Green Glade Top#greengladetop |
|
![]() |
![]() |
Heklaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er heklað neðan frá og upp. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-42 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkja/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, heklið 3 loftlykkjur (þær koma í stað fyrsta stuðuls), þ.e.a.s. hoppið yfir fyrsta stuðul frá fyrri umferð. Síðasti stuðull í umferð er heklaður í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja (hún kemur í stað fyrstu fastalykkju), þ.e.a.s. hoppið yfir fyrstu lykkju frá fyrri umferð. Síðasta fastalykkja í umferð er hekluð í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. ÚTAUKNING (á við um hliðar á framstykki og bakstykki): Aukið út með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. Aukið út innan við 1 stuðul í hvorri hlið. Útauknar lykkjur halda áfram í stuðlum. ÚRTAKA: HEKLIÐ 2 STUÐLA SAMAN ÞANNIG: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum 2 fyrstu lykkjur á heklunálinni *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er heklað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp. Stykkin eru saumuð saman og kantur er heklaður í kringum op í hálsmáli á toppnum. FRAMSTYKKI: Heklið 74-80-88-96-108-118 loftlykkjur - lesið LOFTLYKKJA í útskýringu að ofan, með heklunál 4 með DROPS Belle. Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar) – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 70-76-84-92-104-114 loftlykkjum = 72-78-86-94-106-116 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 4-4-4-5-5-5 cm millibili alls 4 sinnum = 80-86-94-102-114-124 lykkjur. Þegar stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm, heklið næstu umferð þannig: Heklið keðjulykkjur yfir fyrstu 8-8-9-10-13-15 stuðla í umferð, heklið þar til eftir eru 8-8-9-10-13-15 stuðlar í umferð = 64-70-76-82-88-94 stuðlar. Snúið stykkinu. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul og haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í hvorri hlið: Heklið 2 ystu stuðla í hvorri hlið saman – sjá ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umferð alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 52-58-64-68-74-78 stuðlar. Nú skiptist framstykkið og hvor hluti er heklaður til loka hvor fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið 2 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 8-10-12-14-16-18 stuðlum, heklið 2 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í næsta stuðul. Snúið og heklið frá miðju að framan, JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju við miðju að framan og 1 lykkju að hlið í hverri umferð eins og útskýrt er að ofan. Fækkið lykkjum svona þar til 4 stuðlar eru eftir í umferð. Heklið 4 síðustu stuðla saman 2 og 2 = 2 stuðlar. Klippið þráðinn og festið. HÆGRA FRAMSTYKKKI (þegar flíkin er mátuð): Hoppið yfir miðju 24-26-28-28-30-30 stuðla á framstykki (nú eru eftir 14-16-18-20-22-24 stuðlar að hlið), heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, heklið 2 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í hvern og einn af næstu 8-10-12-14-16-18 stuðla, heklið 2 næstu stuðla saman, heklið 1 stuðul í næsta stuðul. Snúið og heklið frá hlið, JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju við miðju að framan og 1 lykkju í hlið í hverri umferð eins og útskýrt er að ofan. Fækkið lykkjum svona þar til 4 stuðlar eru eftir í umferð. Heklið 4 síðustu stuðla saman 2 og 2 = 2 stuðlar. Klippið þráðinn og festið. BAKSTYKKI: Heklið á sama hátt og framstykki. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma, en skiljið eftir 6 cm neðst í hvorri hlið = klauf. KANTUR Í KRINGUM HÁLSMÁL: Það á að hekla kant í kringum hálsmálið á framstykki og bakstykki. Fyrst eru stykkin hekluð saman með því að hekla loftlykkjuröð yfir hvora öxl. Byrjið á hægra framstykki, heklið 1 keðjulykkju efst í horni, heklið ca 3 til 11 loftlykkjur (deilanlegt með 2 + 1) – munið eftir LOFTLYKKJA og festið með keðjulykkju í horni á hægra bakstykki. Klippið þráðinn. ATH! Lengdin á loftlykkjuröð er hægt að stilla til að fá rétta lengd á toppnum, mátið e.t.v. toppinn. Heklið alveg eins loftlykkjuröð í vinstri hlið. Klippið þráðinn. Framstykkið og bakstykkið hefur nú verið heklað saman yfir hvora öxl. Byrjið aftan á vinstra bandi fyrir öxl á bakstykki (= keðjulykkja í loftlykkjuröð), heklið 1 keðjulykkju + 3 loftlykkjur í fyrstu loftlykkju (= kemur í stað fyrsta stuðul), heklið síðan 1 stuðul í hverja loftlykkju frá loftlykkjuröð, heklið 2 stuðla um hverja umferð með stuðlum niður meðfram vinstra framstykki þar til hoppað er yfir stuðla fyrir hálsmáli (= 12-14-16-18-20-22 stuðlar), heklið 1 stuðul í hvern stuðul mitt að framan, jafnframt er aukið út um 1 stuðul yfir þessa 24-26-28-28-30-30 stuðla (= 25-27-29-29-31-31 stuðlar), heklið 2 stuðla um hverja umferð með stuðlum upp að hægra framstykki (= 12-14-16-18-20-22 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja loftlykkju frá loftlykkjuröð, heklið 2 stuðla um hverja umferð með stuðlum niður meðfram hægra bakstykki þar til hoppað er yfir stuðla fyrir hálsmáli (= 12-14-16-18-20-22 stuðlar), heklið 1 stuðul í hvern stuðul mitt að aftan, jafnframt er aukið út um 1 stuðul yfir þessa 24-26-28-28-30-30 stuðla (= 25-27-29-29-31-31 stuðlar), heklið 2 stuðla um hverja umferð með stuðlum upp að vinstra horni á bakstykki (= 12-14-16-18-20-22 stuðlar). Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli horna og hálsmáls mitt að aftan og mitt að framan, hér á að fækka lykkjum (= 4 prjónamerki). UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur (koma í stað fyrsta stuðul), (* 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðul í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 2 stuðlar eru eftir niður að prjónamerki, hoppið yfir næstu 4 stuðla, heklið 1 stuðul í næsta stuðul), heklið frá (-) þar til 1 stuðull er eftir, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 stuðul og heklið 1 keðjulykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, * heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul í hverja loftlykkju þar til 1 stuðull er eftir á undan prjónamerki, hoppið yfir 2 næstu stuðla *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur, (* 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 stuðul, 1 stuðull í næsta stuðul *, heklið frá *-* þar til 1 stuðull er eftir niður að prjónamerki, hoppið yfir næstu 2 stuðla, heklið 1 stuðul í næsta stuðul *), heklið frá (-) þar til 1 stuðull er eftir, endið með 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 stuðul og heklið 1 keðjulykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul/um hverja loftlykkju. HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM HANDVEG: Heklið 1 kant í kringum hvorn handveg, byrjið neðst þar sem lykkjum var fækkað fyrir handveg, heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul, 2 fastalykkjur um hverja umferð með stuðlum og 1 fastalykkja í hverja loftlykkju. Heklið í kringum allan handveginn og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið alveg á sama hátt í kringum hinn handveginn. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greengladetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-42
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.