Clara skrifaði:
Liebes Team von Drops Design, danke für die Antwort. Ich häkele Größe S. Viele Grüße
24.07.2025 - 14:48DROPS Design svaraði:
Liebe Clara, vor allen Zunahmen sind es 13 Maschen, dann wird man für den V-Ausschnitt 8 Mal 2 Stäbchen zunehmen und für das Armloch zuerst 6 Mal 1 Stäbchen dann 2 Mal 2 Stäbchen zunehmen: 13+(2x8)+6+(2x2)=39 Maschen. Viel Spaß beim Häkeln!
25.07.2025 - 10:29
Bitte Holmstrand skrifaði:
På bakstyckets 2 sista rader ska mönster A6A virkas på båda raderna. Det ger ett dubbelt hålmöster (två rader hål) på bakstycket, stämmer det? På framstyckena finns hålmönster endast på 1 rad. Bild på baksidan av toppen saknas……
19.07.2025 - 15:41
Clara skrifaði:
Hallo, wenn ich den Träger mit Vorderteil und allen Zunahmen wie beschrieben häkele, habe ich bei allen nachfolgenden Schritten exakt zehn Maschen weniger als angegeben. Wie lässt sich das umgehen? Träger, Armausschnitt und V-Ausschnitt sehen sonst sehr schmal aus. Vielen Dank für eine Antwort!
14.07.2025 - 09:57DROPS Design svaraði:
Liebe Clara, können Sie uns bitte teilen, welche Größe Sie stricken? So können wir noch einmal die Maschenanzahl prüfen. Danke im voraus für Ihr Verständnis.
24.07.2025 - 14:22
Bitte skrifaði:
Mönstret är krångligt, ibland för mkt information, ibland förvirrade följd av vad man ska göra och ibland för lite information. Har fått repa upp flera ggr då missförstånd lätt uppstår. Ganska så onödigt vill jag påstå. En god del gissning och lång fartstid i branschen krävs här.
12.07.2025 - 20:35
Anna skrifaði:
Buongiorno, lavorando Spallina e davanti destra riga 1, se eseguo A2 e A3 con un aumento, alla fine ho 11 maglie e non 12. C'e' un errore nel diagramma A3? Grazie
03.07.2025 - 15:24
Andrea Horn skrifaði:
Nachdem ich auf meine Frage vom 16.Mai keine Antwort erhalten habe und ich nicht aufgeben wollte, habe ich meine eigene Lösung gefunden. Am Angang der 1. Reihe Rumpfteil schlage ich 6 LM an, dann Kettmaschen bis zum Rückenteil, wieder die LM, Kettmaschen usw bis ich am Ende bin. Dort dann die angegebene Anzahl LM. Wenden, Stäbchen häkeln. So hat man keinen Versatz in den Reihen. Bin mal gespannt ob Drops reagiert 😀
23.06.2025 - 17:40
Marion skrifaði:
Hallo\r\nIrgendwie blicke ich bei den Zunahmen für den Armausschnitt und dem V-Ausschnitt nicht ganz durch. \r\nWenn ich beim Armausschnitt in der 5. Masche zunehmen muss und gleichzeitig für den V-Ausschnitt in der 5.+6. Masche zwei Stäbchen häkeln muss…. \r\nDas wären dann ja in jeder 5. ab dem Rand 3 und in der 6. zwei Maschen. Ist das korrekt?
23.05.2025 - 13:01DROPS Design svaraði:
Liebe Marion, die Zunahmen entstehen innerhalb 5 bzw 6 Maschen (5 für 1 Zunahme - 6 für 2 Zuanhmen) an den Seiten: am Anfang der Reihe: 1 Zunahme: 2 Stäbchen in die 5. Masche/2 Zunahmen: 2 Stäbchen in je die 5. und die 6. Masche - am Ende der Reihe: 1 Zunahme: Häkeln Sie bis 6 M übrig sind, dann 2 Stäbchen in die nächste, und mit 5 M wie zuvor enden / 2 Zunahmen: häkeln Sie bis 7 Maschen übrig sind, dann 2 Stäbchen in je die nächsten 2 M und mit 5 M wie zuvor enden. Viel Spaß beim Häkeln!
