Elke skrifaði:
Ich will dieses Modell gerade häkeln. Ich besitze aber keinen Drucker, deshalb bin ich so lange auf Ihrer Seite.Ich bin kein Roboter!
21.05.2024 - 10:34
Karin skrifaði:
Hezký a přehledně udělaný popis práce...
30.04.2024 - 08:58
Gudrun skrifaði:
Sehr hübsches Top, das ich unbedingt nacharbeiten möchte.
25.04.2024 - 19:08
Beate Junker skrifaði:
Blumig
18.01.2024 - 19:56
Lilac Flowers Top skrifaði:
Le mauve et le motif au centre font penser à un bouquet de Lilas
18.01.2024 - 18:03
Lotus River#lotusrivertop |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er heklað fram og til baka, neðan frá og upp með gatamynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 250-10 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta stuðli í hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur og hver umferð endar með 1 stuðul í 3. loftlykkju frá fyrri umferð. ÚRTAKA-1 (á við um handveg og hálsmál): Í byrjun umferðar: Skiptið út stuðlum sem á að fækka um með keðjulykkjum. Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Snúið stykkinu þegar sá fjöldi stuðla er eftir sem fækka á um. ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku fyrir handveg): FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í BYRJUN UMFERÐAR: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað fyrsta stuðul), bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 lykkjur á heklunálinni (1 lykkja færri). FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í LOK UMFERÐAR: Heklið þar til 2 stuðlar eru eftir í umferð, * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (1 lykkja færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN UMFERÐAR: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað fyrsta stuðul), bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 lykkjur á heklunálinni (1 lykkja færri). * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (1 lykkja færri). Fækkað hefur verið um 2 lykkjur í byrjun umferðar. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR: Heklið þar til 4 stuðlar eru eftir í umferð, * bregði þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum fyrstu 2 lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 lykkja færri). Endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (1 lykkja færri). Fækkað hefur verið um 2 lykkjur í lok umferðar. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Framstykkið og bakstykkði er heklað hvort fyrir sig. Heklað er neðan frá og upp og fram- og bakstykkið er saumað saman með klauf neðst í hliðum. Heklaður er kantur í kringum handveg og hálsmál. BAKSTYKKI: Heklið 84-92-100-110-122-134 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Safran. Lesið LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan! Fyrsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni og heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju út umferðina = 82-90-98-108-120-132 stuðlar. Heklið fram og til baka með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 4 cm, setjið eitt merki í hvora hlið – merkin sýna hvar klaufin á að vera. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið síðan áfram fram og til baka með stuðlum þar til stykkið mælist 27-28-29-30-31-32 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er fækkað um 3-4-5-8-9-10 stuðla í hvorri hlið fyrir handveg – lesið ÚRTAKA-1 = 76-82-88-92-102-112 stuðlar. Lesið ÚRTAKA-2 og haldið áfram að fækka lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í hverri umferð þannig: Fækkið um 2 stuðla 1-2-3-3-4-5 sinnum, fækkið um 1 stuðul 4-4-4-5-7-9 sinnum = 64-66-68-70-72-74 stuðlar. Heklið síðan með stuðlum eins og áður þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm frá uppfitjunarkanti. Nú eru felldar af miðju 30-32-32-34-34-36 stuðlar fyrir hálsmáli og hvor öxl er hekluð til loka fyrir sig. Haldið áfram með stuðla og fækkið jafnframt um 1 stuðul fyrir hálsmáli í næstu umferð = 16-16-17-17-18-18 stuðlar. Heklið þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm. Klippið og festið þráðinn. Heklið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Heklið 84-92-100-110-122-134 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Safran. Lesið LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR í útskýringu að ofan! Fyrsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Byrjið í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 30-34-38-42-48-54 loftlykkjum, heklið A.1 yfir næstu 20-20-20-22-22-22 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 31-35-39-43-49-55 loftlykkjum. Heklið svona fram og til baka með mynstri þar til stykkið mælist 4 cm, setjið eitt merki í hvora hlið – merkin sýna hvar klaufin á að vera. Haldið síðan áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 27-28-29-30-31-32 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er fækkað um 3-4-5-8-9-10 stuðla í hvorri hlið fyrir handveg – lesið ÚRTAKA-1 = 76-82-88-92-102-112 lykkjur. Fækkið síðan lykkjum fyrir handveg og hálsmáli, lestu því 2 næstu kafla áður en heklað er áfram! HANDVEGUR: Lesið ÚRTAKA-2, haldið áfram með mynstur eins og áður og fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í hverri umferð þannig: Fækkið um 2 stuðla 1-2-3-3-4-5 sinnum, fækkið um 1 stuðul 4-4-4-5-7-9 sinnum. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 35-37-38-40-41-43 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og hvor öxl er hekluð til loka fyrir sig, stillið af að næsta umferð sé eins og 2. eða 5. umferð í A.1 og heklið frá hlið þannig: Heklið stuðla eins og áður þar til eftir eru 4 stuðlar á undan A.1, heklið A.2. Þegar A.2 hefur verið heklað til loka, heklið síðan stuðla, JAFNFRAMT er fækkað um 1 stuðul fyrir hálsmáli í hverri umferð – lesið ÚRTAKA-1. Fækkið alls 4-5-5-5-5-6 sinnum. Eftir alla úrtöku fyrir hálsmáli og handvegi eru 16-16-17-17-18-18 stuðlar á öxl. Heklið síðan þar til stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm. Klippið og festið þráðinn. Heklið síðan hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma frá merki og upp að handvegi = 4 cm klauf í hvorri hlið. KANTUR Á ERMUM: Notið heklunál 4, festið þráðinn með 1 keðjulykkju við hliðarsauminn og heklið 1 fastalykkju. * Heklið 3 loftlykkjur, hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fastalykkju í lykkjuna fyrir neðan *, endurtakið frá *-* hringinn í kringum allan handveginn. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið heklunál 4, festið þráðinn með 1 keðjulykkju við annan axlasauminn og heklið 1 fastalykkju. * Heklið 3 loftlykkjur, hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fastalykkju í lykkjuna fyrir neðan *, endurtakið frá *-* í kringum allt hálsmálið. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lotusrivertop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 9 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.