Kathie skrifaði:
"domino" ?? Vous devriez revoir vos traductions....
26.02.2025 - 01:01
Krisztina skrifaði:
Még kezdő kötő vagyok. Eddig két domino négyzetet csináltam, de kissé szabálytalan alakúak lettek. Ha odateszem pl egy papírlap egyenes széle mellé, akkor látszik, hogy a négyzet másik szára kissé felfelé elmegy. Ez amiatt lehet, mert még mindig nem elég egyenletes a feszessége a kötésnek? Vagy van valami egyéb trükk, amire a dominó négyzet kötésekor érdemes figyelni? Köszönöm.
25.02.2025 - 11:36
Marianne skrifaði:
Hoeveel bollen/meter heb ik nodig als ik garen gebruik uit categorie D?
12.02.2025 - 11:00DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
Je kunt de totale looplengte van 500 gram Sky nemen en deze looplengte heb je nodig in een ander garen uit categorie D. Zie hier voor meer informatie over hoe je garens onderling vervangt.
15.02.2025 - 11:01
Jannie Jensen skrifaði:
Hvorfor den følgetråd, der strikkes med op? Hvad er formålet? Og kan den undværes? Tak på forhånd Jannie
11.02.2025 - 15:40DROPS Design svaraði:
Hej Jannie, det er for at du let skal kunne se hvilken som er midterste maske, så hvis du ikke har problemer med det, så behøver du ikke bruge mærketråden :)
12.02.2025 - 11:24
August Evenings Blanket#augusteveningsblanket |
|
![]() |
![]() |
Prjónað teppi úr 2 þráðum DROPS Sky. Stykkið er prjónað í dominoferningum, sem saumaðir eru saman og teppið endar með i-cord kanti.
DROPS 256-1 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LITIR FERNINGAR: FERNINGUR 1: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum kornblómablár FERNINGUR 2: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum koboltblár FERNINGUR 3: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum hvít þoka FERNINGUR 4: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum ljós gallabuxnablár FERNINGUR 5: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum ísblár FERNINGUR 6: 1 þráður í litnum natur + 1 þráður í litnum sandur DOMINOFERNINGUR: Setjið eitt merki í miðjulykkju í umferð og látið merkið fylgja áfram með í stykkinu. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt þar að lykkju með merki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með merki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Endurtakið síðan umferð 1 og 2 – aukið er út um 2 lykkjur fyrir miðju á ferningi í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í ferningum sem saumaðir eru saman. Ferningarnir eru prjónaðir með 2 þráðum og GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan. Í lokin er prjónaður i-cord kantur. TEPPI: Það eru prjónaðir alls 24 ferningar, prjónað er í 6 mismunandi litasamsetningum og það eru gerðir 4 ferningar í hverri litasamsetningu. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. FERNINGUR: Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 5,5 með 2 þráðum DROPS Sky – lesið LITIR FERNINGAR í útskýringu að ofan. Prjónið DOMINOFERNINGUR – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til það eru alls 67 lykkjur á prjóni og síðasta umferð hefur verið prjónuð frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu (þ.e.a.s. með útaukningu). Skiptið yfir í 2 þræði í litnum natur. Prjónið 2 umferðir með dominoferningum eins og áður = 69 lykkjur. Fellið af aðeins laust með sléttu – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með merki, uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Ferningurinn mælist ca 23 x 23 cm. FRÁGANGUR: Þegar gerðir hafa verið 4 ferningar í hverri af 6 litasamsetningunum, leggið ferningana út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1. Leggið ferningana á sama hátt og með réttuna upp. Saumið ferningana saman, saumið í ysta lið á lykkjunum – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. I-CORD KANTUR: Þegar allir ferningarnir hafa verið saumaðir saman er kantur í litnum natur meðfram 1 langhlið og 1 skammhlið á teppinu. Nú er gerður i-cord kantur meðfram hinum 2 hliðunum þannig að það verður einnig kantur í litnum natur hér. Byrjið frá réttu í horninu við skiptinguna frá einum af köntum sem nú þegar hafa litinn natur. Notið hringprjón 5,5 og 2 þræði í litnum natur og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Fitjið upp 2 lykkjur á prjóninn – ekki snúa stykkinu. Prjónið upp 1 lykkju í hornið á ferningnum, færið til 3 lykkjurnar í hinn endann á prjóninum án þess að snúa stykkinu (svo hægt sé að prjóna einu sinni til viðbótar frá sömu hlið). UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið upp 1 lykkju í ferninginn – prjónið upp ca 1 lykkju á milli umferðar í garðaprjóni eða 1 lykkju í hverja lykkju, færið 3 lykkjurnar yfir í hinn endann á prjóninum án þess að snúa stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 2 þar til prjónað hefur verið fram að horni á teppinu. Passið uppá að kanturinn verði ekki of stífur eða of laus – verður kanturinn of stífur er skipt yfir í grófari prjóna, verður kanturinn of laus er skipt yfir í fínni prjóna. Nú er prjónað til að hornið verði ekki of stíft þannig: Prjónið 1 umferð slétt yfir 3 lykkjurnar sem eru á prjóninum, færið til 3 lykkjurnar yfir í hinn endann á prjóninum án þess að snúa stykkinu. Prjónið 1 umferð eins og UMFERÐ 2. Prjónið 1 umferð slétt yfir 3 lykkjur sem eru á prjóni, færið 3 lykkjurnar yfir í hinn endann á prjóninum án þess að snúa stykkinu. Prjónið síðan eins og UMFERÐ 2 þar til prjónað hefur verið meðfram allri næstu hlið og fram að síðasta horni. Fellið af síðustu 3 lykkjurnar með sléttu – saumið niður lykkjurnar við kantinn í litnum natur neðst í horninu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #augusteveningsblanket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 256-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.