Loeske skrifaði:
Graag mijn commentaar van 16-5-2023 verwijderen. Ik zat mis! Sorry!
18.05.2023 - 12:07
Loeske skrifaði:
Als ik beschrijving volg (maat XL) kom ik uit op 85 stokjes na 10 toeren ( geen 81!), en na meerderingen voor de armsgaten op 105 stokjes en niet op 95 zoals patroon vermeldt. Ook vermeldt aantal stokjes na meerderingen voor andere maten kloppen niet. Graag reactie.
16.05.2023 - 19:47
Mariangela skrifaði:
Mi potete gentilmente mandarmi lo schema grafico della lavorazione dal inizio fino alla fine perché non riesco a capire bene il procedimento dal testo?! Grazie mille
24.07.2022 - 10:02DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mariangela, purtroppo non è possibile riscrivere i modelli in base alle singole esigenze, ma per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
24.07.2022 - 15:39
Silvestre Ros skrifaði:
Vorrei spiegazioni più chiare per questo modello
23.06.2021 - 15:20DROPS Design svaraði:
Buonasera Ros, può dirci quale parte del modello non le è chiara? Buon lavoro!
23.06.2021 - 22:54
Britt-Marie Gullin skrifaði:
Detta mönster 222-17 young love finns inte. tacksam om ni kan ordna det mvh britt-marie gullin
13.06.2021 - 16:29DROPS Design svaraði:
Hej Britt-Marie. Tack för info, nu finns mönstret även på svenska. Mvh DROPS Design
14.06.2021 - 07:58
Clarissa skrifaði:
Summer ready
14.01.2021 - 01:33
Arianna skrifaði:
Tulip
08.01.2021 - 20:12
Young Love#younglovetop |
|
![]() |
![]() |
Heklaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er heklað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-17 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 tvíbrugðnum stuðli. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir byrjar með 4 loftlykkjum (koma í stað 1 tvíbrugðnum stuðli) og hver umferð endar með 1 tvíbrugðnum stuðli í 4. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð. ÚRTAKA (á við um í hliðum): Fækkað er um 1 tvíbrugðinn stuðul með því að hekla 2 tvíbrugðna stuðla saman þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en síðasti uppslátturinn er dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 tvíbrugðinn stuðull færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er heklað fram og til baka hvort fyrir sig eins og tvö alveg eins stykki. Heklað er ofan frá og niður. Stykkið er saumað saman í hliðum eins og útskýrt er í uppskrift. Heklið síðan 2 loftlykkjur fyrir hlýra. FRAMSTYKKI: Heklið 34-36-40-44-46-50 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA að ofan, með heklunál 4,5 með Belle. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 tvíbrugðinn stuðull í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni (= 1 tvíbrugðinn stuðull fleiri), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 13-14-16-18-19-21 loftlykkjum, heklið 3 tvíbrugðna stuðla í næstu loftlykkju (= mitt að framan – setjið 1 prjónamerki í miðju að þessum 3 tvíbrugðnu stuðlum og færi þetta prjónamerki í miðju tvíbrugðna stuðul í hverri umferð sem er hekluð), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af næstu 13-14-16-18-19-21 loftlykkjum, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu loftlykkju og endið með 1 tvíbrugðinn stuðul í síðustu loftlykkju = 35-37-41-45-47-51 tvíbrugðnir stuðlar. Sjá HEKLLEIÐBEININGAR og heklið tvíbrugðna stuðla fram og til baka með 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju. JAFNFRAMT er aukið út mitt að framan í hvorri hlið í hverri umferð þannig: Aukið út um 2 tvíbrugðna stuðla við miðju að framan með því að hekla 3 tvíbrugðna stuðla í tvíbrugðinn stuðul með prjónamerki í mitt að framan. Að auki er aukið út um 1 tvíbrugðinn stuðul í hvorri hlið með því að hekla 2 tvíbrugðna stuðla í annan og næst síðasta tvíbrugðinn stuðul í hverri umferð (= 4 tvíbrugðnir stuðlar fleiri í hverri umferð). Haldið svona áfram þar til heklaðar hafa verið alls 8-8-9-10-11-11 umferðir (meðtalin fyrsta umferð sem er hekluð) = 63-65-73-81-87-91 tvíbrugðnir stuðlar í umferð, ekki snúa stykkinu. Fitjið nú upp nýjar lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg. Þetta er gert eins og útskýrt er að neðan (útaukning mitt að framan er haldið áfram eins og áður, en ekki er aukið út í hvorri hlið eins og áður). Byrjið í lok síðustu umferðar sem var hekluð, heklið 6-8-8-8-9-12 loftlykkjur, snúið stykkinu, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja og eina af 1-3-3-3-4-7 næstu loftlykkjum, heklið eins og áður yfir lykkjur á framstykki (aukið út um 2 lykkjur mitt að framan eins og áður), heklið 6-8-8-8-9-12 loftlykkjur í lok umferðar, snúið stykkinu, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af 1-3-3-3-4-7 næstu loftlykkjum og heklið eins og áður yfir lykkjur á framstykki með útaukningu mitt að framan eins og áður = 73-79-87-95-103-113 tvíbrugðinir stuðlar í umferð. Setjið 1 prjónamerki í aðra hlið á stykki þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir handveg – HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka með tvíbrugðnum stuðlum, aukið út mitt að framan eins og áður, en til að lykkjufjöldinn haldist stöðugur verður að fækka um 1 tvíbrugðinn stuðul í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA. Aukið út og fækkið lykkjum svona í hverri umferð þar til stykkið mælist ca 25-26-27-28-28-29 cm frá prjónamerki við handveg, eða heklið að óskaðri lengd. Klippið þráðinn frá og festið. BAKSTYKKI: Heklið á sama hátt og framstykki. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma kant í kant með smáu fínu spori, þannig að saumurinn verði flatur. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið kant efst meðfram hálsmáli á framstykki þannig: Heklið 1 keðjulykkju í fyrsta tvíbrugðna stuðul, * 2 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í næsta tvíbrugðna stuðul *, heklið frá *-* út umferðina og endið með 1 keðjulykkju í síðasta tvíbrugðna stuðul í umferð. Klippið frá og festið. Heklið alveg eins kant á bakstykki. HLÝRAR: Heklið 2 loftlykkjulengjur – um ca 70 til 90 cm, klippið þráðinn frá og festið. Dragið aðra loftlykkjulengjuna í gegnum hornið efst á framstykki og bakstykki (í gegnum bæði lögin) og hnýtið slaufu að óskaðri lengd á öxl. Gerið alveg eins í gagnstæðri hlið á stykki. Hlýrarnir eru jafnaðir til á öxl. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #younglovetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.