Jannie Kerkdijk skrifaði:
Hoe kan ik het patroon uitprinten??
20.01.2025 - 15:26DROPS Design svaraði:
Dag Jannie,
Al onze patronen zijn gratis af te drukken via de knop 'Afdrukken' onder de materialenlijst. Klik op de knop 'Afdrukken' en dan op 'Patroon'. In het pop-up venster dat vervolgens in beeld komt klik je rechts boven op de link 'Het patroon afdrukken'.
20.01.2025 - 20:11
Gemma skrifaði:
Liliana da ciò che ho capito sono 3 maglie alte nelle 3 catenelle sottostanti e poi si fa una maglia bassissima e si continua con 3 catenelle
16.01.2025 - 23:37
Liliana skrifaði:
Non riesco a capire nel punto in cui si dice di fare un punto alto sulle 3catenelle del giro precedente quando sul diagramma sono segnati 3 punti alti
16.01.2025 - 21:29DROPS Design svaraði:
Buonasera Liliana, a quale punto del modello sta facendo riferimento? Buon lavoro!
19.01.2025 - 15:25
Granny Square Hood#grannysquarehug |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Heklaður hettuhálsklútur úr DROPS Big Merino. Stykkið er heklað í ömmuferningum sem saumaðir eru saman. Ein stærð.
DROPS 253-59 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3 (mynsturteikning A.2 og A.3 er notuð fyrir frágang). LEIÐBEININGAR HEKL: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju / stuðull / tvíbrugðinn stuðull. LITIR: Heklaðir eru alls 14 litlir ferningar og 4 stórir ferningar þannig: Lítill ferningur: Uppfitjun + 2 umferðir í litnum grár, 1 umferð í litnum natur, 1 umferð í litnum grár, 1 umferð í litnum natur og 1 umferð í litnum grár (= 6 umferðir hver ferningur). Stór ferningur: Uppfitjun + 1 umferð í litnum natur, 2 umferðir í litnum grár, 2 umferðir í litnum natur, 1 umferð í litnum grár, 1 umferð í litnum natur og 1 umferð í litnum grár (= 8 umferðir hver ferningur). LITASKIPTI: Til að fá falleg litaskipti þegar skipt er um lit, heklið keðjulykkju í lok umferðar með nýja litnum sem skipta á yfir í. 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN: 2 fastalykkjur eru heklaðar saman í 1 lykkju þannig: Stingið heklunálinni í gegnum fyrstu lykkjuna og sækið þráðinn, stingið heklunálinni niður í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn (= 3 lykkjur á heklunálinni), bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUHÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í ömmuferningum sem heklaðir eru í hring. Það eru heklaðar 2 mismunandi stærðir. Þeir 4 stóru ferningarnir mynda hettuna og litlu ferningarnir mynda hálsklútinn. Ferningarnir eru saumaðir saman og hettan er saumuð niður fyrir miðu á hálsklútnum. HÁLSKLÚTUR: Lesið LEIÐBEININGAR HEKL, LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan, notið heklunál 4 og heklið lítinn ferning (= uppfitjun + 6 umferðir) eftir mynsturteikningu A.1. Endið með 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju í litnum grár. Heklið alls 14 litla ferninga. Notið litinn grár og saumið ferningana saman lykkju fyrir lykkju í langa lengju = 14 ferningar á lengd, sjá A.2. Hálsklúturinn mælist ca 182 cm á lengd og 13 cm á hæð. HETTA: Heklið alls 4 stóra ferninga eftir mynsturteikningu A.1 (= uppfitjun + 8 umferðir). Ferningarnir enda með 1 umferð með fastalykkjum í litnum grár eins og útskýrt er að neðan: FERNINGUR 1: Heklið meðfram hverjum af 4 hliðum þannig: * Heklið 1 fastalykkju í lykkjuna fyrir neðan hverri og einni af fyrstu / næstu 6 lykkjum, heklið 2 FASTALYKKJUR HEKLAÐAR SAMAN – lesið leiðbeiningar að ofan *, heklið frá *-* (= 3 lykkjur færri meðfram hverri hlið = 24 fastalykkjur í hvorri hlið. Ferningur 2, 3 og 4: Heklið 1 fastalykkju í hverja af 27 lykkjum meðfram 3 af hliðunum, meðfram síðustu hlið er heklað þannig: * Heklið 1 fastalykkju í lykkjuna fyrir neðan í hverja og eina af fyrstu / næstu 6 lykkjum, heklið saman 2 fastalykkjur *, heklið frá *-* (= 3 lykkjur færri) = 24 fastalykkjur meðfram síðustu hliðinni. FRÁGANGUR: Allir ferningarnir saumaðir saman með litnum grár. Stóru ferningarnir eru saumaðir saman í hverja lykkju frá réttu þannig: Leggið FERNINGUR 1 flatan og leggið þá 3 ferninga sem eftir eru að 3 af hliðum að FERNINGI 1 þannig að hliðarnar þar sem fækkað hefur um 3 lykkjur liggi að FERNINGUR 1 (þá kemur lykkjufjöldinn til með að passa þegar ferningarnir eru saumaðir saman lykkju fyrir lykkju – sjá A.3 og saumið A við a og B við b. Í lokin er hettan saumuð við hálsklútinn, leggið stjörnu í A.2 að stjörnu í A.3 og saumið þannig að allur neðri kanturinn á hettunni sé saumaður niður fyrir miðju á hálsklútnum, lykkju fyrir lykkju. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #grannysquarehug eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-59
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.