23.05.2025 - 13:55
Andrea Horn skrifaði:
Rumpfteil: Wenn ich links 8 LM anschlage, wende, Stb häkle und am Ende 8 LM und wende, Stb häkle dann fehlt mir rechts 1 Reihe. Das könnte auch den Unterschied der Lochreihen auf den Bildern erklären. Oder wo liegt mein Fehler?
16.05.2025 - 13:08
Andrea Horn skrifaði:
Wenn ich mir die Bilder ansehe dann passt das Lochmuster vorne nicht aufeinander. Es sieht aus als wäre eine Reihe Unterschied?
06.05.2025 - 07:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Horn, es sind wahrscheinlich nur Knöpfe, Anleitung passt sicher. Viel Spaß beim Häkeln!
06.05.2025 - 13:29
Anja skrifaði:
Gibt es ein Bild vom Rücken? Kann mir nicht vorstellen, wir dieser ausssehen soll, da mein gehäkeltes Rückenteil sehr kurz ist. Viele Dank
21.11.2024 - 12:21DROPS Design svaraði:
Liebe Anja, Rückenteil beginnt oben, nach den Träger (die Träger werden danach an der Anschlagksante angenäht); dann für Armlöcher beidseitig zunehmen. Viel Spaß beim Häkeln!
21.11.2024 - 15:58
Moonstone Meadow#moonstonemeadowtop |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Heklaður toppur / bolur / vesti úr DROPS Safran. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum, gatamynstri og V-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 249-26 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun hverrar umferðar þegar band á öxl / hlýri og fram- og bakstykki er heklað, heklið 3 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls í umferð. Í byrjun hverrar umferðar þegar framstykkin og bakstykkið er heklað, heklið 4 loftlykkjur, þessar loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls í umferð. ATH. Það er 1 loftlykkju fleiri þegar framstykkin og bakstykki er heklað vegna útaukning fyrir V-hálsmáli og handveg. MYNSTUR: Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Munið eftir að mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri þegar heklað er frá röngu. Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (á við um A.1). AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðlar í 5. lykkju inn frá hlið. AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA: Aukið út um 2 stuðla með því að hekla 2 stuðla í 5. og 6. lykkju inn frá hlið / mitt að framan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka, ofan frá og niður. Fyrst eru framstykkin hekluð niður að handveg jafnframt því sem aukið er út fyrir handveg og V-hálsmáli, síðan er bakstykkið heklað niður að handveg JAFNFRAMT er aukið út fyrir handveg. Við handveg eru framstykkin og bakstykkið sett saman og fram- og bakstykkið er heklað fram og til baka frá miðju að framan að loka máli. Í lokin eru bönd á öxl / hlýrar saumað við bakstykkið. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. HÆGRA BAND Á ÖXL / HLÝRI OG FRAMSTYKKI: Lestu allan kaflann um hægra band á öxl / hlýri og framstykki áður en þú heklar! Heklið 14-14-18-18-20-20 loftlykkjur – lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 3 með DROPS Safran. Snúið og heklið fyrstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju út umferðina = 11-11-15-15-17-17 stuðlar (= 10-10-14-14-16-16 stuðlar + 4 loftlykkjur). Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. heklið A.1 fram og til baka þar til band á öxl / hlýri mælist 16-14-16-16-14-16 cm og síðasta umferð hefur verið hekluð frá röngu. Heklið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið A.2 yfir fyrstu 5 lykkjur og AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL fyrir handveg – lesið útskýringu að ofan, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 1-1-5-5-7-7 stuðlum, heklið A.3 yfir síðustu 5 lykkjur = 12-12-16-16-18-18 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið A.3, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 5 lykkjur eru eftir, heklið A.2 og aukið út um 1 stuðul fyrir handveg = 13-13-17-17-19-19 lykkjur. UPPLÝSINGAR ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM: Þegar heklaðar hafa verið 2-4-3-2-4-3 umferðir með útaukningu fyrir handveg, heldur útaukning áfram á sama hátt JAFNFRAMT sem aukið er út fyrir V-hálsmáli við miðju að framan. Lestu því allan næsta kafla áður en heklað er áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar aukið hefur verið út 2-4-3-2-4-3 sinnum fyrir handveg frá byrjun, aukið út