Tigresse skrifaði:
Bonjour. Le paragraphe AVANT LES MAILLES DU RAGLAN: Lâcher le jeté de l’aiguille gauche et le remettre torse (le prendre avec l’aiguille gauche par l’arrière). Tricoter le jeté à l’endroit, dans le brin avant pour éviter un trou, faut-il faire une boucle pour la tricoter? La vidéo en réponse à Mimi, faut-il faire les augmentations de A2 et A5 comme la vidéo ? Merci d'avance pour vos réponses.
02.04.2025 - 10:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Trigresse, les jetés des augmentations des raglans se tricotent comme dans cette vidéo: on fait 1 jeté, et en fonction de sa position avant les mailles du raglan on va le tricoter soit en le lâchant puis en le reprenant par l'arrière = avant les mailles du raglan soit torse à l'endroit = après les mailles du raglan. Les jetés/augmentations des diagrammes A.2 et A.5 se tricotent simplement torse à l'endroit. Bon tricot!
02.04.2025 - 14:05
Nina skrifaði:
Jeg kan ikke forstå denne opskrift, eller det vil sige, når jeg kommer til "Nu skal der strikkes mønster", som jeg læser opskrifter (str xxl) så skal jeg starte med en omgang vr og derefter en omgang 1r 1vr (mønster A2)
13.02.2025 - 14:53DROPS Design svaraði:
Jo, vi beskriver første pind i mønsteret (du starter på nederste pind i diagrammerne): Strik 1 maske ret (= raglanmaske), tag 1 maske ud, strik A.1(1vr,1r) over de næste 13 masker, tag 1 maske ud, strik 2 masker ret (= raglanmasker), tag 1 maske ud, strik A.2 (1vr) – start ved pil for valgt størrelse, strik A.3 (8m) totalt 3 (= 24 masker), strik A.4 totalt 3 gange (=24), strik A.5 – start ved pil for valgt størrelse, tag 1 maske ud, strik 2 masker ret (= raglanmasker), tag 1 maske ud, strik A.1 over de næste 13 masker, tag 1 maske ud, strik 2 masker ret (= raglanmasker), tag 1 maske ud, strik A.1 over de næste 37 masker, tag 1 maske ud, strik 1 maske ret (= raglanmaske).
18.02.2025 - 09:55
Malory Vialard skrifaði:
Bonjour, je n’ai pas accès à A2 ça correspond à quoi du coup ? Merci
24.01.2025 - 08:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vialard, vous trouverez le diagramme A.2 en bas de page, sous le diagramme A.5 et juste au-dessus du schéma des mesures. Bon tricot!
24.01.2025 - 09:56
Eilen skrifaði:
Ville denne være mulig å strikke i drops Air? Jeg ser at det garnet har samme strikkefasthet som garnet i oppskriften, men vil det at det er mer fluffy gjøre at det ikke kan brukes til denne oppskriften? Spør da jeg ofte opplever at Nepal og Alaska kan klø
16.01.2025 - 22:17DROPS Design svaraði:
Hej Eilen, ja du kan absolut bruge DROPS Air til denne opskrift :)
17.01.2025 - 12:02
Rachel skrifaði:
Hi, I have another question. Should the yarn over Raglan increases be worked on the following round, as stockinette stitch or in pattern. The instructions say to work in stockinette stitch. If that's the case, there's isn't enough room on the front section to complete A.5. If it's worked in pattern, the charts fit. It's just not working for me. Please help.
28.12.2024 - 21:07DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, the increased stitches should be worked in the pattern/charts; there seems to be a typo in the UK version, we will correct it as soon as possible. Happy knitting!
30.12.2024 - 01:38
Rachel skrifaði:
Hi. I'm finding this pattern extremely confusing. I've done my first raglan increase row on the yoke using the charts. How are the inbetween rows worked? Are the yarn over stitches just worked as per the raglan increase instructions and then follow on with the charts? Or are the charts knitted immediately after the raglan stitches? I hope this makes sense. Thank you.
27.12.2024 - 19:40DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, you work according to the established patterns and the charts. The charts show all rounds in the pattern so, where you worked each chart you simply work the next round of the same chart above it. The increased stitches are worked as indicated in RAGLAN, depending on whether the increase is before or after the 2 knit stitches and, in the next rows, this stitch is worked in stocking stitch. These stitches should be worked in the pattern/charts. Happy knitting!
