Emily skrifaði:
How many trees does this amount of wool make?
15.11.2024 - 15:19DROPS Design svaraði:
Hi Emily, you can make 2 trees from 1 ball of yarn (+ tree trunk). Happy crocheting!
17.11.2024 - 18:39
Nadia skrifaði:
Guten Tag, gibt es kein Video zu diesem Weihnachtsbaum? Vielen Dank für Ihre Hilfe. Gruss Nadia
23.10.2024 - 11:15DROPS Design svaraði:
Liebe Nadia, zu diesem Modell gibt es nur die schriftliche Anleitung, sollten Sie Fragen haben, können Sie sie gerne hier stellen. Viel Spaß beim Häkeln!
23.10.2024 - 13:16
Gudrun skrifaði:
Seit Jahren freu ich mich über den Drops Adventkalender. Danke für die Anleitungen und dem Dropsteam eine friedliche und schöne Adventzeit!
07.12.2022 - 12:22
Claudia skrifaði:
Ich freue mich wieder riesig über den Adventskalender mit schönen Ideen. Doch jedes Jahr habe ich nicht die richtigen Garne zur Hand. Könnten Sie nicht bereits im November schreiben, was benötigt wird oder sogar ein Sonderverkaufspaket zum Kalender anbieten?
05.12.2022 - 12:53
Christmas Woods Garland#christmaswoodsgarland |
|
![]() |
![]() |
Hekluð jólatré / jólaskraut úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1578 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir byrja með 1 loftlykkju og umferðin endar með 1 keðjulykkju í loftlykkju frá byrjun á umferð – loftlykkjan kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót. Hekla á fyrstu fastalykkju í fyrstu fastalykkju frá fyrri umferð, í lok umferðar er ekki heklað í keðjulykkju í lok fyrri umferðar. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- JÓLATRÉ - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Það er hægt að hekla jólatréð í 2 mismunandi stærðum. Hvort tréð samanstendur af hring (neðri hluti með stofni) og hvirfingu sem myndar tré (topp á tré). Það er heklaður hringur frá miðju og út. Hvirfingin er hekluð í hring ofan frá og niður. Hvirfingin og stofninn er fyllt með vatti, síðan eru stykkin tvö hekluð saman. LÍTILL HRINGUR: UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum súkkulaði í DROPS Merino Extra Fine. Heklið 6 fastalykkjur í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, endið umferð með 1 keðjulykkju í aðra loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 2: Lestu HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju = 6 lykkjur. UMFERÐ 3-6: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. UMFERÐ 7: Skiptið yfir í grænu litina. Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 lykkjur. UMFERÐ 8: Heklið * 1 fastalykkju í fyrstu/næstu fastalykkju, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 18 lykkjur. UMFERÐ 9: Heklið * 1 fastalykkju í hvora af 2 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 18 lykkjur. UMFERÐ 9: Heklið * 1 fastalykkju í hvora af 2 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 24 lykkjur. UMFERÐ 10: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 3 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 30 lykkjur. UMFERÐ 11: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 4 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 36 lykkjur. Klippið þráðinn, dragið í gegnum lykkjuna. Festið þráðinn frá byrjun á stykki innan í stofninn. LÍTIL HVIRFING SEM MYNDAR TRÉ: UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur með heklunál 3,5 með sama græna litnum og í hringnum í DROPS Merino Extra Fine. Heklið 6 fastalykkjur í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, endið umferð með 1 keðjulykkju í aðra loftlykkju sem var hekluð. UMFERÐ 2: Lestu HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju = 6 lykkjur. UMFERÐ 3: Heklið 2 fastalykkjur í hverja fastalykkju = 12 lykkjur. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 12 lykkjur. UMFERÐ 5: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 12 lykkjur. UMFERÐ 6: Heklið * 1 fastalykkju í hvora af 2 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 16 lykkjur. UMFERÐ 7: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 16 lykkjur. UMFERÐ 8: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 16 lykkjur. UMFERÐ 9: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 3 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 20 lykkjur. UMFERÐ 10: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 20 lykkjur. UMFERÐ 11: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 20 lykkjur. UMFERÐ 12: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 4 