fyrir V-hálsmáli í hverri umferð þannig: AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA – munið eftir útskýringu að ofan, alls 8-8-9-12-12-13 sinnum. HANDVEGUR: Aukið út um 1 stuðul fyrir handveg eins og áður 6-5-7-10-9-6 sinnum til viðbótar (= 1 stuðull fleiri fyrir handveg alls 8-9-10-12-13-9 sinnum). AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA fyrir handveg – lesið útskýringu að ofan, alls 2-3-2-2-3-7 sinnum. Þegar öll útaukning fyrir V-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka eru 39-42-47-55-60-66 lykkjur í umferð. Síðan eru síðustu 2 umferðir heklaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið A.4 og aukið út um 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 0-3-0-0-1-3 stuðla, heklið A.6A alls 6-6-8-10-11-12 sinnum, heklið A.6B, heklið A.5 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 43-46-51-59-64-70 lykkjur, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið A.5 og aukið út um 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af útauknu stuðlunum, heklið A.6B, heklið A.6A alls 6-6-8-10-11-12 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.4 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 47-50-55-63-68-74 lykkjur. Klippið frá og festið þráðinn. VINSTRA BAND Á ÖXL / HLÝRI OG FRAMSTYKKI: Lestu allan kaflann um vinstra band á öxl / hlýri og framstykki áður en þú heklar! Heklið 14-14-18-18-20-20 loftlykkjur með heklunál 3 með DROPS Safran. Snúið og heklið fyrstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju út umferðina = 11-11-15-15-17-17 stuðlar (= 10-10-14-14-16-16 stuðlar + 4 loftlykkjur). Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.1 fram og til baka þar til band á öxl / hlýri mælist 16-14-16-16-14-16 cm og síðasta umferð hefur verið hekluð frá röngu. Heklið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið A.2 yfir fyrstu 5 lykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 1-1-5-5-7-7 stuðlum, heklið A.3 yfir síðustu 5 lykkjur og AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL fyrir handveg = 12-12-16-16-18-18 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið A.3 og aukið út um 1 stuðul fyrir handveg, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 5 lykkjur eru eftir, heklið A.2 = 13-13-17-17-19-19 lykkjur. UPPLÝSINGAR ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM: Þegar heklaðar hafa verið 2-4-3-2-4-3 umferðir með útaukningu fyrir handveg, heldur útaukning áfram á sama hátt JAFNFRAMT sem aukið er út fyrir V-hálsmáli við miðju að framan. Lestu því allan næsta kafla áður en heklað er áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar aukið hefur verið út 2-4-3-2-4-3 sinnum fyrir handveg frá byrjun, aukið út fyrir V-hálsmáli í hverri umferð þannig: AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA – munið eftir útskýringu að ofan, alls 8-8-9-12-12-13 sinnum. HANDVEGUR: Aukið út um 1 stuðul fyrir handveg eins og áður 6-5-7-10-9-6 sinnum til viðbótar (= 1 stuðull fleiri fyrir handveg alls 8-9-10-12-13-9 sinnum). AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA fyrir handveg – lesið útskýringu að ofan, alls 2-3-2-2-3-7 sinnum. Þegar öll útaukning fyrir V-hálsmáli og handveg hefur verið gerð til loka eru 39-42-47-55-60-66 lykkjur í umferð. Síðan eru síðustu 2 umferðir heklaðar þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið A.4 og aukið út um 2 stuðla, heklið A.6A alls 6-6-8-10-11-12 sinnum, heklið A.6B, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 0-3-0-0-1-3 stuðlum, heklið A.5 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 43-46-51-59-64-70 lykkjur, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið A.5 og aukið út um 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af útauknu stuðlunum, heklið A.6B, heklið A.6A alls 6-6-8-10-11-12 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.4 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 47-50-55-63-68-74 lykkjur. Klippið frá og festið þráðinn. BAKSTYKKI: Lestu allan kaflann um bakstykki áður en þú heklar! Heklið 68-72-78-84-92-100 loftlykkjur með heklunál 3. Snúið og heklið fyrstu umferð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju út umferðina = 65-69-75-81-89-97 stuðlar (64-68-74-80-88-96 stuðlar + 4 loftlykkjur). Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR og heklið mynstur JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir handveg í hvorri hlið, þ.e.a.s. heklið frá réttu þannig: Heklið A.4 yfir fyrstu 6 lykkjur og AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL – munið eftir útskýringu að ofan, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, heklið A.5 yfir síðustu 6 lykkjur og AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka og aukið út fyrir handveg í hverri umferð (bæði frá röngu og frá réttu) þannig: AUKIÐ ÚT UM 1 STUÐUL alls 8-9-10-12-13-9 sinnum (ásamt útaukningu í fyrstu umferð frá réttu), AUKIÐ ÚT UM 2 STUÐLA – lesið útskýringu að ofan, alls 2-3-2-2-3-7 sinnum = 89-99-103-113-127-143 lykkjur. Heklið síðan síðustu 2 umferðir þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið A.4 og aukið út um 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 1-0-0-1-0-0 stuðlum, heklið A.6A alls 18-21-22-24-28-32 sinnum, heklið A.6B, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 1-0-0-1-0-0 stuðlum, heklið A.5 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 93-103-107-117-131-147 lykkjur, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið A.5 og aukið út um 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 3-2-2-3-2-2 stuðlum, heklið A.6B, heklið A.6A alls 18-21-22-24-28-32 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.4 yfir síðustu 6 lykkjur og aukið út um 2 stuðla = 97-107-111-121-135-151 lykkjur. Klippið og festið þráðinn. Nú eru stykkin sett saman og fram- og bakstykki er heklað eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið á að hekla 8 loftlykkjur með heklunál 3. Síðan er heklað þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 suðul í hverja af næstu 4 loftlykkjum = 6 stuðlar fyrir kant að framan (5 stuðlar + 3 loftlykkjur), heklið 1 stuðul í hverja af 47-50-55-63-68-74 lykkjum frá vinstra framstykki, heklið 6-6-8-8-10-12 loftlykkjur fyrir handveg, heklið 1 stuðul í hverja af 97-107-111-121-135-151 lykkjum frá bakstykki, heklið 6-6-8-8-10-12 loftlykkjur fyrir handveg, heklið 1 stuðul í hverja af 47-50-55-63-68-74 lykkjum frá hægra framstykki, heklið 8 loftlykkjur í lok umferðar, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er heklaður 1 stuðull í hverja af næstu 4 loftlykkjum = 6 stuðlar fyrir kant að framan, heklið 1 stuðul í hverja lykkju þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 0-0-2-0-0-0 stuðla jafnt yfir í umferð, heklið A.7 yfir síðustu 6 lykkjur (byrjið í annarri umferð í mynsturteikningu), snúið stykkinu = 215-231-251-275-303-335 lykkjur. UMFERÐ 3 (= rétta): Heklið A.7 (= kantur að framan), heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.8 yfir síðustu 6 lykkjur (= kantur að framan), snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Heklið A.8, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 6 lykkjur eru eftir, heklið A.7 yfir síðustu 6 lykkjur, snúið stykkinu. Heklið UMFERÐ 3 og 4 fram og til baka þannig: Þegar heklaðar hafa verið alls 6-6-6-8-8-8 umferðir með stuðlum fram og til baka á fram- og bakstykki, heklið næstu umferð frá réttu þannig: Heklið A.7, heklið A.6A þar til 9 lykkjur eru eftir, heklið A.6B, heklið A.8. Heklið til baka frá röngu á sama hátt. Síðan eru heklaðar 6-6-6-8-8-8 umferðir með stuðlum og kantur að framan eins og áður, síðan er heklað A.6 yfir næstu 2 umferðir. Haldið svona áfram þar til A.6 hefur verið heklað alls 3 sinnum á hæðina á fram- og bakstykki. Þegar A.6 hefur verið heklað til loka, haldið áfram fram og til baka með stuðlum og kanta að framan eins og áður að loka máli, JAFNFRAMT sem í fyrstu umferð er aukið út um 8 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 223-239-259-283-311-343 lykkjur. Heklið þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm frá uppfitunarkanti á bandi á öxl / hlýra (stykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm frá þar sem stykkin voru sett saman fyrir fram- og bakstykki). FRÁGANGUR: Saumið bönd á öxlum / hlýra við bakstykki – byrjið sauminn yst í hvorri hlið og saumið lykkju á móti lykkju. Saumið tölur jafnt yfir í vinstri kant að framan. Tölum er hneppt á milli 2 stuðla í hægri kanti að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #moonstonemeadowtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.