30.12.2024 - 00:52
Mimi skrifaði:
Bonjour, Je n'ai rien compris à vos explications des augmentations. Point 1 : OK Point 2 : je pique dans le brin avant ou le brin arrière? Point 3 : "écouler ce jeté dans la maille"???? Qu'est-ce que ça veut dire? Point 4 : ????? Ne peut-on pas faire tout simplement une augmentation intercalaire? Merci pour vos explications
12.11.2024 - 18:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mimi, dans cette vidéo nous montrons comment réaliser ce type d'augmentations, vous pouvez toujours augmenter différemment, l'effet en sera juste différent. Bon tricot!
13.11.2024 - 07:40
Maria skrifaði:
I don't get your messy explanation... "Continuethis pattern and increase for raglan every 2nd round a total of 19-21-22-23-25-25 times " and right after that "The sleeve-increases are now finished. Continue increasing for raglan on the front and back pieces every 2nd round 5-5-5-5-5-8 more times". So why you just don't say that I need to increase 26 times for raglan in total (making an M size)? It's really difficult to understand.
31.10.2024 - 18:27DROPS Design svaraði:
Dear Maria, in size M you will increase for front and back piece a total of 26 times on every other round and at the same time increase for sleeves a total of 21 times, so that on the last 5 increases for raglan you increase only on body and not on sleeves anymore. Hope it can help. Happy knitting!
01.11.2024 - 08:13
Carol McMillan skrifaði:
I'm making size XL and have another questioWhen I get to the 323 sts for my size I still have 5 more rows left on Charts A.2 & A.5 which would include 2 more increases on each side - Do I just ignore the increase and work even with thefurther increases?
16.10.2024 - 02:57DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McMillan, just work the number of increases stated for your size, do not work more otherwise your number of stitches cannot be right. then continue without increasing until piece measures 26 cm from marker after neck edge (adjust after 2nd or 5th round in A.1) then divide yoke for body and sleeves. Happy knitting!
16.10.2024 - 08:06
Carol McMillan skrifaði:
I'm making size XL and have a question about the raglan increases. Continue this pattern and increase for raglan every 2nd round a total of 23 times = 303 sts (= 8 sts inc’d on each increase-round + increases in A.2 and A.5). Can you provide me with the number of stitches for each sleeve, the front and back that would add up to the 303 sts Also the breakdown of the 323 sts noted after the the sleeve increases are completed.
16.10.2024 - 02:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McMillan, when all increases are done, the division will be worked in the middle of both raglan stitches, at the end of yoke you should have: 1 st raglan, 59 sts sleeve, 2 sts raglan, 108 sts front piece, 2 sts raglan, 59 sts sleeve, 2 sts raglan, 89 sts back piece, 1 st raglan. Happy knitting!
16.10.2024 - 08:03
Ivory Coast#ivorycoastsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal eða DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, köðlum og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 252-17 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Þessi samhverfa útaukning gefur 1 nýja lykkju. Fylgdu leiðbeiningum 1-4 að neðan: 1. Lyftið fyrstu lykkju á vinstri prjóni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið. Hafið þráðinn sem prjónað er með aftan við stykkið. 2. Stingið vinstri prjóni aftan í lyftu lykkjuna og inn á milli lyftu lykkjunnar og fyrstu lykkju á hægri prjóni. 3. Sláið uppá prjóninn með þráðinn sem prjónað er með í kringum hægri prjón og dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna þannig að það myndist 1 ný lykkja á hægri prjóni. 4. Sleppið ysta hluta á lykkjunni af vinstri prjóni og prjónið síðan hinn þráðinn á lykkjunni slétt í gegnum fremri lykkjubogann. Nú hefur verið aukin út 1 lykkja. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Finndu þína stærð í mynsturteikningu og byrjið við örinni sem tilgreind er – á við um A.2 og A.5. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir / undan 2 laskalykkjum í sléttprjóni, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan. Á UNDAN LASKALYKKJUM: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR LASKALYKKJUM: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast smá gat í skiptingunni á milli lykkja frá fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykkis og ermi, þannig að gatið lokast. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (= lykkja með merki), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfalt að röngu og saumaður niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-96-104-104-112-112 lykkjur á hringprjón 5,5 með DROPS Nepal eða DROPS Alaska. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 (fitjað er upp með grófari prjónum til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt. Prjónið stroff svona hringinn í 11-11-11-11-13-13 cm. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 5-5-5-5-6-6 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 32-32-34-34-36-36 lykkjur í umferð (= ca mitt að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 5,5. Nú eru settir 4 merkiþræðir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja slétt frá stroffi, þessar 2 lykkjur kallast nú fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið fyrstu umferð slétt þannig: Setjið 1. merkiþráðinn í byrjun umferðar, prjónið 16 lykkjur JAFNFRAMT því sem fækkað er um 1 lykkju jafnt yfir þessar lykkjur (= 15 lykkjur fyrir ermi), setjið 2. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, prjónið 32-32-36-36-40-40 lykkjur JAFNFRAMT sem aukið er út um 4-4-8-8-12-12 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 36-36-44-44-52-52 lykkjur fyrir framstykki), setjið 3. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, prjónið 16 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju jafnt yfir þessar lykkjur (= 15 lykkjur fyrir ermi), setjið 4. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, prjónið 32-32-36-36-40-40 lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 3-3-1-1-1-1 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 29-29-35-35-39-39 lykkjur fyrir bakstykki) = 95-95-109-109-121-121 lykkjur í umferð. Fitjaðar hafa verið upp fleiri lykkjur á framstykki en á bakstykki, þetta er gert það sem það koma kaðlar á framstykki. Nú er prjónað MYNSTUR, en laskalykkjurnar eru prjónaðar í sléttprjóni, JAFNFRAMT er auki út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við laskalykkjurnar – lesið útskýringu að ofan. Prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið 1 lykkjur slétt (= laskalykkja), aukið út 1 lykkju, prjónið A.1 yfir næstu 13 lykkjur, aukið út 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur), aukið út 1 lykkju, prjónið A.2 – byrjið við ör fyrir valda stærð, prjónið A.3 alls 1-1-2-2-3-3 sinnum (=8-8-16-16-24-24 lykkjur), prjónið A.4 alls 1-1-2-2-3-3 sinnum (=8-8-16-16-24-24 lykkjur), prjónið A.5 – byrjið við ör fyrir valda stærð, aukið út 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur), aukið út 1 lykkju, prjónið A.1 yfir næstu 13 lykkjur, aukið út 1 lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur), aukið út 1 lykkju, prjónið A.1 yfir næstu 27-27-33-33-37-37 lykkjur, aukið út 1 lykkju, prjónið 1 lykkju slétt (= laskalykkja). Haldið áfram með mynstur á sama hátt og aukið út fyrir laskalykkju í annarri hverri umferð alls 19-21-22-23-25-25 sinnum = 255-271-295-303-333-333 lykkjur (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð + útaukning í A.2 og A.5). Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Útaukning fyrir ermar er nú lokið, en haldið áfram að auka út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki eins og áður í annarri hverri umferð 5-5-5-5-5-8 sinnum til viðbótar = 275-291-315-323-353-365 lykkjur í umferð (= 4 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð). Prjónið síðan eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-24-25-26-28-30 cm frá merki eftir kanti í hálsmáli – stillið af að síðasta umferð sé annað hvort 2. eða 5. umferð í A.1 þannig að næsta umferð í A.1 sé prjónuð slétt. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 53-57-59-61-65-65 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-9-9-15-15-19 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 92-96-108-110-124-130 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 53-57-59-61-65-65 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-9-9-15-15-19 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 77-81-89-91-99-105 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 183-195-215-231-253-273 lykkjur. Setjið 1 merki í hvora hlið á stykkinu (= mitt í þær 7-9-9-15-15-19 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Lykkjur með merki eru prjónaðar í sléttprjóni. Byrjið umferð í lykkju með merki undir hægri ermi og prjónið hringinn með mynstri eins og áður - stillið af þannig að mynstrið haldi áfram frá berustykki yfir á fram- og bakstykki. Laskalykkjurnar eru ekki prjónaðar lengur í sléttprjóni og nýjar lykkjur undir ermi í hvorri hlið eru stilltar af þannig að mynstrið haldi áfram frá fram- og bakstykki hvoru megin við lykkjur með merki. Prjónið mynstur þar til stykkið mælist 47-49-51-53-54-56 cm frá merki mitt að framan – stillið af að síðasta umferð sé 3. eða 6. umferð í A.1. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 13-17-17-17-15-19 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 (ekki er aukið út yfir kaðla) – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 196-212-232-248-268-292 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 52-54-56-58-60-62 cm frá merki mitt að framan og ca56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 53-57-59-61-65-65 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 7-9-9-15-15-19 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-66-68-76-80-84 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af nýjum lykkjum undir ermi og látið merkið fylgja áfram með – umferðin byrjar hér. Lesið LEIÐBEININGAR ERMI og prjónið mynstur A.1 eins og áður – stillið af að mynstrið haldi áfram frá berustykki yfir á ermi, lykkja með merki í á að prjóna í sléttprjóni mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 5-4-3½-2½-2-2 cm alls 7-9-9-12-13-14 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-37-36-36-33-32 cm frá skiptingunni – stillið af að síðasta umferð sé 3. eða 6. umferð í A.1. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt/ 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 6-8-6-8-10-8 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 52-56-56-60-64-64 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-5-5-6-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-42-41-41-39-38 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ivorycoastsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 252-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.