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 24 lykkjur. UMFERÐ 13: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 24 lykkjur. UMFERÐ 14: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 24 lykkjur. UMFERÐ 15: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 5 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 28 lykkjur. UMFERÐ 16: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 28 lykkjur. UMFERÐ 17: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 28 lykkjur. UMFERÐ 18: Heklið * 1 fastalykkjju í hverja af 6 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 32 lykkjur. UMFERÐ 19: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 32 lykkjur. UMFERÐ 20: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 32 lykkjur. UMFERÐ 21: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 7 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 36 lykkjur. UMFERÐ 22: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 36 lykkjur. UMFERÐ 23: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana). Það eru 36 lykkjur í síðustu umferð. Ekki klippa þráðinn frá, hvirfingin er núna hekluð saman við hringinn – sjá HEKLAÐ SAMAN í útskýringu að neðan. STÓR HRINGUR: Heklið alveg eins og lítill hringur til og með 11. umferð = 36 lykkjur. Heklið síðan þannig: UMFERÐ 12: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 5 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 42 lykkjur. UMFERÐ 13: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 6 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 6 sinnum = 48 lykkjur. Klippið þráðinn, dragið í gegnum lykkjuna. Festið þráðinn frá byrjun á stykki innan í stofninn. STÓR HVIRFING SEM MYNDAR TRÉ: Heklið alveg eins og lítill hvirfing til og með 23. umferð = 36 lykkjur. Heklið síðan þannig: UMFERÐ 24: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 8 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 40 lykkjur. UMFERÐ 25: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 40 lykkjur. UMFERÐ 26: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 40 lykkjur. UMFERÐ 27: Heklið * 1 fastalykkju í hverja af 9 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkjju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 44 lykkjur. UMFERÐ 28: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 44 lykkjur. UMFERÐ 29: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana) = 44 lykkjur. UMFERÐ 30: Heklið * 1 fastalykkja í hverja af 10 fyrstu/næstu fastalykkjur, 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju *, heklið frá *-* alls 4 sinnum = 48 lykkjur. UMFERÐ 31: Heklið 1 fastalykkju í aftari lykkjubogann á hverri fastalykkju = 48 lykkjur. UMFERÐ 32: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju (í gegnum báða lykkjubogana). Það eru 48 lykkjur í síðustu umferð. Ekki klippa þráðinn frá, hvirfingin er núna hekluð saman við hringinn – sjá HEKLAÐ SAMAN í útskýringu að neðan. HEKLAÐ SAMAN: Fyllið stofninn á hringnum með smá vatti og fyllið með vatti í hvirfinguna. Leggið hringinn að neðri hlið á hvirfingunni þannig að rangan á hringnum liggi við kantinn á hvirfingunni. Notið heklunál 3,5 og sama græna lit og í hring og hvirfingu. Heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju í gegnum bæði lögin (á hvirfingunni er einungis heklað í aftari lykkjubogann en í hring er heklað í gegnum báða lykkjubogana). Passið uppá að fylla með vatti jafnóðum. Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Klippið þráðinn og festið. SKRAUT: Skreytið jólatrén með smá hnúta með litnum rauður eða litnum ólífa. Hver hnútur er hnýttur utan um lykkju. Klippið 1 þráð með litnum rauður eða litnum ólífa ca 5 cm. Notið nál og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna, þannig að þráðar endarnir liggi að réttu á stykki, hvoru megin við lykkju. Hnýtið fastan hnút. Klippið þráðar endana ca ½ cm langa. Skreytið með hnútum að eigin ósk. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 1 þráð í litnum súkkulaði ca 3 metra. Tvinnið þráðinn fast þar til hann tekur vel í, leggið þráðinn saman tvöfaldan og þá kemur hann til með að tvinna sig aftur. Hnýtið hnút í hvorn enda. Heklaðu eins mörg jólatré og þú vilt og saumaðu niður hvert tré við snúruna í gegnum toppinn á hverju tré með litnum súkkulaði. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #christmaswoodsgarland eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1578
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.