2 (= rétta): Heklið A.3 í fyrstu lykkju, heklið A.2 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, heklið A.1 í síðustu lykkju. UMFERÐ 3 (= ranga): Heklið A.1 í fyrstu lykkju, heklið A.2 þar til 1 lykkja er eftir í umferð, heklið A.3 í síðustu lykkju. Haldið síðan áfram að hekla mynstur fram og til baka svona, endurtakið mynstureiningu á hæðina. Munið að fylgja heklfestunni. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Síðan á að auka út lykkjur jafnt yfir jafnframt því sem stykkið er sett saman í hlið þegar klaufin / opið hefur verið heklað til loka – lestu því báða kaflana að neðan áður en þú heklar áfram. ÚTAUKNING: Þegar stykkið mælist 3-3-3-4-4-4-4 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (stillið af þannig að aukið er út í röð/umferð með stuðlum, þ.e.a.s. umferð 1, 4, 5 eða 6). Aukið svona út í ca hverjum 2-2½-3-3-3½-3½-4 cm alls 6-6-6-6-6-6-6 sinnum = 168-184-200-216-228-252-276 lykkjur. Síðan er aukið út í ca hverjum 4-5-6-6-5-4½-4 cm alls 1-2-3-4-5-6-7 sinnum = 176-200-224-248-268-300-332 lykkjur. KLAUF / OP OG PILS: Þegar stykkið mælist 12-12-12-14-14-14-16 cm frá uppfitjunarkanti er klaufin / opið tilbúið. Nú á að hekla í hring – lesið HEKLLEIÐBEININGAR (mynstrið heldur áfram eins og áður til skiptist frá réttu og frá röngu). Heklið síðan þar til stykkið mælist ca 44-46-48-50-52-54-56 cm frá uppfitjunarkanti – endið eftir umferð með stuðlum. Klippið og festið þráðinn. KANTUR EFST Á PILSI: Byrjið frá réttu við klaufina / opið efst á pilsi og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju frá uppfitjunarkanti = 120-136-152-168-180-204-228 fastalykkjur. Klippið og festið þráðinn eftir þessa umferð. HNESLUR: Meðfram hlið á opi / klauf sem situr á framstykki eru heklaðar 3 hneslur / lykkjur – byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju neðst í klaufinni, heklið 3 loftlykkjur (= 1 hnesla), hoppið yfir ca 1 cm, * heklið fastalykkjur í ca 4½-4½-4½-5½-5½-5½-6½ cm meðfram klauf (= 2 fastalykkjur í hverja stuðlaumferð og 1 fastalykkja í hverja fastalykkju umferð), heklið 3 loftlykkjur (= 1 hnesla), hoppið yfir 1 cm *, heklið frá *-* 2 sinnum til viðbótar og endið með 1 fastalykkju í síðustu umferð efst á pilsi. Klippið og festið þráðinn. KANTUR FYRIR TÖLUR: Meðfram hinni hliðinni á klauf / opi eru heklaðar 4 umferðir með fastalykkjum fram og til baka, þ.e.a.s. byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í fyrstu umferð efst á pilsi og heklið 2 fastalykkjur í hverja stuðlaumferð og 1 fastalykkju í hverja fastalykkju umferð meðfram klauf. Heklið fram og til baka með 1 fastalykkju í hverja lykkju. Klippið og festið þráðinn. Saumið tölur í kantinn þannig að þær passi við hneslurnar. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnwinkskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.